Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2005, Page 23

Læknablaðið - 15.12.2005, Page 23
FRÆÐIGREINAR / LUNGNAÁSTUNGUR brigðisstofnunum. Með langvinna lungnateppu voru 17/82 sjúklingar en 50/82 höfðu ekki sögu um greindan lungnasjúkdóm. Hjá 48/82 (58%) sjúk- lingum var búið að gera berkjuspeglun áður en ástunga var framkvæmd. Algengast var að gerðar væru tvær ástungur, eða hjá 26 einstaklingum. í 20 tilvikum var gerð ein tilraun og í 12 tilvikum voru gerðar þrjár tilraunir. Einungis voru gerðar fleiri en þrjár tilraunir hjá þremur einstaklingum. Upplýsingar vantaði um fjölda ástunga hjá 21 sjúk- lingi. Alls voru 11/82 (13%) ástungur gerðar með fínni nál og 71/82 (86%) með grófri nál. Langflestir fóru í röntgenmynd af lungum eftir ástunguna, eða 76 af 82 sjúklingum. Hjá einum sjúklingi greindist loftbrjóst strax í tölvusneiðmynd og var því ekki gerð röntgenmynd af lungum fyrr en til eftirlits. í heildina reyndust 25/82 (30%) einstaklingar vera með loftbrjóst eftir ástungu. Stærð loftbrjóstsins var 0-2 cm hjá 16 einstaklingum af 25 (64%) og yfir tveir cm hjá 9/25 einstaklingum (36%). Af þeim var settur brjóstholskeri hjá 4/25 einstak- lingum og voru þeir allir með lofbrjóst stærra en tveir cm. Tíðni loftbrjósts við grófnálarástungur var 30%. Hjá þeim sem fóru í fínnálarástungu fengu 4/11 (36%) loftbrjóst en enginn þeirra þurfti brjóstholskera. Þrír þessara einstaklinga voru með loftbrjóst undir 2 cm að stærð en einn yfir 2 cm. Alls voru níu einstaklingar með miðlægan hnúð og fengu sjö þeirra loftbrjóst eftir ástunguna og þurftu tveir þeirra á ísetningu brjóstholskera að halda. Einn sjúklingur fékk blóðhósta meðan á ástungu stóð en enginn sjúklingur lést vegna lungna- ástungu. Greiningar sem fengust með ástungunni Tafla II. Vef/agreining eftir ástungu (n=82). Ósértækar breytingar 15 Bólga 9 Sýking 3 Eðlilegur vefur 12 Bandvefur 5 Vefjadrep 2 Stórfrumukrabbamein 9 Flöguþekjukrabbamein 8 Kirtilmyndandi krabbamein 19 eru sýndar í töflu II. Enginn sjúklingur greindist með smáfrumukrabbamein. Lokagreining er sýnd í töflu III. Næmi rannsóknarinnar með tilliti til krabbameins er 61% og sértæki 100%. Til að kom- ast að greiningu fóru 30 sjúklingar í aðgerð, tveir í miðmætisspeglun og hjá einum var gerð berkju- speglun eftir ástunguna. Meðal sjúkdóma ann- arra en krabbameina sem greindust voru sarklíki, lungnadrep eftir segarek, blæðing vegna áverka og fjölvöðvagigtarhnútar. Hjá 49 einstaklingum var Tafla III. Lokagreining eftir frekari rannsóknir eða að- gerðir. Ósértækar breytingar 11 Örvefur 1 Bólga 4 Sýking 7 Krabbamein alls 59 Stórfrumukrabbamein 11 Flöguþekjukrabbamein 13 Kirtilmyndandi krabbamein 31 Krabbamein (ekki smáfrumu) 4 Tafla IV. Samanburður á vefjagreiningu eftir ástungu og aðgerð. Ástunga Aögerö Eðlilegur vefur (5) Kirtilmyndandi krabbamein (3) Bólga (2) Sýking (1) Sýking (1) Bólga (4) Sýking (1) Stórfrumukrabbamein (1) Flöguþekjukrabbamein (1) Kirtilmyndandi krabbamein (1) Ósértækar breytingar (6) Flöguþekjukrabbamein (3) Kirtilmyndandi krabbamein (3) eingöngu fylgst með sjúklingi en ekki gerðar frek- ari greiningarrannsóknir. Alls fóru 16 sjúklingar sem ekki höfðu fengið krabbameinsgreiningu við ástungu í aðgerð og reyndust 12 þeirra vera með krabbamein en fjórir með góðkynja orsakir fyrir hnúð í lunga (tafla IV). Umræða Þetta er fyrsta rannsókn á nálarástungum á lunga sem framkvæmd hefur verið á íslandi. Rannsóknin sýndi að næmi og sértæki voru nokkuð lægri en í öðrum rannsóknum, sérstaklega ef borið er saman við þær rannsóknir sem sýnt hafa bestan árangur. Abendingar voru langoftast hnúður í lunga sem vakti grun um lungnakrabbamein. Algengt var að sjúklingarnir væru áður búnir að fara í berkju- speglun. Algengasta greining sem fékkst var krabbamein sem ekki var af smáfrumugerð en margir sjúklingar þurftu að fara í skurðaðgerð til að krabbameinsgreining fengist. Eins og við er að búast höfðu langflestir sjúk- linganna sögu um tóbaksreykingar. Þetta er sambærilegt við aðrar rannsóknir (4, 5). Margir sjúklingar (58%) höfðu farið í berkjuspeglun áður en ástunga var gerð. í erlendum rannsóknum er einnig algengt að margir sjúklinganna hafi farið í berkjuspeglun áður (6). Litlar líkur eru á að grein- ing fáist á smáum útlægum hnúðum með berkju- speglun (7). Þetta er þó að breytast með nýjum greiningaraðferðum (8, 9). Hnúðarnir dreifðust Læknablaðið 2005/91 919

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.