Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2005, Page 41

Læknablaðið - 15.12.2005, Page 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STJÓRNMÁL þjóðum sem könnum skuggavarp af hverju einasta húsi sem samþykkt er í skipulagi. Sumum finnst þetta jaðra við trúarbrögð en þetta eru greinileg áhrif frá Guðmundi. Það er í sjálfu sér ekkert undarlegt að þetta hafi verið hugleikið lækni í upphafi síðustu aldar. Aldamótalæknarnir voru fyrsta kynslóðin sem flutti heim með sér þekkinguna á örverum sem smitefni. Og það má færa rök fyrir því að bættur aðbúnaður og lífskjarabyltingin sem leiddi af stétta- baráttu og því að byggt var yfir kúgaðan verkalýð og kjörin jöfnuð hafi haft meiri áhrif við að ráða niðurlögum farsótta en nokkur sýklalyf. Breski læknirinn Thomas McKeown sýndi eftirminni- lega fram á þetta samhengi þegar hann skoðaði útbreiðslu berkla í Englandi og Wales. Hann sýndi fram á það einna fyrstur manna að berklarnir voru á hröðu undanhaldi löngu áður en sýklalyfin komu til sögunnar. íslensk gögn benda ótvírætt í sömu átt. Helstu ástæður þess að berklar létu undan síga tengdust ekki síst auknu hreinlæti og betri húsa- kynnum almennings. Læknisfræðin með sín ágætu lyf og bólusetningu gegn berklum rétt náði í skott- ið á farsóttinni þegar hún var í mikilli rénun.“ Fjögur áhyggjuefni Dagur segir að eftir frumkvæði læknanna hafi aðrar stéttir, einkum verkfræðingar og aðrir tækni- menn og síðar arkitektar og loks skipulagsfræðing- ar, tekið völdin á sviði skipulagsmála. „En núna um aldamótin hefur raunar orðið ný vakning. Það má sjá á alþjóðlegri umræðu og skrifum um lækn- isfræði og skipulagsmál." - Af hverju hafa læknar áhyggjur núna? Er ekki búið að leysa flesta mál, skólpið er komið ofan í jörðina og loftmengun hefur minnkað víðast hvar á Vesturlöndum? „Það má segja að nú séu fjögur atriði helst í umræðunni. I fyrsta lagi eru það loftgæðin, ekki síst vegna aukinnar umferðar og útblásturs frá henni. I öðru lagi eru það umferðarslys og hvernig megi draga úr þeim. I þriðja lagi eru það áhrif hins byggða umhverfis á samfélag fólks. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum hafa sýnt fram á sterk tengsl milli heilbrigði og félags- auðs í samfélögum en félagsauður er hugtak sem notað er yfir margvísleg félagstengsl fólks, svo sem nágrannasamfélög, frjáls félagasamtök og þátttöku af ýmsu tagi. Ótvíræðar vísbendingar eru jafnframt um náið samband jöfnuðar innan samfélaga og heilbrigði íbúanna. I sumum þekktustu faraldurs- fræðirannsóknum á sviði hjartasjúkdóma virðist samfélagsstaða til að mynda hafa meiri áhrif en margir þekktustu áhættuþættir hjartasjúkdóma samanlagt. Fjórði og síðasti þátturinn sem mér finnst ekki minnst spennandi í sambandi borgar- skipulags og læknisfræði er samband hreyfingar og heilbrigði og hvernig borgarskipulag getur haft rík áhrif á möguleika og raunar líkur á því að fólk fái reglulega hreyfingu eða stundi útivist. Þættir sem vinna gegn hreyfingu eða stuðla að henni eru gríðarlega áhugaverðir frá læknisfræðilegu sjón- arhorni. Sýnt hefur verið fram á að hreyfing hafi ekki bara áhrif á sjúkdóma sem tengjast offitu. Hún hefur einnig áhrif á meðferð, horfur og líðan sjúklinga einsog sannað þykir fyrir í það minnsta á þriðja tug sjúkdóma. í þeim hópi eru flestir dýrustu Margir upplifa nýju Hringbrautina eins og þverbita í Vatnsmýrinni og Dagur segir að þessar framkvœmdir hafi breytt viðhorfum margra til þess hvað eigi að hafa forgang í skipulagi borgarinnar. Læknablaðið 2005/91 937

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.