Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 173 Asphyxia Eftir fyrirlestur á Læknadögum 2005 setti Sveinn Kjartansson, barnalæknir, fram þá ósk að íslenska heitið fósturköfnun yrði tekið til endurskoðunar. Það er bein þýðing úr ensku, fetal asphyxia, eða latínu, asphyxia fetalis. Reyndar sækja erlendu heitin, eins og mörg önnur alþjóðleg læknisfræðiheiti, uppruna sinn bæði til latínu og grísku. Nafnorðið fetus komið úr latínu (foetus) og táknar fóstur. ófætt afkvæmi. Hjá mönnum er oftast átt við tímabilið frá níu vikna meðgöngulengd til fæðingar. Fyrir þann tíma nefnist hið verðandi afkvæmi fósturvísir (embryo). Heitið usphyxia er hins vegar komið úr grísku, samsett úr neitandi forskeytinu a- og orðhlutanum sphyx(is), sem merkir sláttur (hér: æðasláttur, púls). Upphaflega hefur asphyxia fetalis því vísað í stöðvun æða- eða hjartsláttar hjá nýfæddu barni, púlsleysi, en síðar verið tekið til notkunar um ástandið sem af slíku leiðir. Hugtakið asphyxia er nú skilgreint á örlítið mis- munandi vegu. I læknisfræðiorðabók Dorlands segir: sjúklegar breytingar sem stafa af súrefnisskorti í inn- önduðu lofti; leiðir til lækkunar súrefnis og hœkkunar koltvísýrings. I læknisfræðiorðabók Stedmans segir hins vegar: truflun eða skortur á skiptum súrefnis og koltvísýrings við loftun; samsett koltvísýringshœkkun og súrefnisskortur eða súrefnisleysi. íðorðasafn lækna gefur heitið köfnun og útskýrir þannig: súrefnisþurrð og koltvíildisfyrirsöfhun, sem leiðir til meðvitundar- leysis. Asphyxia fetalis Hugmynd Sveins snerist ekki síst um það að birt væru fleiri íslensk heiti, þannig að fósturköfnun vís- aði einungis til ástands sem fram kemur fyrir fæð- ingu, en ekki til ástands hjá nýfæddu barni. Auð- velt virðist að verða við því með því að taka mið af þeim erlendu fræðiheitum sem völ er á, að því gefnu að menn sætti sig við að íslenska heitið köfnun sé viðunandi til að tákna það ástand sem fræðiheitið usphyxiu vísar til. Prenutul usphyxia verður þá fyrir- burðarköfnun; intrupartnni asphyxiu (birth asphyx- ia) verður á sama hátt fæðingurköfnun; perinatul ushyxia verður burðarniálsköfnun og neonatal as- phyxiu verður nýburaköfnun. Til eru einnig heitin usphyxia cyanotica (blue asphyxia), sem má nefna blámaköfnun, og asphyxia pallida (white asphyxia), sem á sama hátt má nefna fölvaköfnun. Nefna má að íslensk læknisfræðiheiti Guðmundar Hannessonar frá 1954 tilgreina heitin: (púlsleysi), önd- unarleysi, köfnun, dauðadá, til útskýringar á asphyxia. Stereotaxy Þetta heiti birtist í orðabók Dorlands með skýring- unni stereotactic surgery. Orðabók Stedmans lýsir nánar: nákvœm aðferð til að eyðileggja djúplœga staði í heila, sem staðsettir eru með því að nota þrívíddar- hnit. Garðar Gíslason, læknir á heila- og taugaskurð- deild Landspítala, sendi tölvupóst og sagði að slíkar aðgerðir hefðu byrjað hér á landi vorið 2000. Við undirbúning aðgerðar er rammi festur á höfuð sjúk- lings og tölvusneiðmyndir teknar til að staðsetja líf- færishluta eða meinsemd. Síðan eru reiknaðir út stað- setningarpunktar (hnit) þess sem aðgerðin beinist að. Garðar segist hafa dottið niður á heitið hnitastunga. Það er þegar komið á flot og virðist lífvænlegt. Undirritaður tekur þessu fagnandi og leggur til að heitið hnitastunga verði notað um staðsetningar- aðferðina (G. stereotaxis. E. stereotaxy), en að við bætist aðgerð eða skurðaðgerð til að vísa ótvírætt í það sem síðan er gert. Benda má á að stundum eru tekin sýni úr meinsemdum, sem nefna má hnitastung- usýnistöku. Til greina kemur að mynda almenna heitið með stofnsamsetningu, í stað eignarfallssamsetningar, og að það verði þá hnitstunga. Æskilegt er að fækka atkvæðum í margsamsettum heitum sem mest. Það er þó ekki aðalatriði. Hér er komið fram lýsandi og vel myndað nýyrði sem á skilið fulla viðurkenningu. Systemic Hálfdán Ómar Hálfdanarson hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins bað um skoðun á orðasam- bandinu systcniie toxicity. Undirritaður svaraði með löngu tölvubréfl þar sem því var meðal annars lýst að lýsingarorðið systemic virtist „eilífðarverkefni" af því að það væri svo oft losaralega notað. íðorðasafn lækna útskýrir orðið systenúc sem: kerfistengdur. Sem varðar allan líkamann. Vísað er í samheitið systeniatic: 1. kerfisbundinn. Sem varðar tiltekið líffœrakerfi. 2. kerfistengdur; sjá systemic. í læknisfræðiritum má sjá að heitið systcmic er ýmist notað um fyrirbæri sem eru almenn eða útbreidd, andstætt við þau sem eru staðbundin, eða um fyrir- bæri sem tilheyra, tengjast eða eru bundin við tiltekin líffærakerfi. Undirritaður lagði að lokum fram tillögu að orða- bókarfærslum: systemic: 1. almennur, útbreiddur, dreifður. Sem á við um allan eða stóran Iduta líkam- ans, andstœtt við staðbundinn. 2. kerfisbundinn, kerf- islœgur, kerfistengdur. Sem á við um tiltekið vefja- eða líffœrakerfi. systemic toxicity: 1. almenn eða útbreidd eiturverkun. Getur náð til margra vefja og líffœra, andstœtt við staðbundna eiturverkun. 2. kerfisbundin, kerfistengd eða kerfislœg eiturverkun. Nœr til tiltek- inna líffœra eða kerfa. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2005/91 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.