Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 51

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STJÓRNUNARVANDI LANDSPÍTALA læknaráðs að það telji að um sé að ræða samskipta- vanda stjórnenda LSH og læknaráðs LSH" sem ráðherra hvetur aðila máls til að setja niður hið fyrsta. Þessi túlkun er læknuni sjúkrahússins ekki alls- endis að skapi. Þeir telja að um sé að ræða meiri ágreining en svo að hægt sé að afgreiða hann sem samskiptavanda. Benda þeir á að læknar hafi á fimmta ár beðið eftir því að ná tali af stjórnendum spítalans til að ræða um skipulagsmálin en ekki fengið áheyrn. Bréfum hafi varla verið svarað, til- lögur læknaráðs hundsaðar og málefnalegum álits- gerðum lögfræðinga jafnvel stungið undir stól. Sviðstjórar í brennidepli Þetta er saga málsins í stórum dráttum en spurn- ingunni um kjarnann hefur enn ekki verið svarað. I bréfi sem Friðbjörn Sigurðsson formaður lækna- ráðs sendi Jóhannesi M. Gunnarssyni settum forstjóra 22. apríl síðastliðinn er ágreiningurinn reifaður og tillögur ráðsins til lausnar útskýrðar ítarlega. Þar segir formaðurinn að meginágrein- ingsefnið „virðist felast í því að hve miklu leyti fagleg sjónarmið eigi að ráða við stjórnun sjúkra- hússins". Staða sviðstjóranna hefur verið í brennidepli og í henni kristallast ágreiningurinn. Astæðan er sú að yfirlæknar eru ráðnir samkvæmt lögum og hafa skýrt afmarkað hlutverk sem faglegir stjórnendur. Verksvið sviðstjóra eins og það hefur verið skil- greint af framkvæmdastjórn og forstjóra skarast hins vegar að nokkru leyti við hlutverk yfirlækna. Yfirlæknar þurfa að bera ýmsar ákvarðanir undir sviðstjóra sem í mörgum tilvikum hafa endanlegt ákvörðunarvald um hluti sem áður voru á valdi yfirlækna. Yfirlæknar efast lika um lagalega stöðu svið- stjóra. Að þeirra dómi eru sviðstjórar undanþegnir venjulegu ráðningarferli þar sem stöður eru aug- lýstar og umsækjendur þurfa að fara í hæfnismat. Hafa þeir fengið lögfræðiálit sem styður þetta sjónarmið. Framkvæmdastjórnin kannaðist lengi vel ekki við að hafa séð þetta álit sem þeim var þó afhent á formlegum fundi. Yfirlæknarnir sneru sér þá til ráðherra sem svaraði því til að hann hefði staðfest skipulag spítalans og þar með væri staða sviðstjóra lögleg. kjarni starfseminnar. Þar af leiðandi sé eðlilegast að gera sérgreinarnar að grunneiningum í rekstri spítalans. Lögin geri enda ráð fyrir þeirri skipan. Þörfin fyrir ýmiss konar stoðþjónustu, þar með talin stjórnun og fjárhagsumsýsla, sé leidd af lækn- ingaþættinum og ef stjórnendur sjúkrahússins vilji lála starfsemina blómstra verði þeir að taka miklu meira tillit til sérgreinanna. Þeir telja að núverandi skipan spítalans ein- kennist af alltof mikilli miðstýringu. Efst tróni forstjórinn sem hafi raðað í kringum sig handvöldu fólki sem myndi skjaldborg um hann og einangri hann þar með frá daglegri starfsemi spítalans. Veik staða sviðstjóra geri þá óeðlilega handgengna for- stjóranum og því þurfi fagleg sjónarmið lækna að víkja fyrir rekstrarlegum sjónarmiðum stjórnenda- lagsins. Þeir sem þannig tala hafna því þó alls ekki að nauðsynlegt sé að hafa sviðstjóra. Á mörgum svið- um sé nauðsynlegt að hafa samráð um sameiginleg verkefni sem ná til margra sérgreina. Sú hugmynd virðist hins vegar hafa töluvert fylgi meðal lækna að sviðstjórar skuli vera faglegir leiðtogar sem vald- ir eru úr hópi yfirlækna og gegni stöðunni tíma- bundið, til dæmis eitt ár í senn. Með því móti haldi þeir faglegu sjálfstæði sínu, auk þess sem árekstrar við yfirlækna ættu þá að minnka. Eiríksstaðir eru aðsetur stjómar Landspítala. Er rót stjórnunarvandans þar að leita eða úti á deildum sjúkrahússins? Snúum þessu á hvolf! Eflaust er nokkur munur á afstöðu lækna við spít- alann til stjórnskipulagsins en þeir eru til sem vilja einfaldlega taka skipuritið og snúa því á hvolf. Þeir segja að fólk komi á spítalann til að leita sér lækn- inga í víðum skilningi og þess vegna séu lækningar Fagmennska og rekstur Það sem gerir þennan ágreining harðari og erfiðari úrlausnar en vera þyrfti er sú staðreynd að gela heilbrigðiskerfisins er orðin miklu meiri en stjórn- völd eru reiðubúin að greiða fyrir. Afleiðingin er aukin krafa um niðurskurð, forgangsröðun, sparn- að og aðhald í rekstri. Útgjöld spítalans ráðast fyrst Læknablaðið 2005/91 539

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.