Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 10

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 10
RITSTJÓRNARGREINAR Ég fagnaði samt sem áður framkominni þings- ályktunartillögu á sínum tíma þar sem hún var góð viðleitni í að koma áfallahjálp á kortið aftur. Flutn- ingsmenn bentu einnig á að áfallahjálp hafi mikið for- varnargildi sem ég er hjartanlega sammála. Ég tel að áfallahjálp sé það forvarnarstarf sem mest er vanrækt á íslandi nú en gæli skilað hvað mestu í þjóðarbúið. Landlæknisembættið Hver er svo staðan í dag þremur árum eftir fram- komna þingsályktunartillögu? Hún er í mínum huga vægast sagt döpur. Ég tel vafasamt að Islendingar séu í dag í stakk búnir til að taka kerfisbundið á þeim að- stæðum sem skapast þegar næsta alvarlega áfall dyn- ur yfir þjóðina. Landlæknir gerði þó tilraun í október 2003 til að koma hreyfingu á málið þegar embættið sendi heilbrigðisstofnunum um allt land bréf þar sem efnið var áfallahjálparteymi. í bréfinu kemur fram að „nauðsynlegt er að efla þjónustu á sviði áfallahjálp- ar urn allt land og koma henni í ákveðið skipulag." Einnig kenrur fram í bréfinu að „Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og landlæknir hafi gert með sér samkomulag um skipulag áfallahjálpar á neyðar- tímum. Par er gert ráð fyrir að komið sé á fót áfalla- hjálparteymum um allt land undir forystu heilbrigð- isþjónustunnar.“ f bréfi landlæknis kemur og fram að embættið muni „boða til fræðslufunda þá um vetur- inn og bjóða þeim sem unnið hafa að áfallahjálpar- málum á landinu til að kynna vinnu sína.“ Vera má að þessi vinna sé í fullum gangi en ég hef ekki orðið var við neina fræðslufundi um áfallahjálp á vegum Land- læknisembættisins. Staðan í dag Pað sem vekur mér ugg í brjósti er ekki aðeins ástandið í viðbúnaði á landsbyggðinni heldur það að mér hefur borist til eyrna að Miðstöð áfallahjálpar á Landspítalanunr sé illa í stakk búin til að takast á við meiriháttar atburði. Ég á hér við að ekki sé til staðar sá skipulagði viðbúnaður sem vera þarf. Þó eru marg- ir hæfir einstaklingar starfandi á spítalanum sem sinnt geta áfallahjálp og reyndar víðar. Mér sýnist því staða mála í dag vera sú að verði alvarlegur atburður sem krefst áfallahjálpar af þeirri stærðargráðu sem snjófióðin fyrir vestan kröfðust á sínum tíma þá séum við ekki undir það búin. Mér þykja það slæm tíðindi að okkur skuli ekki hafa miðað lengra á þeim tíu árum sem liðin eru frá atburðunum í Súðavík. Hér er því verkefni að vinna og mikilvægt að koma hlutunum í réttan farveg. Mikil vinna hefur farið fram sem miðast við að skipuleggja áfallahjálp á landsvísu og margir lagt hönd á plóginn. Notum þá vinnu og nýtum þá starfskrafta sem við höfum og búum okkur undir næsta áfall þannig að vinnubrögðin verði okkur til sóma en ekki vansa. Ég vil að lokum þakka Læknablaðinu fyrir tæki- færið til að reifa mér hugleikið mál sem er áfalla- hjálpin. 150 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.