Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS OG SVAR æfingum sem lærir ekki heima og endurtekur sífellt sömu atriðin og villurnar. Staða íslenskra vísinda Matthías heldur áfram í núverandi grein að hamra á því að staða vísinda á íslandi og í „heilbrigðiskerf- inu“ sé ekki eins góð og við höfum haldið fram. Hann segir meðal annars „ ... að það kynni að vera lítill hópur lækna hér á landi sem er hróðugur yfir afrekum og stöðu vísinda í heilbrigðiskerfinu“. Við viljum draga saman helstu atriði sem hafa komið fram í fyrri greinum okkar. Þegar notaðar eru bókfræðilegar aðferðir til að rneta fjölda út- gefinna ISI greina á íbúa þá eru íslendingar meðal 10 hæslu þjóða í fjölda fræðigreina og sérstak- lega í heilbrigðisgreinum. Nú nýlega birtist á vef Menntamálaráðuneytisins úttekt á vísindastarfi í Háskóla íslands (3). Þar kemur fram að Island er í 6. sæti á heimslista yfir útgál'u ISI greina þar sem framlag allra fræðigreina er talið og fáar ef nokkrar þjóðir hafa aukið afköst sín jafnhratt og ísland. Aðferðirnar sem notaðar eru í úttektinni á Háskóla íslands eru þær sömu og við notum í okkar grein og Matthías hefur gagnrýnt hvað harðast. Aðferðafræði okkar Matthías spyr í núverandi grein. „Getur það verið góður mælikvarði á rannsóknastarfsemi á Islandi að nota til þess greinar þar sem einn höfundur af 10 eða 100 er skráður við stofnun hér á landi?“ Þetta er spurning sem við spurðum okkur sjálf og reyndum að svara í fyrstu grein okkar (4). I rannsókn okkar á greinum frá Landspítala 1999- 2003 skoðuðum við fjölda höfunda að greinum. Um 50% greina hafði fleiri en sex höfunda, 17% höfðu fleiri en 10 höfunda og 0,002% meir en 100 höfunda. Einnig kom fram að >50% greina höfðu einn eða fleiri erlenda meðhöfunda. Við gerðum síðan heimildaleit um það hvernig best væri að deila framlagi milli þjóða. Ymsir leiðréttingar- og hlutfallsstuðlar hafa verið notaðir (5) en okkar niðurstaða var að allar þjóðir/stofnanir sem ættu aðild að grein fengju jafna hlutdeild. Þessi aðferð er almennt notuð meðal annars í áðurnefndri Háskóla úttekt (3). Matthíasi er heimilt að nota hvaða aðra aðferð sem er eða að finna upp nýja. Hann hefði meira að segja getað fengið strax svar við spurningu sinni ef hann hefði lesið upphaflega grein okkar. Aðferðafræði Matthíasar Matthías fer út í miklar reiknikúnstir til að sýna villu okkar með að taka mest tilvitnuðu greinina með í meðaltal þjóða. Þetta er í þriðja skipti (2, 6) sem svona reiknikúnstir eru útfærðar og erum við búin að svara tvisvar (1, 7). Höfundar þessara greina koma frá mörgum þjóðum og tilvitnanirnar nýtast mörgum þjóðum. Ef þær eru settar inn eða út hjá íslendingun eins og Matthías leikur sér að þá á að gera það sama hjá öðrum þjóðum. Matthías gerir það ekki og útreikningarnir eru því ekki gildir jafnvel þó þeir séu með r og p gildum. Það er athyglisvert að Matthías leitar ekki heimilda (eða finnur ekki?) til að rökstyðja mál sitt. Hann leiddi að vísu fram tvær heimildir í seinustu grein til að styðja skoðun sína um stöðu íslenskra vísinda en þá kom í ljós að hann skildi ekki hvaða greinar studdu mál hans og hverjar ekki. Rangfærslur í skrifum Matthíasar eru of margar til að elta ólar við og voru þrjár nefndar í seinustu grein. Eitt dæmi úr núverandi grein. „Tilvitnanafjöldi þessara þriggja greina kom ekki fram í upphaflegu grein- inni“ (bls. 938 efst í hægri dálki). Þetta er rangt, þær eru tilgreindar á bls. 842-3 (4). Lokaorð Við höfum ekki áhuga á frekari stílæfingum með Matthíasi á síðum Læknablaðsins og erum sann- færð um að lesendur þess hafa það ekki heldur. Heimildir 1. Sveinbjörnsdóttir S, Þjóðleifsson B. Er Don Kíkóti uppvakinn á íslandi? Læknablaðið 2005; 91: 865-9. 2. Kjeld M. Vísindi á vordögum. Læknablaðið 2005; 91: 767-9. 3. Sigfúsdóttir ID, Ásgeirsdóttir BB, Macdonald A, Feller I. An evaluation of scholarly work at the University of Iceland. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið, 2005. http://menntamala- raduneyti.is/iitgefid-efni/nr/3305 4. Guðnadóttir AS, Sveinbjörnsdóttir S, Þjóðleifsson B. Vísinda- störf á Landspítala. Alþjóðlegur og íslenskur samanburður. Læknablaðið 2004; 90: 839-45. 5. Okubo Y. Bibliometric Iindicators and analysis of research systems: Methods and examples. STI working papers, 51765. OECD. Paris. 1997; 1. 6. Ólafsson Ö. Tvær athugasemdir vegna greinarinnar „Vísinda- störf á Landspítala“. Læknablaðið 2005; 90:182-3. 7. Þjóðleifsson B. Svar við athugasemd Arnar Ólafssonar. Lækna- blaðið 2005; 91:183. 942 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.