Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2005, Page 40

Læknablaðið - 15.06.2005, Page 40
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF ALDRAÐRA TIL DAUÐANS Tafla III. Ásar sem ákvarðanir um meðferð við lífslok snúast um. Hver þáttur sem hefur áhrif á ákvarðanir um meðferð við lífslok getur haft áhrif í báðar áttir, þannig að einstak- iingur hafnar meðferð eða þiggur hana. Hafnar meðferö Þiggur meðferð Læknisfræðilegir þættir Slæmar horfur Góðar horfur Erfiö meöferð Létt meöferð Mat á eigin lífi Elli, heilsuleysi Hreysti Sátt við dauðann Ótti við dauðann Lífið komið að lokum Vill lifa lengur Afstaða til ástvina Ótti við að verða byrði Lifa vegna annarra Reynsla Erfið Hagsteeð Siðferðileg álitamál Réttur til að deyja Réttur til að lifa ákvarðanir um meðferð við lífslok. Hvar sá punkt- ur er sem ákvarðar hvort meðferð við lífslok sé álitleg eða ekki fer eftir aðstæðum og persónu hvers og eins byggt á þeim þáttum sem kynntir eru í þessari rannsókn. Tafla III sýnir hvernig ásarnir gætu litið út. Líklegt er að hver þáttur vegi misþungt hjá ólíkum einstaklingum. Líklegt er að læknisfræðilegar upplýsingar vegi þyngst, en það getur verið breytilegt eftir því við hverja er rætt. Heilsuleysi getur til dæmis búið mann undir frekara heilsuleysi og stuðlað að bjartari sýn á lífið með veikindum, þrátt fyrir að meginreglan sé sú að heilsuleysi og hár aldur stuðli frekar að menn vilji síður meðferð. Otli við dauðann og lífsgleði stuðlar að því að menn vilja lifa sem lengst en sátt við lífið og tilveruna hjálpar mönnum að horfast í augu við dauðann og að hafna meðferð við lífs- lok. Nærvera ástvina getur á sama hátt haft áhrif í báðar áttir eins og að ofan er getið. Reynsla getur verið hagstæð eða óhagstæð á sama hátt. Frekari rannsóknir eru æskilegar til að stað- festa hvort þetta líkan standist. Orð viðmælenda rannsóknarinnar eru í góðu samræmi við aðrar rannsóknir þótt ekki sé um tæmandi möguleika á viðhorfum að ræða. Mikilvægt er fyrir lækna og aðra sem ræða um meðferð við lífslok að hafa einhverja hugmynd um hvernig aldraðir hugsa um dauðann. Það getur hjálpað þeim að opna umræðu og vera viðbúnir þeim svörum sem geta komið fram í slíku viðtali. Slíkt getur stuðlað að samvinnu í ákvarðanatöku þannig að bestu læknisfræðilegu upplýsingar verði nýttar en í samræmi við óskir sjúklings. Ályktun Siðferðileg álitamál móta umræður læknis og sjúklings um meðferð við lífslok. Læknir veitir upplýsingar um sjúkdóm, horfur og meðferðar- kosti. Sjúklingur metur þær upplýsingar í ljósi heilsu sinnar og aldurs og viðhorfa til lífs og dauða, afstöðu gagnvart ástvinum og reynslu sinnar af dauða, sorg og missi. Hver þáttur hefur bæði jákvæða og neikvæða hlið gagnvart meðferð. Ákvörðun um hvaða meðferð verður beitt er síðan tekin sameiginlega. Heimildir 1. Greinargerð Landlæknisembættisins og Landspítala Háskóla- sjúkrahúss. Landlæknisembættið, siðaráð 2004. 2. Lo B. Ethical principles in clinical medicine. Harrison's prin- ciples of internal medicine 2001. 3. Halldórsdóttir S. The Vancouver School of Doing Pheno- menology. í B. Fridlund og C. Hildingh (ritstj.). Qualitative Methods in the Service of Health. Lund: Studentlitteratur, 2000; 47-81. 4. Halldórsdóttir S. Vancouver skólinn í fyrirbærafræði. í Hand- bók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum. Ritstjórar Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson. Akureyri: Háskólinn á Akureyri, 2003; 249-65. 5. Hansdóttir H, Gruman C, Curry L, Judge JO. Preferences for CPR among the elderly: The influence of values and attitudes. Connecticut Medicine 2000; 64: 625-9. 6. Fried TR, Bradley EH, Towle VR. Allore H. Understanding the treatment preferences of seriously ill patients. N Engl J Med 2002; 346:1061-6. 7. Murphy LD, Burrows D, Santilli S, Kemp AW, Tenner S, Kreling B. et al. The influence of probability of survival on patient preferences regarding cardiopulmonary resuscitation. NEJM 1994; 330: 545-9. 8. Coppola KM, Bookwala J, Ditto PH, Danks JH, Smucker WD. Elderly patients preferences for lif-sustaining treatments: The role of impairment, prognosis and pain. Death Studies 1999; 23: 617-34. 9. Malloy TR, Wigton RS, Meeske J, Tape TG. The influence of treatment description on advance medical directive decision. JAGS 1992; 40:1255-60. 10. Rosenfeld KE, Wenger NS, Kagawa-Singer M. End-of-life decision making: A qualitative study of elderly individuals. J Gen Intern Med 2000; 15: 620-5. 11. Kohn M, Menon G. Life prolongation: Views of elderly outpa- tients and health care professionals. J Am Geriatr Soc 1988; 36: 840-4. 12. Leictentritt RD, Rettig KD. Meanings and attitudes toward end-of-Iife preferences in Israel. Death Studies 1999; 23: 323-58. 13. Pearlmann RA, Cain KC, Patrick DL, Appelbaum-Maizel M, Starks HE, Jecker NS, et al. Insights pertaining to patients’ assessments of states worse than death. J Clin Ethics 1993; 4: 33-41. 14. Epstein RM, Alper BS, Quill TE. Communicating evidence for participatory decisison making. JAMA 2004; 291: 2359-66. 15. Tsevat J, Dawson NV, Wu AW, Lynn J, Soukup JR, Cook EF, et al, for the HELP Investigators. Health values of hospitalized patients 80 years and older. JAMA 1998; 279: 371-5. 16. Nease RF, Kneeland T, O’Connor GT, Sumner W, Lumpkins C, Shaw L, et al, for the ischemic heart disease patient out- comes research team. Variation in patient utilites for outcomes of the management of chronic stable angina. Implications for clin.ical practice guidelines. JAMA 1995; 273:1185-90. 17. Steinhauser KE, Clipp EC, McNeilly M, Christakis NA, Mclntyre LM, Tulsky JA. In search of a good death: Obser- vations of patients, families and providers. Ann Intern Med 2000; 132: 825-32. 18. Singer PA, Martin DK, Kelner M. Quality end-of-life care: Patients’ perspectives. JAMA 1999; 281:163-8. 19. Erickson EH. Growth and crises of the healthy personality (2. kafli). Identity and the life cycles. WW Norton and Company. 20. Young AJ, Ofori-Boateng T, Rodriguez KL, Plowman JL. Meaning and agency in discussing end-of-life care: A study of elderly veterans'values and interpretations. Qual Health Res 2003; 13:1039-62. 21. Carmel S. The will to live: Gender differences among elderly persons. Soc Sci Med 2001; 52: 949-58. 528 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.