Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 43

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STJÓRNMÁL í lífshættu og að búa í áhugaverðu borgarumhverfi en ekki aðeins innan um einhverjar bílabreiður. Bíllinn er auðvitað kominn til að vera og verkefnið felst í að finna lausnir til að lifa með umferðinni án þess að hún gangi út yfir allt annað. Þessari um- ræðu höfum við þó því miður ýtt til hliðar vegna þess að hún er óþægileg. Þetta er raunverulegt vandamál sem hefur á sér ótal hliðar sem við hugsum sjaldan út í. Ég varð þess til að mynda áskynja nýlega á fundi með for- ráðamönnum KR. Þeir sögðu mér að þótt vestasti hluti Hringbrautarinnar sé ekki það stórfljót sem gatan verður austar þá hefur hún samt þau áhrif að það sækja nánast engin yngri börn æfingar hjá KR suður yfir götuna.“ Erfið en nauðsynleg stefnubreyting - En hvaða ráð hafa sveitarstjórnir til að stýra þessari þróun? „Við þurfum að taka á þessu í skipulaginu og samhæfa umferðina öðru skipulagi, hún má ekki alltaf ráða ferðinni. Við eigum að stjórna umferðinni frekar en að láta stjórnast af henni. Verði niðurstaða almennings sú að umferðin eigi að hafa forgang, nú þá verður svo að vera. En við verðum að gera okkur það ljóst að við erum að fórna einhverju öðru. Pólitík snýst um að leiða fram valkosti. Við verðum líka að hafa kjark til að tala fyrir því sem við trúum á og taka erfiðar ákvarðanir. Það liggur það orð á Reykvíkingum að þeir séu óþolinmóðasta fólk í heimi sem sé vant því að komast borgarendanna á milli á innan við fimmtán mínútum og að það leiði til uppreisnar ef menn þurfa að bíða tvisvar á rauðu ljósi. Ég held hins vegar að það sé orðinn ríkur jarðvegur fyrir því að horfa á þennan málaflokk undir nýjum sjón- arhornum. Mér finnst umræðan um nýjustu stór- framkvæmdina við Hringbraut bera þess merki. Ef við höldum óbreyttri stefnu með sjálfstýringuna í gangi óttast ég að við vöknum í Houston, Texas eftir 15 ár eða svo. Og þá verður þess ekki langt að bíða að vaxtarlagið verði eftir því.“ Stunda lýðheilsustarf Dagur segir að reynsla lækna og sjónarmið læknis- fræðinnar eigi erindi í skipulagsmál, ekki síst þegar verkefnið snýst um að skapa áhugaverða og líflega heilsuborg. Það verði aðeins gerl með því að draga fram og ýta undir þá kosti í skipulagi sem horfa í þá átt, að veita almenningi heilbrigt val. „Það höfum við ekki gert nógu vel,“ segir hann. Hann er ekki eini læknirinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar situr einnig Olafur F. Magnússon. En finnst honum læknar sýna skipulagsmálum nægan áhuga? „Það gæti verið meira, ekki síst ef við berum okkur saman við Guðmund Hannesson. En það er nú líklega ekki sanngjarnt. Mér verður þó æ oftar hugsað til þess að læknar og heilbrigðiskerfið séu ekki endilega að fást við þær spurningar sem mestu máli skipta fyrir heilbrigði þjóðarinnar. Ég tek undir með þeim sem hafa áhyggjur af sjúk- dómavæðingu af því að ég held að aðgerðir sem lúta að því að auka jöfnuð og réttindi almennings, lúta að því að gera fólk að gerendum í lífi sínu, skipti meira máli fyrir heilbrigði þjóðarinnar og varnir gegn sjúkdómum en langflestar læknisheim- sóknir. Ég lít svo á að ég starfi að forvörnum og lýðheilsu í starfi mínu að stjórnmálum enda sýna rannsóknir að þeir þættir sem standa stjórnmála- manninum nær en lækninum ráði oft meiru um það hverjir verða veikir og hverjir ekki heldur en það sem heilbrigðiskerfið fæst við,“ segir Dagur B. Eggertsson læknir og borgarfulltrúi. Dagur segir að lœknar œttu að taka Guðmund Hatmesson sér til fyrir- myndar og láta sig skipu- lagsmál meiru skipta en raunin er. Læknablaðið 2005/91 939
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.