Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BARNA- OG UNGLINGAGEÐLÆKNINGAR Barna- og unglingageðlækningar á íslandi eru langt í frá að „deyja út“ Ólafur Ó. Guð- mundsson Bertrand Lauth Viðtal f Læknablaðinu í desember undir heitinu „Eru barna- og unglingageðlækningar að deyja út?“ eftir Þröst Haraldsson (1) gefur ekki rétta mynd af starfsemi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL). Þrátt fyrir að staða sérgreinarinnar barna- og unglingageðlœkninga sé óásættanleg bæði innan spítalans og læknadeildar Háskóla Islands hefur mik- ið verið að gerast í greininni hér á landi undanfarin ár. Nauðsynlegt er þegar fjallað er um starfsemi deild- ar eins og BUGL að ekki sé eingöngu staldrað við það sem betur mætti fara heldur verður jafnframt að upplýsa um þá jákvæðu þróun sem orðið hefur á starf- seminni undanfarin ár. Rétt er að staða sérgreinarinnar innan læknadeild- ar HÍ er enn ófullnægjandi því um er að ræða aðeins eina aðjúnktstöðu sem lítið vægi hefur í samanburði við aðrar sérgreinar innan deildarinnar. A móti kemur að nýjungar eins og greinafundir og vandamálamiðuð hópvinna hafa meðal annars skilað þeim árangri að ánægja læknanema með kennslu í barnageðlækning- um samkvæmt námsmati þeirra sjálfra hefur aukist til muna undanfarin ár. Einnig er rétt að of fáir læknar eru í dag í framhaldsnámi í þessari sérgrein. Vitað er um tvo í formlegu framhaldsnámi og áhugi deildar- lækna á að kynnast sérgreininni hefur aukist þannig að fullmannað hefur verið á BUGL til skamms tíma. Það er einnig rétt að ítrekað hefur verið bent á að 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Mynd 1. Fjöldi innlagna á legudeildir. Ólafur er yfirlæknir BUGL og stundakennari við lækna- deild HÍ. Bertrand er sérfræðingur á BUGL og aðjúnkt við læknadeild HÍ. stjórnskipuleg staða barna- og unglingageðlækninga, eins og ýmissa annarra sérgreina innan Landspítala, er óviðunandi. Hér er átt við að öll starfsemi BUGL, legudeildir, umfangsmikil göngudeild, margháttað samstarf við aðrar stofnanir, kennsla og rannsóknir, er stjórnskipulega jafngild einni legudeild innan full- orðinsþáttar geðsviðs. Sú uppbygging sem átt hefur sér stað á BUGL und- anfarin ár endurspeglast í komutölum í göngudeild, innlögnum á legudeildir og aukinni breidd meðferð- arúrræða. Legudeildir og göngudeildir hefur tekist að manna betur þannig að umfang starfseminnar hefur löngu sprengt af sér húsnæði deildarinnar sem byggt var í allt öðrum tilgangi á sjöunda áratug síðustu ald- ar. Á meðfylgjandi myndum má sjá þróun innlagna á legudeildum og koma í göngudeild. Fyrir tilstuðlan heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis og Landspítala eru í dag uppi áform um að bæta verulega aðstöðu og húsnæðiskost BUGL. Þá má ekki gleyma ómetanlegum stuðningi fjölda félaga, fyrirtækja og einstaklinga sem hafa lagt mikið á sig til að styðja við bakið á starfseminni: Hringskonur hafa gefið rausnarlega, Lionsklúbbar hafa staðið fyrir ýmsurn verkefnum til styrktar BUGL, Kiwanishreyf- ingin, börn og unglingar á ýmsum vettvangi og fleiri og fleiri. Þessi stuðningur hefur verið mikil hvatning fyrir starfsemi BUGL. Á sviði læknavísindanna í barna- og unglingageð- lækningum hafa orðið miklar framfarir undanfarin ár og sérgreinin tekið stakkaskiptum. 1. Tvær alþjóðlegar ráðstefnur voru skipulagðar og haldnar í barna- og unglingageðlækningum á íslandi árið 2004 og þarf vart að nefna hversu mik- ilvægur sá þáttur er fyrir sérgreinina: • Ráðstefnan „ ADHD and OCD from Childhood to Adulthood" um ofvirkni meðal barna, ung- linga og fullorðinna var haldin í sal íslenskrar erfðagreiningar 29. og 30. janúar 2004. • Norrænt rannsóknamámskeið „Implementation of evidence-based methods, in Child and Ado- lescents Psychopharmacology“ var haldið á Grand Hótel og Hótel Heklu 23.-25. september 2004. Þátttakan í þessum ráðstefnum fór fram úr vonum og þótti takast vel upp í alla staði enda tóku þar þátt fremstu sérfræðingar í heiminum í dag, hver á sínu sérsviði. 2. Virkni Barnageðlæknafélags íslands hefur ver- ið mikil og hefur félagið haldið árleg málþing á Læknadögum frá árinu 2002. Þverfagleg námskeið hafa einnig verið haldin á vegum félagsins með þátttöku erlendra fyrirlesara - árið 2001 „Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börn- um: tilkynningaskylda og meðferð" og árið 2004 „Adolescent suicide and self-harm“. 3. Einn mikilvægasti þátturinn fyrir þróun innan sér- greinarinnar er fjöldi rannsókna sem núna eru 190 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.