Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / HEILSUFAR ALDRAÐRA í sjúkraskrám heimilismanna voru 219 vistunar- möt tiltæk fyrir síðari árin, eða fyrir 57% heimilis- fólksins í rannsókninni. Vistunarmat var innleitt árið 1991 en það tekur til félagslegra aðstæðna, líkamlegs heilsufars, andlegs atgervis og almennrar færni. Fé- lagslegi þáttur matsins vó þyngst, því næst færniþátt- ur, líkamlegt og loks andlegt mat. Heildarstigin árin 1991-94 voru 61 (± 21) en þar á meðal voru allmargir sem höfðu dvalið lengi á heimilinu og reyndust hafa fleiri stig á vistunarmatinu. Hinir einstöku kaflar matsins breyttust lítið eins og sést í töflu III. Heilsufarsáföll á dvalartíma eru sýnd á töflu IV. Algengustu áföll voru þvagfærasýkingar, en næst koma kviðverkir, sýkingar í öndunarfærum, húðsýk- ingar, heila- og hjartaáföll, lungnateppa og krabba- mein. Taka ber fram að undir kviðverki flokkast fjöl- breyttar ástæður, svo sem hægðatregða, þvagteppa og magabólgur. Algengustu húðsýkingar voru léttur roði eða grunnt fleiður. Byltur og brot eru tekin saman í töflu V. Alls töld- ust 92 beinbrot hafa átt sér stað á heimilinu. Alls hlutu um 12% heimilismanna mjaðmarbrot á heim- ilinu. Byltur voru skráðar 292 og má ætla að þær séu gróflega vantaldar. Vitjanir lækna heimilisins, tilvísanir til bráðamót- töku og til annarra sérfræðilækna eru sýndar í töflu VI. Vitjanatíðni til heimilismanna var á bilinu frá 15 til 27 á mann á hverju tímabili. Aðgengi að sérgreina- læknum hefur áhrif á fjölda tilvísana. Tannlæknaþjón- usta er vanskráð vegna þess að heimilismenn fóru oft á stofur til sinna tannlækna, án þess að það væri skráð í dagála. Læknar heimilisins staðfestu andlát og gáfu út dánarvottorð fyrir alla sem létust á heimilinu. í 364 tilvikum (95%) var aðaldánarorsök skráð í dagál og þar meðtalin fimm tilvik þar sem fram fór krufning á hinum látna. Skráð dánarmein eru sýnd í töflu VII. Algengustu dánarorsakir voru lungnabólga og aðrar sýkingar, þvínæst sjúkdómar í hjarta, slag og krabba- mein. Heilabilun var önnur í röðinni en það var samt algengasta greining við komu, samanber töflu II. Umræða Heilbrigðislöggjöf íslendinga kveður á um að allir Tafla V. Byltur og brot. Byltur og brot 1983-1986 1987-1990 1991-1994 1995-1998 1999-2002 Alls Mjaðmarbrot fyrir komu 11 7 11 12 9 50 Mjaðmarbrot á Droplaugar- stöðum 11 13 7 2 12 45 Önnur beinbrot 11 9 9 2 16 47 Skráðar byltur 57 55 52 44 84 292 Tafla VI. Vitjanir, bráðamóttaka og samráðskvaðningar. Sérfræðiráðgjöf 1983-1986 1987-1990 1991-1994 1995-1998 1999-2002 Alls Skráðar vitj- anir læknis (á vistmann) 861 (20,5) 963 (15,5) 1038 (14,6) 1599 (14,5) 2780 (26,7) 6542 (18,8) Vísað til bráða- móttöku 84 68 49 20 71 292 (á vistmann) (2) (1,1) (0,7) (0,2) (2,4) (0,8) Augnlæknar 45 41 57 30 63 236 Háls-, nef- og eyrnalæknar 19 13 12 11 14 69 Geðlæknar 7 14 8 17 19 65 Húðlæknar 7 11 19 3 24 64 Tannlæknar 3 19 7 3 0 32 Þvagfæra- skurðlæknar 5 3 6 4 8 26 Kvensjúkdóma- læknar 2 7 1 1 2 13 landsmenn hafi völ á bestu heilbrigðisþjónustu sem unnt sé að veita og að hún sé jafnframt rekin með skilvirkni (6). Rekstur hjúkrunarheimila heyrir undir heilbrigðislög og bera stjórnvöld ábyrgð á framkvæmd þeirra. A þeim árum sem rannsóknin tekur til urðu miklar breytingar á stofnanaþjónustu fyrir aldraða; Vistunarmat aldraðra var innleitt, RAI-mat sem er fjölþátta mat á umönnunarþörfum aldraðra var tekið upp og útgefnar almennar leiðbeiningar um meðferð við lífslok. I’að er því áhugavert að greina þær breytingar sem orðið hafa fyrir og eftir þann tíma. Jafnframt er áhugavert að varpa ljósi á heilsu- farsbreytur aldraðs fólks á hjúkrunarheimili. Því hefur verið haldið fram að dagálar lækna á hjúkrunarheimilum séu oft ónákvæmir á þeim atrið- um sem snúa að umönnun á hjúkrunarheimilum (7). I okkar rannsókn er skýrt frá heilsufarsatvikum heirn- Tafla VII. Skráð dánarmein í dagálum 210 vistmanna 1983-2002. Skráð dánarmein 1983-1986 1987-1990 1991-1994 1995-1998 1999-2002 Alls Tíóni % Lungnabólga 24 27 28 24 47 150 41 Heilabilun 0 1 6 2 38 47 13 Kranseeðasjúkdómar 3 7 5 4 27 46 13 Hjartabilun 5 3 4 8 24 44 12 Slag 4 2 2 4 18 30 8 Sýking (blóðeitrun) 8 3 8 2 6 27 7 Krabbamein 2 2 3 6 7 20 5 Læknablaðið 2005/91 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.