Læknablaðið - 15.06.2005, Page 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KVIÐVERKJAMÓTTAKA / HJARTAVERND
um getum við reynt að koma í veg fyrir að verið sé
að senda fólk í rannsóknir sem það á kannski lítið
erindi í,“ segir Sigurður.
Davíð segir að sjúklingar muni ekki finna mik-
inn mun að öðru leyti en því að nýja fyrirkomu-
lagið eigi að geta gert starfsfólki kleift að finna
ástæður verkjanna fyrr og koma sjúklingum í við-
eigandi meðferð.
„Sjúklingar hitta fyrst fyrir hjúkrunarfræðing
sem hefur við hlið sér prentuð fyrirmæli um það
hvaða rannsóknir eigi að gera strax í upphafi. Það
þarl' því ekki að bíða eftir lækni. Sé sjúklingur með
óstöðug lífsmörk er ætlast til þess að kallað sé taf-
arlaust í lækni. Aðalatriðið er að geta svarað þeirri
spurningu fljótt og vel hvaða sjúklingar þurfa að
fara í skurðaðgerð," segir Sigurður.
Hann nefnir sem dæmi um rannsóknir sem geta
verið ónauðsynlegar að í Bandaríkjunum sé mjög
algengt að allir sjúklingar sem koma á bráðadeildir
með verk hægra megin í kvið séu settir í tölvusneið-
myndatöku. Petta er gert vegna þess að ein algeng-
asta ástæðan fyrir málsókn á hendur bandarískum
læknum er að þeim hafi yfirsést að greina botn-
langabólgu. „Tölvusneiðmyndatöku fylgir mikil
geislun, allt að 400-föld miðað við venjulega rönt-
genmynd af lungum. Hún getur átt rétt á sér en alls
ekki í öllum tilvikum. Við höfum náð mjög góðum
árangri í að greina botnlangabólgu án þess að nota
tölvusneiðmyndir," segir Sigurður.
10 komur á dag vegna kviðverkja
Algengi kviðverkja er töluvert sem sjá má af því
að af tæplega 11.000 komum á bráðadeildina við
Hringbraut í fyrra voru á milli 3500 og 4000 með
kviðverki. Pað samsvarar því að um 10 manns leiti
til deildarinnar á degi hverjum vegna kviðverkja.
„Við viljum koma þeim skilaboðum til lækna að
þeir sendi sjúklinga með kviðverki hingað,“ segja
þeir Sigurður og Davíð.
Byrjað var að prófa nýju verkferlana um síðustu
áramót og síðan hefur verið safnað athugasemdum
um þá. Sumarið verður notað til að fara yfir þær og
sníða vankanta af kerfinu sem raunar á að verða í
sífelldri endurskoðun.
Hjartavernd
Ahættumat hjarta- og æðasjúkdóma gert
markvissara
Þröstur
Haraldsson
Eins og fram kemur í ritstjórnargrein Karls
Andersen hér í blaðinu var ákveðið um síðustu
áramót að taka áhættumat og greiningu hjarta-
og æðasjúkdóma út úr rekstri Hjartaverndar
og fela það nýju félagi í eigu Hjartaverndar og
hjarta- og innkirtlasérfræðinga sem starfa við
rannsóknirnar. Vilmundur Guðnason forstöðu-
læknir Hjartaverndar segir að hér sé ekki um
veigamikla breytingu á rekstri að ræða heldur sé
verið að byggja á því sem fyrir er í því skyni að gera
áhættumatið markvissara en verið hefur.
„Það sem við gerum er að nota áhættureikninn
sem við höfum þróað með markvissum hætti, enda
hefur hann gefið góða raun og laðað fram upp-
lýsingar um ástand sjúklinga,“ segir Vilmundur í
spjalli við Læknablaðið. „Auk þess að beita áhættu-
reikninum fara sjúklingar í ítarlegri læknisskoðun
en verið hefur og mikil áhersla er lögð á klínískt
mat á heilsufari þeirra.“
Pað sem hér um ræðir er áhættumat sem
fólk pantar að eigin frumkvæði eða fyrir milli-
göngu heimilislækna. Þetta er kerfisbundið mat
sem fylgir alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og
byggist á niðurstöðum áratugalangra rannsókna
Hjartaverndar. Tilgangurinn er að greina krans-
æðasjúkdóma á frumstigi og þá áhættuþætti sem
þeim geta valdið.
Fram til 1997 greiddi Tryggingastofnun ríkisins
fyrir svona áhættumat en þá var því hætt. Fólk
hefur síðan þurft að standa sjálft straum af rann-
sókninni og dróst þjónustan töluvert saman við þá
breytingu. Vilmundur bendir á að töluvert sé um
að vinnustaðir og sjúkrasjóðir stéttarfélaga taki
þátt í kostnaðinum.
Þriðjungur áhættuþátta óþekktur
Vilmundur segir að eitt af því sem hvatti samtökin
til að taka þennan þátt fastari tökum hafi verið
lítil könnun sem gerð var á þeim sem leituðu til
Hjartaverndar að eigin frumkvæði. „Við könnuð-
um þá sem komu til okkar og komumst að því að
þeir voru í 20% meiri áhættu á að fá hjartasjúk-
dóma en jafnaldrar þeirra,“ segir hann.
546 Læknablaðið 2005/91