Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 54
UMRÆÐA & FRETTIR / HUGÐAREFNI Líf með hestum Höfundur (til vinstri) og Freyr Magnússon með hesta sína á Litla- Príhyrningi. í baksýn til liœgri er Bjallinn, þá Austurhorn Þríhyrnings og þar upp afog fjœr til vinstri á fjallshryggnum sést„typpan". Skáhallt til hœgri frá henni er sneiðingurinn í skriðum fjallsins, sem farið var með hesta eftir upp á hrygg þess og í Flosadal. Þótt annað kunni að sýnast, er þarna tiltölulega greið leið upp að fara. (Ljósm.: Skúli Pálsson.) Þorkell Jóhannesson Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. dr. thorkell@simnet. is Inngangur Ég man ekki hvenær ég var fyrst settur upp á hest, en það hefur verið snemma. Fimm ára eða þar um bil var ég hafður með á vagnhesti í kálfastússi í Mjóumýri sem þá var kúabeit frá Breiðholti, en er nú undir malbiki í Seljahverfi. Klárinn snarstans- aði og ég fauk fram af honum. Því er mér þetta í minni. Síðan hafði ég að heita má öll sumur hesta undir höndum, að vísu mest brúkunarhesta, allt til ársins 1952. Árið eftir fór ég úr landi og var í burtu í ein 12 ár. Á þeim árum kom ég varla á hestbak. Heimkominn fór ég að fara með hesta á ný og frá 1969 hefur fjölskyldan átt reiðhesta. Hestamennska getur verið með ýmsum hætti. Hjá mér hefur umgengni við hesta og útreiðar ætíð verið mótvægi eða slökun frá daglegu amstri. Á löngu tímabili sundurslítandi kennslu á vegum Háskóla íslands þegar höfuð manns nánast líkt og þornaði upp í rás dagsins, verkaði veran í hest- húsinu og samvera við félaga þar eins og græðandi endurfylling hugans eða sem einhvers konar „cer- ebral refill”. Þó fór svo að ég gat ekki með öllu losað mig við aðferðafræði vinnudagsins og fór að gera athuganir og rannsóknir á eigin hestum og annarra með læknum, dýralæknum, lyfjafræðingi og örverufræðingi. Mun ég á eftir víkja að þremur slíkum rannsóknum sem birtar hafa verið. Allir hestamenn að kalla sækjast eftir að ferðast á hestum sínum á sumrin. Hér á eftir mun ég því einnig víkja að eftirminnilegum sumarferðum á hestum sem birst hafa á prenti. Eigi er hér rúm til þess að fjalla um reiðleiðalýsingar sem ég hef lagt nafn við (1). Sumarferðir á hestum Djúp og Strandir í júlí 1977 fórum við allnokkur í 10 daga reiðferð um Djúp og um Strandir að undirlagi Guðmundar Magnússonar leigubflstjóra og Strandamanns. Bfll fylgdi okkur víðast og yfirleitt var gist í tjöldum. Hestarnir voru fluttir á bíl norður í Reykhólasveit. Þaðan lá leiðin um Kollabúðaheiði í Staðardal og svo upp hann og um Langadal að Nauteyri. Þar var skemmtileg útilaug, hlaðin úr torfi. Næsti áfangi var að Melgraseyri. Við brugðum okkur þaðan inn í Kaldalón. Þangað hafði ég komið á hestum 26 árum áður og riðið upp á jökulsporðinn. Þar var nú komin klettabringa undan jöklinum. Næsta dag var haldið að Laugalandi, upp Skjaldfannardal og Hraundal og síðan yfir vatnaskilin og um Ófeigsfjarðarheiði til Ófeigsfjarðar. Á kortum er þarna merkt gömul alfaraleið og hefur hún án efa fyrrum verið farin á jökli. Nú er jökullinn hvergi nærri og leiðin grýtt og hreint torleiði á hestum. Við urðum að ganga langar leiðir með hestana. Það var því rétt þegar konan mín sagði að þetta hefði verið ferð „með hesta“ en ekki „á hestum". I Ófeigsfirði var hópnum skipt á tvö hús og stóð veisluborð í hvoru húsi líkt og við hefðum sent boð á undan okkur! Við höfðum svo náttstað í Ingólfsfirði. Næsta dag héldum við í Veiðileysufjörð. Á leiðinni þangað var meðal ann- ars stansað í Djúpuvrk. Undarlegt var að skoða draugahús sfldarverksmiðjunnar þar á staðnum. Á níunda degi var komið til Hólmavíkur og á 10. degi til Ólafsdals. Þar var gist í gamla timburhúsinu. Næsta dag voru flest hrossin sótt á bfl. Ferðasagan hefur birst í stuttu máli (5). Á leiðinni vestur í Reykhólasveit í upphafi ferðar komum við að hrikalegu bflslysi þar sem tvær stúlkur dóu. Einn í hópnum slasaðist snemma í ferðinni. Varð það tilfelli á endanum læknisfræði- lega ærið áhugavert, en það er önnur saga. Fjallið Þríhyrningur Sumarið 1987 byggðum við hjónin sumarbústað í Litla-Odda í landi Gaddstaða við Hellu. Höfum við stundað þar trjárækt og ræktað beitiland er dugir nokkrum hestum sumarlangt. Á meðfylgj- andi mynd sést einmitt þegar verið er að taka þar hesta síðsumars og flytja í haustbeit. Þarna í grennd eru einhverjir bestu reiðvellir á íslandi sem jafnframt eru Njáluslóðir. Hlaut ég því fyrr eða síðar að ríða í slóð Gunnars, Njáls og sona hans eða Flosa og Sigfússona. 950 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.