Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN Pelvis (mjaðmagrindin) Jón spurði læknastúdent hvaða munur væri á mjaðma- grind karla og kvenna. Ræddu þeir ýmsar víddir og hlutföll sem eru á grind kynjanna. Að lokum stóð Jón upp og náði í mjaðmabeinagrind, rétti stúdentinum og spurði: - Hvaða genitalia haldið þér að hafi hangið á þessu pelvis? Stúdentinn hélt á grindinni báðum hönd- um, velti henni lengi fyrir sér og kannaði hlutföllin. Að lokum giskaði hann á að það væri penis. Þá glotti Jón og sagði: - Haldið þér að svo hafi nú alltaf verið? Líkamshluti sem hundraðfaldast við ertingu Jón var að hlýða læknastúdínu yfir og hafði talið bor- ist vítt og breitt um mannslíkamann. Meðal annars höfðu þau talað um augun. Hann spurði stúlkuna kankvíslega hvaða líkamshluti það væri sem hundrað- faldaðist við ertingu. Stúlkunni brá nokkuð, roðnaði hún síðan og stamaði: - Penis. Þá glotti Jón út í annað og sagði: - Hm, þá verðið þér nú fyrir vonbrigðum þegar þér giftið yður. Jón Steffensen og Sigmundur Guðbjarnason, bókasafn Jóns að Aragötu 3 í bakgrunni. Myndin er tekin í maí 1990 þegar gengið varfrá formlegu afsali á húsi Jóns til Háskólabókasafns. Regio brachii og penis (upphandleggurinn og getnaðarlimurinn) Læknastúdína hafði verið í prófi hjá Jóni þar sem hún fékk tópógrafíska verkefnið regio brachii og system anatómíska verkefnið penis. Eftir yfirheyrsluna bíður hún frammi á gangi í smástund eftir einkuninni. Að lokum opnast dyrnar á kennslustofunni, Jón rekur höfuðið út í gegnum dyragættina og gefur henni ein- kunnina með eftirfarandi orðum. - Þér voruð slakar í upphandleggnum en þér vóguð yður upp á penis. Með þvagálinn í rassvasanum Læknastúdent var að segja Jóni frá ferli ureters (þvagáls) frá nýrum niður í þvagblöðru. Þegar komið var niður í grindina villtist stúdentinn nokkuð af leið og var kominn inn á foramen ischiaticum major þegar Jón sagði óþolinmóður og all önugur: - Ureter endar sem sagt í rassvasanum. Þar fór þín, Stína Jón var hófsmaður á vín en þótti bjór góður drykk- ur. Eitt sinn var hann að fara úr samkvæmi á þeim tíma sem sterkur bjór var bannvara á íslandi og var þá leystur úl með tveimur bjórflöskum. Þegar hann og Kristín kona hans stigu út úr leigubílnum heima á Aragötu vildi svo slysalega til að önnur flaskan datt í götuna og brotnaði. Kvöldið var stillt og frostið hart og brothljóðið ómaði um allt hverfið. Þegar það hljóðnaði sagði Jón: - Þar fór þín flaska, Stína. Var síðan ekki rætt meira um þann skaða. Eigi má skápum renna Prófum í líffærafræði hjá Jóni lauk með því að stúdent skoðaði vefjasýni í smásjá og átti að gera grein fyrir vefjagerð og úr hvaða líffæri það væri. Þegar stúd- ent hafði skoðað sýnið alllengi spyr Jón að lokum: - Hvaða vefur er nú þetta? Stúdent svarar: - Slímhúð. - Hvaðan er þessi slímhúð? spyr Jón þá. - Úr vagina, svarar stúdent. - Nei, þetta er úr rectum, svarar þá Jón og bætir við: - Þér skuluð nú ekki ruglast á þessu þegar þér komið heim til yðar. Áður en næsti dettur Gísli Sigurbjörnsson forstjóri elliheimilisins Grundar hafði þann sið að bjóða árlega 50 ára stúdentum og eldri til fagnaðar á elliheimilinu. Var þá venja að taka ljósmynd af hópnum. Nú vildi svo sorglega til þegar verið var að raða hópnum upp við vegg fyrir framan Ijósmyndara að einn öldungurinn hneig niður og var örendur. Varð uppi fótur og fit, læknir og sjúkrabíll komu á vettvang og þegar búið var að flytja líkið á brott stóð hópurinn þarna alllengi í hálfgerðri upp- lausn. Hafði hver lítið að segja öðrum. Ljósmyndar- inn hímdi í vandræðum sínum úti í horni með mynda- vélina framan á maganum. Þá var sagt stundarhátt yfir hópinn: - Hm, eigum við nú ekki að láta taka myndina áður en næsti dettur? Læknablaðið 2005/91 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.