Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2005, Page 25

Læknablaðið - 15.06.2005, Page 25
FRÆÐIGREINAR / SÉRFRÆÐINÁM HÉRLENDIS deildar. Spurningalistar voru nafnlausir og tölvu- póstur var sendur tvisvar til ítrekunar á þátttöku. Niðurstöður Þátttaka Alls svöruðu 100 af þeim 230 sem fengu spurn- ingalista, 61 unglæknir (34 karlar og 24 konur, 3 tilgreindu ekki kyn) og 39 læknanemar (23 karlar og 16 konur). Heildarsvarhlutfall var 45%, 42% unglækna og 46% læknanema svöruðu og var þátt- taka svipuð meðal kynja. Afstaða til sérfræðináms á íslandi Alls voru 59 unglæknar (97% af innsendum svörum unglækna; 40% af heildarfjölda unglækna í úrtaki) og 34 læknanemar (87% af innsendum svörum læknanema; 40% af heildarfjölda læknanema í úr- taki) mjög hlynntir eða frekar hlynntir sérfræðinámi á íslandi (mynd 1). Meirihluti þátttakenda sagðist kjósa sérfræðinám hérlendis, stæði það til boða (mynd 2) en flestir (72% þátttakenda; 31% af heild) kjósa að taka slíkt nám aðeins að hluta til á íslandi. Sérgreinaval og starfsferill Mynd 3 sýnir að flestir þátttakendur hafa mótaða skoðun á sérgreinavali, og stefna flestir í skurð- lækningar, lyflækningar, heimilislækningar eða barnalækningar. Hvaða þœttir ráða vali á sérfrœðinámi? Tafla I sýnir hvernig mismunandi faglegir og fé- lagslegir þættir hafa áhrif á ákvörðun unglækna og læknanema um sérfræðinám. Þeir sem völdu sérfræðinám á íslandi töldu verklega þjálfun, fjöl- skyldu, aðgengi að sérfræðingum og skipulega fræðsludagskrá vega þyngst. Þeir sem kusu sér- fræðinám alfarið erlendis töldu hins vegar sjúk- lingaúrval, verklega þjálfun, rannsóknatækifæri og skipulega fræðsludagskrá ráða mestu um val sitt. Hóparnir voru sammála um mikilvægi verk- legrar þjálfunar og skipulegrar fræðslu. Hins vegar gætti misræmis hvað varðar aðra þætti, þar sem þátttakendur er kusu sérfræðinám á íslandi röðuðu fjölskylduaðstæðum og aðgengi að sér- fræðingum ofar, en hins vegar mátu þátttakendur sem alfarið vildu læra erlendis, rannsóknatækifæri og sjúklingaúrval meir. Umræða Þátttaka Þar sem heildarsvarhlutfall var aðeins 45% ber að túlka niðurstöður varlega. Búast má við að þátttaka áhugasamra um sérfræðinám á íslandi sé hlutfallslega meiri. Ef til vill má því líta á heild- arsvarhlutfall af útsendum spurningarlistum sem Barna- Geö- Heimil- Kven- Lyf- Skurð- Rann- Svæf- Annaö Autt lækn- lækn- islækn- lækn- lækn- lækn- sóknir ing/ ingar ingar ingar ingar ingar ingar gjör- gæsla Barna- Geö- Heimil- Kven- Lyf- Skurö- Rann- Svæf- Annað Autt lækn- lækn- islækn- lækn- lækn- lækn- sóknir ing/ ingar ingar ingar ingar ingar ingar gjör- gæsla mælikvarða á áhuga unglækna og læknanema til iWynd 3. Sérgreinaval sérfræðináms á Islandi. þátttakenda. Tölurofan Afstaða til sérfrœðináms á íslandi Niðurstöðurnar benda til þess að afstaða unglækna og læknanema til sérfræðináms á íslandi sé jákvæð og að þeir séu hlynntir því að taka hluta sérfræði- náms hér. Einungis unglæknum á Islandi var send- ur spurningalistinn en í svörum þeirra kann að felast skekkja þar sem hluti þeirra tekur nú þegar þátt í skipulögðu sérfræðinámi hér. Hins vegar var afstaða læknanema mjög lík afstöðu unglækna. Ekki var spurt hvort viðkomandi væri í skipulögðu sérfræðinámi hérlendis eða um ánægju með slíkt nám en áhugavert væri að kanna það síðar. súlna sýna fjölda. Lóðrétti ás sýnir hlutfall svarenda í hverjum hópi. A. Skipting þeirra sem höfðu ákveðið eina sér- grein (n=74). B. Skipting þeirra sem nefndu eina eða fleiri sér- greinar, alls 144 svör. Sérgreinaval og starfsferill Mögulegt er að unglæknar og læknanemar sem hyggjast læra almennari sérgreinar séu jákvæðari gagnvart sérfræðinámi á íslandi en þeir sem ætla í sérhæfðari greinar. Sérfræðingar eru margir í al- mennu greinunum og þær vel kynntar fyrir ungum læknum í námi sem og á kandídatsári. Sú spurning vaknar hvort of lítið val sé í námi læknadeildar og tækifæri lítil til þess að kynnast ýmsum jaðargrein- um og óhefðbundnum starfsframa. Þó ber að hafa í huga að svörun í könnuninni var aðeins 45% og Læknablaðið 2005/91 513

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.