Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KVIÐVERKJAMÓTTAKA Bráðamóttaka Landspítala Hringbraut Fyrir tveimur árum eða svo greindum við frá því hér á síðum Læknablaðsins að búið væri að koma á formlegri móttöku fyrir sjúklinga með brjóstverki á bráðamóttöku Landspítala Hringbraut. Nú er komin nokkur reynsla á það fyrirkomulag og hún er það jákvæð að verið er að þróa samsvarandi móttöku fyrir sjúklinga með kviðverki. Að sögn Davíðs O. Arnar yfirlæknis fólst breyt- ingin á brjóstverkjamóttökunni aðallega í því að settir voru upp ákveðnir verkferlar sem mæla fyrir um viðbrögð við tilteknum einkennum. „Þetta hefur gert alla vinnu við móttöku og rannsóknir á sjúklingum með brjóstverki markvissari en áður. Brjóstverkir eru vandamál sem að mörgu leyti laga sig vel að svona vinnuferlum en okkur langaði að reyna samsvarandi kerfi fyrir kviðverki. Eftir sam- einingu sjúkrahúsanna hefur megnið af sjúklingum með kviðverki komið hingað en nú langar okkur að gera þetta formlegra og stuðla enn frekar að því að allir sjúklingar eldri en 18 ára sem eru með kviðverki komi hingað. Við erum að prufukeyra vinnuferla sem við höfum þróað en þeir eru fyrsta skrefið í átt að formlegri kviðverkjamóttöku,“ segir Davíð. Sigurður Blöndal skurðlæknir segir að hingað til hafi um 80 af hundraði sjúklinga með kvið- verki komið á Hringbrautina. „Við erum vel sett hvað varðar alla stoðþjónustu því hér eru flestar deildir sem við þurfum að eiga samskipti við. Eini alvarlegi hængurinn á þessu fyrirkomulagi er að æðaskurðlækningarnar eru í Fossvogi. Þess vegna þurfum við að flytja þangað sjúklinga sem þurfa á slíkum aðgerðum að halda, til dæmis þeir sem koma með sprunginn æðagúl í kviði. Auðvitað væri æskilegast að við værum í einu húsi en um það þýðir ekki að tala fyrr en búið er að byggja nýjan spítala," segir Sigurður og hugsar gott til þess að samkvæmt áætlunum um byggingu nýs sjúkrahús verður fyrst ráðist í að byggja bráðamóttöku. „Við reynum að staðla meðferð sjúklinga, hvaða blóð- og myndgreiningarrannsóknir eru gerðar og þess háttar. Markmið númer eitt er að geta veitl sneggri og markvissari þjónustu og númer tvö er að draga úr óþarfa rannsóknum sem eru ekki endi- lega í þágu sjúklingsins en auka álagið á hann og kosta peninga," bætir Davíð við. Davíð O. Arnar yfirlœknir og Sigurður Blöndal skurðlœknir á bráðadeild Landspítala Hringbraut. Greiningunni flýtt og tíminn nýttur betur Brjóstverkir eru tiltölulega afmarkaðir við tvö líf- færi, hjarta og lungu, en það hlýtur að koma margt fleira til greina þegar kviðverkir eiga í hlut. „Já, það er ekki jafnauðvelt að ná utan um þá. Þeir geta stafað frá meltingarvegi, þvagvegum og nýrum, stoðkerfi og æðakerfi. Það er því erfiðara að gera viðbrögð við kviðverkjum straumlínulög- Þröstur uð. En með því að koma á skipulögðum viðbrögð- Haraldsson Læknablaðið 2005/91 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.