Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Síða 42

Læknablaðið - 15.06.2005, Síða 42
FRÆÐIGREINAR / VIÐTÖL UM DAUÐANN Hugmyndin um að tengja saman listir og vísindi spratt upp úr vangaveltum um sannleikann, hvað listir og vísindi eigi sameiginlegt og hvað er ólíkt með þeim. Ég er læknir, menntuð á hefðbundin hátt í læknavísindum en gift listamanni og hef þaðan fengið innsýn í heim lista og kynnst Magnúsi. Það vakti athygli mína í námi í Bandaríkjunum að öldrunarfræði sem er fræðigrein nátengd öldrunar- lækningum er þverfagleg. Á vísindaþingum í öldr- unarfræði eru vandamál eins og langlífi skoðuð frá sjónarhóli lífvísinda, félagsfræði og heimspeki svo dæmi sé tekið. Þess konar þverfagleg nálgun var ný í mínum huga og ákaflega áhugaverð. Mér datt í hug, af hverju ekki listrænt sjónarmið líka? Listir eru ekki fræðigrein í sjálfu sér og því kann- ski ekki skrítið að listrænt sjónarmið sé ekki setl fram á fræðiþingum. Hver er munurinn á listrænni nálgun viðfangsefnis annars vegar og vísindalegri eða fræðilegri hins vegar? Hin vísindalega aðferð leitast við að finna hlutlægan sannleika eða upp- lýsingar og er mælanleg og skilgreinanleg. Listir hins vegar veita manni innsýn í huglægan heim sem er skynjaður fremur en hugsaður, háður viðtakandanum sjálfum, hugsunum hans, tilfinn- ingurn, reynslu og skoðunum. I mínum huga er gildi listaverks að miklu leyti fólgið í sannleiksgildi þess, huglægum, skynjuðum sannleik fremur en hugsuðum en sannleik engu að síður. Listaverk gæti sagt mér ýmislegt en ekki öðrum þrátt fyrir að líklegt sé að með tímanum verði einhvers konar almenn niðurstaða um hvað er goll og hvað ekki. Ég velti fyrir mér hvort maður gæti séð ,sannleika‘ á fyllri og dýpri hátt ef maður skoðaði viðfangs- efni frá sjónarmiðum bæði lista og vísinda. Eins og Gunnar Árnason segir (1) þá leggur listræn sköpun engann dóm á vísindalegar kenningar og vísindi eru ekki mælikvarði á listræna sköpun. Er því hægt að stilla þessu tvennu saman á þennan hátt, spyr Gunnar. Sérhver grein hefur sínar myndir og að- ferðir sem eru óskyldar hinum og hver hefur sitt gildi. Vísindamaður getur hins vegar notað ímynd- unaraflið á flókin og erfið vandamál. Sennilega er kjarni málsins þarna. Ef hægt væri að nýta listræna innsýn tel ég að það sé á frumstigum vísindalegrar skoðunar á viðfangsefninu. Vísindaleg aðferð gerir ráð fyrir að kenning sé sett fram og prófuð og því skýrari og einfaldari sem spurningin er því betra. Því nákvæmari og sértækari sem mælitækin eru því betra. Á frumstigum vangaveltna um viðfangsefni má reikna með að spurningin sé ekki mótuð, vanda- mál ekki skilgreind og því þarf að byrja á að móta spurninguna í ljósi fyrri þekkingar. Á því stigi má auðveldlega ímynda sér hvernig listir gætu opnað hugann og örvað hugarflugið. Á seinni stigum er hins vegar erfitt að sjá gagn í slíkum upplifunum en alltaf geta þær þó verið til ánægju. Ég tel að ef vísindamaður stendur frammi fyrir vandamáli sem er illa skilgreint og er að hefja grunnvinnu við að kanna það, geti listræn sýn verið einhvers konar „mind opener". Gunnar spyr einnig hvort ég hafi von um að sjá alhliða sýn byggða bæði á vísindum og listum en við gætum varla gert okkur vonir um slíkt. Ég verð reyndar að viðurkenna að slík sýn var í huga mér þegar ég setti þetta fram. Stephen Jay Gould skrifaði um vísindi og trú en í mínum huga eiga trú og listir margt sameiginlegt, að vera eitthvað sem á sér stað innra með manninum og að vera huglæg í eðli sínu (2). Hann talar um hina mismunandi heima vísinda og trúar sem hafa sín sérstöku gildi og aðferðir og dugar ekki að meta annað frá sjónarmiði hins. Þetta sjónarmið virðist rétt, og mér sýnist Gunnar vera á svipaðri skoðun, en jafnframt á vissan hátt ófullnægjandi. Sýna þessi ólíku gildi og aðferðir raunverulegan mun eða eru þau afleiðingar af því hvernig við hugsurn um og skynjum þessi viðfangsefni? Er skynjun og upp- lifun (heimur trúar og lista) og hugsun (heimur fræða og vísinda) aðskildir heimar eða er eitthvað sameiginlegt þar annað en að vera taugaboð í heila okkar? Manni virðist alltaf vera viss gjá þarna á milli en við sem einstaklingar erum alllaf að hugsa og skynja á sama tíma þannig að veruleikinn hlýtur að vera háður báðum þáttum. Mig langar því að setja fram kenningu um að ekki sé um algerlega tvo aðskilda heima sé að ræða, og gera tilraunir eins og sannur vísindamaður og sjá hvað ég finn. 530 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.