Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 55

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 55
UMRÆÐA & FRETTIR / HEILSUVERND BARNA sjúkdóma sem kallar á ný vinnubrögð í heilsuvernd barna (7). Nú er í boði sérstök móttaka á MHB fyrir börn innflytjenda, í kjölfar skimunar á göng- udeild smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins. Auk þessa er þörf á viðeigandi fræðsluefni á er- lendum tungumálum. Starfsfólk hefur tekið slíkt efni saman og sent út á heilsugæslustöðvarnar, auk þess að hafa forgöngu um að það sé þýtt og að- gengilegt á netinu. MHB er einnig í samstarfi við aðra aðila sem koma að þjónustu við þennan hóp landsmanna, til dæmis Alþjóðahúsið í Reykjavík, Reykjavfkurteymi um málefni erlendra ríkisborg- ara og Fjölmenningarsetrið á Vestfjörðum. Svið þroska- og hegðunar Þroska- og hegðunarsvið MHB er að grunni til byggt á starfi greiningarteymis. Tilvist þess og árangur í starfi er ein birtingarmynd mikilvægis þverfaglegrar og miðlægrar þjónustu í heilsuvernd barna. Þroska- og hegðunarsvið MHB - Helstu markmið • Aðgengileg og skilvirk frumgreining þroska- frávika. • Stuðla að þverfaglegri ung- og smábarnavernd fyrir fyrirbura svo þeir nái sem mestum líkam- legum, andlegum og félagslegum þroska, óháð búsetu. • Auka vellíðan og lífsgæði fjölskyldna með ætt- leidd börn. Greining og ráðgjöf Allt vinnuferli heilsuverndar barna felur í sér skimun á frávikum, þar með talið á vexti og þroska. Með tilkomu greiningarteymis MHB árið 1998 býðst foreldrum skipulegt ferli innan heilsugæslunnar fyrir frekari greiningu þegar grun- ur vaknar um þroskafrávik hjá börnum þeirra. Vinnur þverfaglegt teymi starfsmanna á grunni til- vísana frá heilsugæslulæknum og fleiri fagaðilum, mest á þjónustusvæði Heilsugæslunnar en einnig nágrannabyggðum og einstaka frá landsbyggðinni. Teymið hefur gott og náið samband við aðila í umhverfi barnsins, til dæmis leikskóla og félags- þjónustuna auk þeirra sem koma að frekari grein- ingu á vanda barnsins, svo sem Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Starfsfólk teymisins hefur einnig ferðast út á land þegar slík teymi hafa verið í þróun í héraði. Fyrirburar Á íslandi fæðast árlega um 30-40 fyrirburar með fæðingarþyngd minni en 1500 g, af þeim um það bil 10-15 með fæðingarþyngd minni en 1000 g. Má segja að um sé að ræða nýjan hóp barna sem nýtur þjónustu heilsuverndar barna, sérstaklega minnstu fyrirburarnir, þar sem flestir þeirra létust fljótlega eftir fæðingu fyrir um tveimur áratugum síðan. Rannsóknir hér á landi (8) og erlendis (9) sýna að þessi börn eiga við margvíslegan vanda að stríða, sérstaklega hvað varðar þroska og gætir þess langt fram á skólaaldur. Brýnt er að efla þjónustu heilsugæslunnar við þessi börn og foreldra þeirra og er undirbúningur hafinn að miðlægri þjónustu á MHB. Ættleidd börn Um árabil hefur fjöldi erlendra ættleiddra barna komið hingað til lands. Þau hafa mörg átt æsku sem getur valdið vanda síðar á lífsleiðinni á sviði þroska og hegðunar (10). Vinna er hafin að því að skoða kosti þess að bjóða ættleiddum börnum og foreldrum þeirra sérstaka jijónustu á MHB með skipulegum skoðunum og þroskamati. Geðheilbrigðisþjónusta I nýútkominni skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn (11) var lagt til að MHB tæki í auknum mæli að sér þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Með sérstökum stuðningi ráðuneytis heilbrigðismála er til umræðu að auka geðheil- brigðisþjónustu MHB, til dæmis við börn sem eru í skoðun í greiningarteyminu en einnig að bjóða þjónustu fyrir börn með hegðunarvanda við upp- haf grunnskólans. Rannsóknir Starfsfólk MHB hefur tekið þátt í margs konar rannsóknum á sviði heilsuverndar barna. Löng hefð er fyrir samstarfi um rannsóknir á bóluefnum, til dæmis gegn pneumókokkum (12) og áhrifum MMR á þarmaslímhúð (13). Rannsóknum á fræðslu (5,14,15) og þjónustu heilsuverndar barna (2,16-18) hefur verið sinnt í vaxandi mæli og lækna- nemar hafa unnið nokkur verkefni í samvinnu við starfsfólk (19-22). MHB var um tíma gestastofnun mannfræðilegrar rannsóknar um litla fyrirbura með fæðingarþyngd minni en 1000 g (23, 24). í samvinnu við umboðsmann barna gaf stofnunin út bók um heimilisofbeldi gegn börnum á Islandi til að efla fyrsta stigs forvarnir í málaflokknum (25). Starfsfólk tekur einnig þátt í rannsóknum sem bíða birtingar eða frekari úrvinnslu gagna, til dæmis könnun á landsvísu á viðhorfi foreldra til þjónustu ung- og smábarnaverndar, könnun á fræðslu um vímuefni, bólgusvörun ungbarna við RSV-sýkingu og rannsókn á algengi eksems hjá ungbörnum og meðferð við því. Skráning upplýsinga í heilsuvernd barna er nú í Læknablaðið 2005/91 543

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.