Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 40
FRÆÐIGREINAR / NÝR DOKTOR í LÆKNISFRÆÐI Doktorsvörn við læknadeild Háskóla Islands Doktor Ólafur Baldursson. innar. Pann 21. september síðastliðinn fór fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla íslands. Ólafur Baldursson lungnalæknir varði ritgerð sína „Starfsenii og gerð klóríðjónaganga slímseigju“ (e. Function of the re- gulatory domain in the cystic fibrosis transmembrane conductance regulator chloride channel). Ritgerðin fjallar urn rannsóknir Ólafs við Uni- versity of Iowa, í Iowa City í Bandaríkjunum 1996- 2000. Aðferðum sameindalíffræði og raflífeðlisfræði var beitt til þess að skýra starfsemi og gerð klóríð- jónaganga sem gölluð eru í sjúklingum með arfgenga slímseigju (e. cystic fibrosis). Niðurstöður voru birtar í Anrerican Journal of Physiology, Journal of Bio- logical Chemistry og í Proceedings of the National Academy of Sciences, en þar hefur einnig birst grein um nýjar aðferðir við genameðferð slímseigju, sem byggir á verkefninu. Leiðbeinandi Ólafs var Michael J. Welsh, prófessor í lyflækningum og lífeðlisfræði við University of Iowa og vísindamaður hjá Howard Hughes Medical Institute. Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, stjórn- aði athöfninni. Andmælendur voru Dr. David N. Sheppard, prófessor í lífeðlisfræði við háskólann í Bristol og Hákon Hákonarson, læknir og vísinda- maður hjá íslenskri erfðagreiningu. Formaður dokt- orsnefndar var Guðmundur Þorgeirsson prófessor og sviðsstjóri, en aðrir nefndarnrenn voru Guðmundur Hrafn Guðmundsson prófessor, Magnús Jóhannsson prófessor og Stefán B. Sigurðsson prófessor. Ólafur Baldursson lauk kandídatsprófi frá lækna- deild 1990. Að loknu kandídatsári við Sjúkrahús Akraness starfaði hann í tvö ár við lyfiækningadeild Landspítala. Árin 1993-2000 nam hann lyf- og lungna- lækningar við University of Iowa og stundaði ofan- greindar rannsóknir. Frá 2001 hefur Ólafur starfað við lungnadeild Landspítala og rekið lækningastofu í Læknasetrinu í Mjódd, verið framkvæmdastjóri franr- haldsmenntunarráðs læknadeildar frá 2002 og lektor við lyfjafræðideild HÍ frá síðastliðnu sumri. Eiginkona Ólafs er Hulda Harðardóttir, lyfjafræð- ingur. Börn þeirra eru Gunnar, f. 1993 og Hildur, f. 1996 en fyrir á Ólafur Stefán. f. 1985. 180 Læknablaðid 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.