Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ
Oðru nær!
Elínborg
Bárðardóttir
Höfundur er formaöur Félags
íslenskra heimilislækna og
meðstjórnandi í stjórn LÍ.
I pistlunum Af sjónarhóli
stjórnar birta stjórnarmenn
LI sínar eigin skoðanir
en ekki félagsins.
Hlutverk heimilislæknisins eru afar víðtæk og aðal-
viðfangsefnið eða áherslan er á einstaklinginn/sjúk-
linginn og fjölskylduna í sínu nánasta umhverfi. Dag-
legt starf heimilislæknis er í sjúklingamóttöku. við
vaktþjónustu og vitjanir, í heilsuvernd, fag- og gæða-
þróun, í vísindavinnu, fræðslu, kennslu og í margs-
konar samstarfi og teymisvinnu. Heimilislæknirinn er
fyrst og fremst fagmaður og talsmaður skjólstæðinga
sinna en hvorki málpípa stjórnvalda né útréttur arm-
ur yfirboðara sinna.
Spyrja má hvort þörf sé að breyta eða bæta heimil-
islækninn til að mæta þörfum sjúklinga og samfélags á
síbreytilegum tímum. Hröð þróun, aukin tæknivæðing
og sérhæfing sem og vaxandi kröfur auka hugsanlega
mikilvægi heimilislæknisins. Hann verði þá sá sem
hlustar helst á einstaklinginn og geymir upplýsingar
sem nauðsynlegar eru til að hafa yfirsýn og tryggja ör-
yggi og velferð sjúklinga. Spyrja má hvort ástandið í
dag tryggi sem best hag sjúklinga? Er það svo að sum-
ir sjúklingar gangi til margra sérgreinalækna og eng-
inn hafi heildarmyndina? Og hvað með upplýsinga-
flæðið, er það nægt? Eru sérgreinalæknar að sinna
þeim lögbundnu skyldum sínum að senda upplýsing-
ar um sjúklinga til heimilislækna? Samkvæmt könnun
á upplýsingaflæði milli sérfræðinga og heimilislækna,
sem gerð var í lok árs 1994 og tók til 216 sjúklinga/sér-
fræðinga samskipta, kom í ljós að af 216 samskiptum
bárust aðeins 54 læknabréf til heimilislæknis viðkom-
andi sjúklings. Aðeins í tjórðungi tilfella bárust lækna-
bréf og ég held því miður að ástandið í dag sé ekkert
skárra. Varla er þetta hugmynd okkar um góða þjón-
ustu með hagsmuni og öryggi sjúklinga að leiðarljósi?
Er ekki kominn tími til að taka höndum saman og
bæta samskipti og upplýsingaflæði og gera síðan aðra
rannsókn og fá betri útkomu? Það er gjarnan talað
afar fallega um uppbyggingu grunnheilbrigðisþjón-
ustu með heilsugæslu í brennidepli en þar er heim-
ilislæknirinn í aðalhlutverki. Ef heimilislæknirinn er
eins mikilvægur og af er látið hvernig er þá hægt að
tryggja að fólkið í landinu hafi aðgang að sínum per-
sónulega heimilislækni? Nægur fjöldi vel menntaðra
heimilislækna í starfi á heilsugæslustöð eða á heim-
ilislæknastofum hlýtur að vera ein meginforsenda
fyrir góðu aðgengi. Á Islandi hefur uppbygging heilsu-
gæslu staðið í áratugi og er enn ekki lokið. Stöður
heimilislækna á landsbyggðinni eru hugsanlega nógu
margar en vandinn er fyrst og fremst hversu illa hefur
gengið að manna stöðurnar. Uppbygging heilsugæslu
á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar gengið ótrú-
lega seint og með ólíkindum að þessi þjónusta hafi
setið á hakanum eins einföld hún er að skipulagi og
kostnaður fyrirséður. Reyndar er afar ánægjulegt að á
síðastliðnu ári opnaði ný heilsugæslustöð í Salahverfi
þar sem verið er að prófa nýtt rekstarform. Enn hef-
ur ekki verið opnuð heimilislæknastöð/heilsugæsla í
Voga- og Heimahverfi eða önnur stöð í Hafnarfirði
þó nýlega hafi verið samið um húsnæði fyrir báðar
þessar stöðvar. Með búsetuþróun undanfarinna ára
er frekari fjölgun fólks á höfuðborgarsvæðinu fyrir-
séð og þar með einnig þörf fyrir fleiri heimilislækna.
Nú þegar er skortur á heimilislæknum og heilsugæslu
í nýjum hverfum eins og til dæmis í Grafarholti. Heil-
brigðisráðherra og forstjóri heilsugæslunnar í Reykja-
vík hafa tjáð sig um þennan skort og talað um að
aðeins nokkur þúsund manns séu án heimilislæknis
á höfuðborgarsvæðinu. Ég veit ekki við hvað þeir
miða en í mínum huga er þetta nokkuð einfalt reikn-
isdæmi. Heilsugæslan í Reykjavík (HR) stýrir heilsu-
gæslunni í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi og
Mosfellsbæ. íbúar þessa svæðis eru um 150 þúsund og
stöður heimilislækna HR eru um 75 auk fimm lækna
í Salastöð. Deila má um hversu mörgum sjúklingum
hver heimilislæknir ætti að sinna en frændur okkar
Norðmenn gera ráð fyrir 1200 manns. Ef við gefum
okkur þá tölu eða hærri, það er 1500 (sem er líklega
of há), þá má gera ráð fyrir að 80 manna læknahópur
geti sinnt frá 96 þúsund til 120 þúsund manns. Heim-
ilislæknar utan heilsugæslustöðva eru tólf (og fer því
miður óðum fækkandi) og samkvæmt sömu viðmiðum
ættu þeir að sinna allt að 18 þúsund manns. í Garða-
bæ og Hafnarfirði auk Bessastaðahrepps búa um 32
þúsund manns og þar eru um 14 stöðugildi heim-
ilislækna og gætu sinnt um 17 til 21 þúsund manns.
Samkvæmt þessu gætu allt að 50 þúsund manns á
höfuðborgarsvæðinu vantað heimilislækni. En eru til
heimilislæknar til að manna nýjar stöður og stöðvar?
Eru ekki heimilislæknar bæjarins útbrunnir, þreyttir,
krónískt óánægðir, engin nýliðun og allt í tómu tjóni?
Öðru nær! Reyndar er rétt að léleg nýliðun var á sín-
um tíma áhyggjuefni og átti sér margar skýringar. Á
undanförnum árum hefur hins vegar margt breyst og
það er greinilega vaxandi áhugi hjá ungum læknum
sem kemur meðal annars fram í aukinni aðsókn í
nám í heimilislækningum. Tölurnar segja sitt. Nýút-
skrifaðir heimilislæknar komnir til starfa hér heima
eru 14 og helmingur þeirra að mestu menntaðir á
Islandi. Flestir hafa verið í svokölluðum námsstöðum
sem fylgja sérstöku kennsluskipulagi sem byggir á
186 Læknablaðið 2005/91