Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / KALKVAKAÓHÓF
kalsíum, 25(OH)D, cystatín-C, líkamsþyngdarstuðul,
reykingar, fitumassa og fitulausan massa, leiðrétt fyrir
aldri. Testósterón hafði veik markverð neikvæð tengsl
við PTH hjá körlum, leiðrétt fyrir aldri.
Ályktanir: Unnt var að skýra flest tilfelli aíieidds kalk-
vakaóhófs með þekktum orsökum. Líklega er algengi
hærra hér en annars staðar, meðal annars vegna minna
sólarljóss. Ónógt D-vítamín var langalgengasta or-
sökin og því mikilvægt að herða áróður fyrir aukinni
D-vítamínneyslu. Tengsl PTH við líkamssamsetningu,
kynhormón og reykingar þarf að kanna nánar.
Inngangur
Afleitt kalkvakaóhóf (secondary hyperparathyroid-
ism, SHPT) er aukin seytun PTH (Parathyroid hor-
mone - kalkvakaóhóf) vegna lækkaðs styrks jónaðs
kalsíums í blóði, hækkunar á styrk fosfats eða vegna
langvarandi annarra boða um seytun þess (1). Áhrif
PTH á bein, nýru og meltingarveg stuðla að leið-
réttingu á styrk jónaðs kalsíums. Algengustu orsakir
SHPT hafa verið taldar nýrnabilun og D-vítamín-
skortur (1). Aðrir þættir eru ónóg inntaka eða skert
frásog kalsíums, tap á kalsíum um nýru eða görn eða
aukin upptaka kalsíums í bein (1). Aukning á fram-
leiðslu PTH við SHPT dugar oft til að halda styrk jón-
aðs kalsíums innan viðmiðunarmarka en styrknum er
hins vegar haldið uppi á kostnað beina sem eru við
þetta ástand aðaluppspretta kalsíums. Afleiðing þess
er að stöðugt er gengið á beinin sem stuðlar að bein-
þynningu (osteoporosis). Aðrar afleiðingar SHPT eru
aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum hjá nýrna-
sjúklingum (2) og vöðvarýrnun (sarcopenia) hjá eldri
einstaklingum (3).
Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á hækkun á styrk
PTH með aldri (4,5). Hluti af skýringunni virðist vera
skerðing á nýrnastarfsemi með aldri, minnkuð fram-
leiðslugeta húðar á D-vítamíni og minni útsetning
fyrir sólarljósi (5). Einnig getur verið að frásog kals-
íums í meltingarvegi versni með aldri (6). Rannsóknir
hafa einnig bent til þess að munur sé á aldursbundn-
um breytingum á PTH milli kynja (7, 8). Estrógen og
testósterón hafa hins vegar að því er virðist svipuð
áhrif á kalsíumefnaskipti. Estrógen hefur ýmis bein-
verndandi áhrif, til dæmis með því að auka upptöku
kalsíums í meltingarvegi (9) og auka endurupptöku
þess í nýrunum (10). Þá hamlar estrógen þroskun-
arferli osteoclasta (11) og dempar áhrif PTH á bein
(12). Áhrif testósteróns eru að hluta til fengin með
umbreytingu þess yfir í estrógen en einnig með beinni
verkun testósteróns á bein (13, 14). Aukin þekking á
tengslum þéttni PTH við ákveðnar breytur sem skýrt
gætu aldursbundna hækkun þess hefði hagnýta klín-
íska þýðingu við túlkun á niðurstöðum PTH mælinga
sem er hluti af uppvinnslu sjúklinga með beinavanda-
mál, svo sem beinþynningu.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna al-
gengi og orsakir SHPT meðal fullorðinna á höfuð-
borgarsvæðinu á aldrinum 30-85 ára og kanna tengsl
þéttni PTH (intact parathyroid hormone) við ákveðn-
ar breytur sem skýrt gætu aldursbundna hækkun þess.
Efniviður og aðferðir
Úrtak
Slembiúrtak var tekið úr íbúaskrám Reykjavíkur og
nágrannasveitarfélaga og samanstóð upprunalega úr-
takið af 2640 einstaklingum á aldrinum 30-85 ára. í
úrtakinu voru 1584 konur en 1056 karlar. Urtakinu
hefur verið lýst áður (15, 16). Rannsóknin var fram-
kvæmd á tímabilinu febrúar 2001 til janúar 2003 með
samþykki Tölvunefndar og Vísindasiðanefndar.
Spurningalisti
Þátttakendur svöruðu ítarlegum, stöðluðum spurn-
ingalista frá Manneldisráði um mataræði eins og áður
er lýst (15,16).
Rannsóknir
Blóðsýni voru tekin fastandi á milli kl. 08:00 og 10:00.
Með þessu voru útilokuð áhrif dægursveiflna og fæðu
á niðurstöður. Blóðsýnin voru skilin innan klukku-
stundar og fryst við -80°C fram að mælingu. Mæling-
arnar voru framkvæmdar af sama meinatækninum.
PTH í blóði var mælt með ECLl A (electrochemilum-
inescence immunoassay, Elecsys 2010, Roche Diagn-
ostics, Sviss). Breytistuðull aðferðarinnar (coefficient
of variation, CV%) er 2,9% fyrir 67,97 ng/l. Viðmið-
unarmörk mælingarinnar eru 10-65 ng/1. Jónað kals-
íum var mælt með kalsíumsérhæfðu rafskauti (Radio-
meter, Danmörk). Breytistuðlar aðferðarinnar voru
1,37% og 2,65% fyrir 1,62 og 0,52 mmól/1. Viðmið-
unarmörk mælingarinnar eru 1,13-1,33 mmól/1.25(0-
H)D í sermi var mælt með RIA (radioimmunoassay,
DiaSorin, USA). Breytistuðlar aðferðarinnar voru
6,9% og 8,5% fyrir 37,0 og 126,9 nmól/1. Viðmiðunar-
mörk eru 25-100 nmól/1. Sex hormone-binding glob-
ulin (SHBG) var mælt með Delfia aðferð (Wallac,
Finnland). Testósterón og estradíol voru mæld með
ECLIA aðferð (Roche Diagnostics, Sviss) og frítt
testósterón og estradíol reiknað með aðferð Söder-
gárd (17). Cystatín-C var mælt með PEIA (particle
enhanced immunoturbidometric assay, Dako, Dan-
mörk) en cystatín-C var notað sem mælikvarði á
nýrnastarfsemi vegna þess að styrkur þess í sermi er
óháður vöðvamassa, ólíkt kreatíníni.
Við komu í rannsóknina var mæld hæð (m) og lík-
amsþyngd (kg). Þá var líkamssamsetning mæld með
DXA (dual energy X-ray absorptiometri, Hologic
QDR 4500 Hologic, USA) sem gefur upplýsingar um
hlutfallslegt magn fitu og annarra mjúkvefja.
162 Læknablaðið 2005/91