Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / KALKVAKAÓHÓF kalsíum, 25(OH)D, cystatín-C, líkamsþyngdarstuðul, reykingar, fitumassa og fitulausan massa, leiðrétt fyrir aldri. Testósterón hafði veik markverð neikvæð tengsl við PTH hjá körlum, leiðrétt fyrir aldri. Ályktanir: Unnt var að skýra flest tilfelli aíieidds kalk- vakaóhófs með þekktum orsökum. Líklega er algengi hærra hér en annars staðar, meðal annars vegna minna sólarljóss. Ónógt D-vítamín var langalgengasta or- sökin og því mikilvægt að herða áróður fyrir aukinni D-vítamínneyslu. Tengsl PTH við líkamssamsetningu, kynhormón og reykingar þarf að kanna nánar. Inngangur Afleitt kalkvakaóhóf (secondary hyperparathyroid- ism, SHPT) er aukin seytun PTH (Parathyroid hor- mone - kalkvakaóhóf) vegna lækkaðs styrks jónaðs kalsíums í blóði, hækkunar á styrk fosfats eða vegna langvarandi annarra boða um seytun þess (1). Áhrif PTH á bein, nýru og meltingarveg stuðla að leið- réttingu á styrk jónaðs kalsíums. Algengustu orsakir SHPT hafa verið taldar nýrnabilun og D-vítamín- skortur (1). Aðrir þættir eru ónóg inntaka eða skert frásog kalsíums, tap á kalsíum um nýru eða görn eða aukin upptaka kalsíums í bein (1). Aukning á fram- leiðslu PTH við SHPT dugar oft til að halda styrk jón- aðs kalsíums innan viðmiðunarmarka en styrknum er hins vegar haldið uppi á kostnað beina sem eru við þetta ástand aðaluppspretta kalsíums. Afleiðing þess er að stöðugt er gengið á beinin sem stuðlar að bein- þynningu (osteoporosis). Aðrar afleiðingar SHPT eru aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum hjá nýrna- sjúklingum (2) og vöðvarýrnun (sarcopenia) hjá eldri einstaklingum (3). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á hækkun á styrk PTH með aldri (4,5). Hluti af skýringunni virðist vera skerðing á nýrnastarfsemi með aldri, minnkuð fram- leiðslugeta húðar á D-vítamíni og minni útsetning fyrir sólarljósi (5). Einnig getur verið að frásog kals- íums í meltingarvegi versni með aldri (6). Rannsóknir hafa einnig bent til þess að munur sé á aldursbundn- um breytingum á PTH milli kynja (7, 8). Estrógen og testósterón hafa hins vegar að því er virðist svipuð áhrif á kalsíumefnaskipti. Estrógen hefur ýmis bein- verndandi áhrif, til dæmis með því að auka upptöku kalsíums í meltingarvegi (9) og auka endurupptöku þess í nýrunum (10). Þá hamlar estrógen þroskun- arferli osteoclasta (11) og dempar áhrif PTH á bein (12). Áhrif testósteróns eru að hluta til fengin með umbreytingu þess yfir í estrógen en einnig með beinni verkun testósteróns á bein (13, 14). Aukin þekking á tengslum þéttni PTH við ákveðnar breytur sem skýrt gætu aldursbundna hækkun þess hefði hagnýta klín- íska þýðingu við túlkun á niðurstöðum PTH mælinga sem er hluti af uppvinnslu sjúklinga með beinavanda- mál, svo sem beinþynningu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna al- gengi og orsakir SHPT meðal fullorðinna á höfuð- borgarsvæðinu á aldrinum 30-85 ára og kanna tengsl þéttni PTH (intact parathyroid hormone) við ákveðn- ar breytur sem skýrt gætu aldursbundna hækkun þess. Efniviður og aðferðir Úrtak Slembiúrtak var tekið úr íbúaskrám Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga og samanstóð upprunalega úr- takið af 2640 einstaklingum á aldrinum 30-85 ára. í úrtakinu voru 1584 konur en 1056 karlar. Urtakinu hefur verið lýst áður (15, 16). Rannsóknin var fram- kvæmd á tímabilinu febrúar 2001 til janúar 2003 með samþykki Tölvunefndar og Vísindasiðanefndar. Spurningalisti Þátttakendur svöruðu ítarlegum, stöðluðum spurn- ingalista frá Manneldisráði um mataræði eins og áður er lýst (15,16). Rannsóknir Blóðsýni voru tekin fastandi á milli kl. 08:00 og 10:00. Með þessu voru útilokuð áhrif dægursveiflna og fæðu á niðurstöður. Blóðsýnin voru skilin innan klukku- stundar og fryst við -80°C fram að mælingu. Mæling- arnar voru framkvæmdar af sama meinatækninum. PTH í blóði var mælt með ECLl A (electrochemilum- inescence immunoassay, Elecsys 2010, Roche Diagn- ostics, Sviss). Breytistuðull aðferðarinnar (coefficient of variation, CV%) er 2,9% fyrir 67,97 ng/l. Viðmið- unarmörk mælingarinnar eru 10-65 ng/1. Jónað kals- íum var mælt með kalsíumsérhæfðu rafskauti (Radio- meter, Danmörk). Breytistuðlar aðferðarinnar voru 1,37% og 2,65% fyrir 1,62 og 0,52 mmól/1. Viðmið- unarmörk mælingarinnar eru 1,13-1,33 mmól/1.25(0- H)D í sermi var mælt með RIA (radioimmunoassay, DiaSorin, USA). Breytistuðlar aðferðarinnar voru 6,9% og 8,5% fyrir 37,0 og 126,9 nmól/1. Viðmiðunar- mörk eru 25-100 nmól/1. Sex hormone-binding glob- ulin (SHBG) var mælt með Delfia aðferð (Wallac, Finnland). Testósterón og estradíol voru mæld með ECLIA aðferð (Roche Diagnostics, Sviss) og frítt testósterón og estradíol reiknað með aðferð Söder- gárd (17). Cystatín-C var mælt með PEIA (particle enhanced immunoturbidometric assay, Dako, Dan- mörk) en cystatín-C var notað sem mælikvarði á nýrnastarfsemi vegna þess að styrkur þess í sermi er óháður vöðvamassa, ólíkt kreatíníni. Við komu í rannsóknina var mæld hæð (m) og lík- amsþyngd (kg). Þá var líkamssamsetning mæld með DXA (dual energy X-ray absorptiometri, Hologic QDR 4500 Hologic, USA) sem gefur upplýsingar um hlutfallslegt magn fitu og annarra mjúkvefja. 162 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.