Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / HEILSUFAR ALDRAÐRA
Tafla II. Algengustu sjúkdómsgreiningar úr heilsufarssögu viö komu. Fjöldi sjúkiinga á hverju fjögurra ára tímabili, raöaö eftir tíöni.
Sjúkdómsgreiningar 1983-1986 1987-1990 1991-1994 1995-1998 1999-2002 %
Heilabilun 42 33 38 46 61 58
Kransæðasjúkdómur 26 24 40 40 53 48
Beinbrot 21 25 23 31 30 34
Heilaáföll 18 17 20 23 26 27
Geölægð 16 19 17 16 34 27
Ellidrer 17 16 18 15 28 22
Liöagigt 17 19 9 10 24 18
Tafla III. Vistunarmat aidraöra.
Ár Fjöldi Félagslegt Líkamlegt Andlegt Færni Stig alls
1991-1994 38 24 11 10 14 61 ±21
1995-1998 93 23 10 9 16 56 ± 18
1999-2002 88 22 10 8 16 56 ± 15
Samtals 219 57 ±17
miðað við 68 vistrými heimilisins frá upphafi til árs-
ins 1996 og 66 rými eftir það. Meðaldvalartími var
reiknaður eftir dvalartíma hvers og eins. Safnað var
saman upplýsingum um dánarmein eins og þau voru
skráð í dagála.
Niðurstöður
Rannsóknin náði til 385 einstaklinga, 279 kvenna og
106 karla. Meðalaldur karla við komu var 84,0 ± 6,5,
dánaraldur 86,4 ± 7 og fyrir konur 85,2 ± 6,8 við komu
og 88,4 ± 6,8 við andlát, eins og sýnt er nánar á töflu I.
Skráður dvalarstaður fyrir komu breyttist þannig að
fyrstu fjögur árin komu 37% vistmanna að heiman,
21% frá sjúkrahúsum og 42% frá öðrum stofnunum.
Á síðustu fjórum árum voru tölurnar 17, 59 og 24%.
Með „stofnun fyrir aldraða“ var flokkað; þjónustu-
íbúð, önnur stofnun fyrir aldraða (þjónustu- eða
hjúkrunarrými), hvort sem það hafði verið varanleg
vistun eða skammtímavistun.
Afturvirkt mat á hreyfifærni sýnir breytilegar nið-
urstöður en um 66% heimilismanna reyndust alvar-
lega hreyfiskertir og röskur helmingur taldist hafa
vitræna skerðingu við komu. Mælist hvoru tveggja í
áberandi meiri mæli síðari tímabilin. Lyfjanotkun fór
vaxandi með tímanum og óx meðalfjöldi lyfja á mann
úr 4,3 í 7,1 og þar af geð- og róandi lyf úr 0,8 í 1,5 per
einstakling.
Dánartíðni fór vaxandi. Fyrstu fjögur árin var dán-
artíðnin 17% á ári og flest andlát áttu sér stað á bráða-
sjúkrahúsi. Þetta hlutfall snerist við og dánartíðnin óx
í 40% síðustu fjögur árin en þá voru aðeins 2% and-
láta utan heimilisins. Meðaldvalartími var tæp þrjú
ár yfir allt tímabilið. Hann mældist lengstur á þriðja
fjögurra ára tímabilinu, eða 3,9 ár, og styttist í 2,6 ár á
síðasta tímabilinu.
Dagálar heimilismanna voru kannaðir með tilliti
til stigunar meðferðar við lífslok. í 56% dagálanna
hafði meðferðarformið verið skráð og í 16% til við-
bótar mátti greina ákveðið meðferðarferli og um leið
hvernig stigun meðferðar hafði verið háttað. Dreifing
þessara meðferðarforma var FM 29% (óskráð), FME
21% og LM 51%. Við komu var meðferðarformið oft-
ast skráð sem FME, en þegar heilsu heimilismanns
hrakaði og sýnt var hvert stefndi var stigun meðferð-
ar breytt formlega í LM. Slík breyting var að jafnaði
gerð í samráði við aðstandendur og vísað til vilja heim-
ilismanna sjálfra þegar óskir þeirra lágu fyrir. Alls
reyndust 29% dagálanna vera með óskráða stigun
meðferðar sem skilja ber sem „fulla meðferð (FM)“.
Algengustu sjúkdómsgreiningar úr heilsufarssögu
við komu reyndust vera heilabilun (56%), kransæða-
sjúkdómur (46%), beinbrot (35%), heilaáföll (27%),
geðlægð (24%), ellidrer (23%) og liðagigt (19%), eins
og sýnt er í töflu II. Tíðni algengustu greininganna óx
með árunum.
Tafla IV. Heilsufarsáföll á dvalartíma, raöaö eftir tíóni.
Sjúkdómar 1983-1986 1987-1990 1991-1994 1995-1998 1999-2002 Alls Tíðni %
Þvagfærasýking 112 89 55 33 187 476 145
Öndunarfærasýking 19 13 12 24 74 142 37
Kviðverkir 37 16 15 13 56 137 36
Húðsýking/legusár 26 25 12 6 24 93 24
Hjartabilun 14 10 11 15 43 93 24
Heilaáfall 10 9 15 8 37 79 21
Hjartaáfall 12 10 11 5 40 78 20
Lungnateppa 2 5 8 10 25 50 13
Krabbamein 6 5 3 4 6 24 6
156 Læknablaðið 2005/91