Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 16

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 16
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI TEGUND 2 Tafla II. Fastandi blóðsykur, insúlín, S-frumu virkni og insúlínþol GADAb' og GADAb sjúklinga. Meðaltöl og 95% öryggismörk. GADAb* n=80 GADAb n=764 P-gildi Glúkósa; mmól/l 9,1 (8,3-10,0) 8,6 (8,3-8,8) ns Insúlín; mll/l 17,4 (14,3-20,6) 17,8(16,9-18,8) ns Insúlín/glúkósi 2,0 (1,7-2,3) 2,2 (2,1-2,3) ns HOMA-frumuvirkni 80,9 (66,3-95,5) 85,1 (64,5-105,8) ns HOMA-IR insúlínþol 8,0 (5,4-10,6) 6,9 (6,4-7,4) ns Hjá þeim 844 sem ekki voru á blóðsykurslækk- andi lyfjum voru reiknaðir út HOMA-6 og HOMA- IR stuðlar og reyndist ekki marktækur munur á hópunum hvað það varðar né var munur á fastandi blóðsykri eða insúlín/glúkósa hlutfalli (tafla II). Skyldleikastuðullinn fyrir GADAb+ hópinn reyndist vera 6,00x104 en meðalskyldleikastuðull- inn fyrir fimm hundruð 94 manna slembiúrtök úr öllum SS2 sjúklingahópnum var 3,93xl04 ± 8,3xl0'5 (meðalgildi ± staðalfrávik). I einungis fjórum til- fellum af 500 reyndist slembiúrtakið vera með hærri skyldleikastuðul sem svarar til p-gildis upp á 0,008 (4/500). Umræða Helstu niðurstöður okkar eru að um 10% sjúklinga af báðum kynjum með klíníska tegund 2 sykursýki hafi GAD mótefni. Efnaskiptavilla er eins og við var að búast sjaldgæfari meðal GADAb+sjúklinga enda eru þeir með lægri holdastuðul og hagstæðari samsetningu blóðfita. Innbyrðis skyldleiki MTSS2 sjúklinga er marktækt meiri en innbyrðis skyldleiki SS2 sjúklinga almennt. Þó að MTSS2 sé skilgreind sem sykursýki hjá þeim sem eru annaðhvort með GADAb eða ICA var frekar farin sú leið að mæla GADAb heldur en ICA. Það var gert vegna þess að við rannsóknir á SSl hefur komið í ljós að styrkur ICA í plasma fell- ur mun hraðar en styrkur GADAb þegar líða tekur á sjúkdóminn. Þannig eru 85-90% nýgreindra SSl sjúklinga með greinanleg mótefni gegn GAD og ICA en tólf árum eftir greiningu eru hins vegar 81% þeirra enn GADAb jákvæðir en þeir sem eru enn ICA jákvæðir eru innan við 20% (2,10). Rannsóknarþýðið er um fjórðungur þeirra sem greindir hafa verið með SS2 hér á landi (11). í ljósi þessa háa hlutfalls og að hið upprunalega þýði Reykjavíkurrannsóknar Hjartaverndar telst vera slembiúrtak íslendinga, verður að teljast ólíklegt að aðferðin við val á þýðinu geti haft áhrif á hlut- fall þeirra sem eru GADAb+. Erlendar rannsóknir sýna að algengi GADAb jákvæðni er breytilegt frá 0-50% eftirgreiningaraldri (12), tíma frá greiningu samanber að ofan en einnig kynþætti (13). Hins vegar eru okkar niðurstöður varðandi hlutfall GADAb+ SS2 sjúklinga í takt við sambærilegar evrópskar rannsóknir (4, 5,12). GADAb+ sjúklingar eru með marktækt lægri holdastuðul en aðrir SS2 sjúklingar. Það samræm- ist niðurstöðum erlendra rannsókna (4, 5). Ekki voru fyrir hendi mælingar á mjaðma/mittis hlut- falli sjúklingahópsins en kviðfita hefur sérstaklega verið tengd þróun insúlínþols og SS2 og er ekki talin hafa jafnsterk tengsl við MTSS2 (4,12). Talið er að sjúklingum með efnaskiptavillu sé þrefalt hættara við hjarta- og æðasjúkdómum en heilbrigðum (14). Marktækt færri GADAb+ sjúklinganna reyndust falla undir skilgreininguna á efnaskiptavillu og því mætti ætla að GADAb+ sjúklingar fái síður kransæðasjúkdóma. Hins vegar gefur finnsk rannsókn til kynna að tíðni hjartasjúkdóma og dánartíðni sökum þeirra sé sambærileg fyrir GADAb+ og GADAb sjúklinga (15). Af þessu mætti draga þá ályktun að sykur- sýkin sem slík sé hlutfallslega stærri áhættuþáttur hjartasjúkdóma hjá GADAb+ sjúklingum en þeim GADAb eða að sterkari svipgerð efnskiptavillu hjá GADAb leiði til ákveðnari meðferðar lækna á öðrum áhættuþáttum æðasjúkdóma, svo sem blóð- fitu og háþrýstings. Okkar niðurstöður um hlutfall meðhöndlaðra í hópunum rennir stoðum undir það síðastnefnda. Ekki var munur á slagbils- né hlébilsblóðþrýst- ingi GADAb+ og GADAb’ SS2 sjúklinga. Þar var um að ræða mat á þeim sem ekki voru þegar á meðferð við háþrýstingi, sem kann að skýra að þessar niðurstöður eru ekki í samræmi við niður- stöður finnskrar rannsóknar sem segir MTSS2 sjúklinga vera með marktækt lægri blóðþrýsting (4). Kólesteról/HDL hlutfall og styrkur þríglýser- íða voru marktækt lægri meðal GADAb+ einstak- linganna og einnig var hlutfall þeirra sem voru á blóðfitulækkandi lyfjum eða með óhagstæðar blóðfitur (dyslipidemiu) marktækt lægra hjá GADAb+ sjúklingum. Þetta er í samræmi við eldri rannsóknir (4, 16). Sá munur sem var á þríglýser- íðum hópanna hvarf við að leiðrétta fyrir holda- stuðul sem bendir til þess að áhrif líkamsþyngdar á þríglýseríða (17) séu öllu sterkari en aðrir þættir svo sem insúlínþol (18). Niðurstöður okkar benda til þess að GADAb+ sjúklingar hafi mikið insúlínþol rétt eins og aðrir SS2 sjúklingar og báðir hóparnir virðast vera með verulega skerta B-frumuvirkni. Á þessu stigi virð- ast GADAb+ ekki hafa lakari 6-frumuvirkni en SS2 sjúklingar almennt. Við mat á B-frumuvirkni og insúlínþoli voru notaðir HOMA 6-frumu- og HOMA-IR-stuðlarnir en þessir stuðlar byggja á fastandi styrk glúkósa og insúlíns í bláæðaplasma. Þekktur er verulegur breytileiki frá degi til dags í styrk insúlíns og glúkósa sem takmarkar mögu- 912 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.