Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 8

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 8
RITSTJÓRNARGREINAR Alfaðir ræður Er það góð stjórnun að skerða stjórnunaráhrif lækna á Landspítala? Páll ToríT Önundarson pallt@landspitali. is Can a hospital administration be good if it uirtails the influenee of physicians and surgeons? Páll T. Önundarson, M.D.. Chief, Dpt. of Laboratory Hematology and Hemophilia Center, Associate Professor of Medicine (Hematology), Landspitali University Hospital and University of Iceland Medical School. Höfundur er yfirlæknir blóðmeinafræöideildar Landspítala, dósent við læknadeild HÍ. Flestir koma á sjúkrastofnanir til að leita sér lækn- inga, það er til þess að hitta lækni, sem býr yfir þekkingu til viðeigandi sjúkdómsgreiningar og meðferðar. Eftir atvikum koma aðrar sérhæfðar starfsstéttir að lækningunum, en þessi grein fjallar rúmsins vegna fyrst og fremst um stöðu lækna á Landspítala. Það vita allir að lækningastofnanir væru hvorki fugl né fiskur ef þar störfuðu ekki læknar. Læknar taka allar ákvarðanir um innlögn, greiningu, meðferð og útskrift, og þeir gefa öll fyrirmæli sem tekjur og kostnaður sjúkrastofnana byggja á. Starfsemin byggir á sérhæfðri þekkingu lækna sem numið hafa á góðum kennslustofnunum erlendis og læknarnir þekkja af eigin raun það besta í rekstri sambærilegra stofnana austan hafs og vestan. Með því er ekki lítið gert úr þekkingu og kunnáttu annarra fagstétta sjúkraþjónustunnar. Oft heyrist fullyrt að læknar kunni ekki að stjórna af því þeir hafi fæstir sótt formlegt stjórn- unarnám. Stenst sú fullyrðing? Og eru læknar sem numið hafa stjórnunarfræði betri faglegir leiðtogar heldur en þeir læknar sem einbeita sér að lækn- isfræðinni? Læknum gengur afar vel að reka eigin lækningastofur sem verða sífellt stærri og full- komnari án þess að miðstýrt stjórnkerfi þenjist þar út. Þeir eru nefnilega fagmenn (e. professionals), og þekkja sitt fag út og inn og eru því óumdeil- anlega leiðtogar lækninganna. En faglega ráðnir yfirlæknar og læknaráð fá sífellt minnu ráðið á Landspítala. Getur það flokkast undir góða stjórn- un að minnka stjórnunaráhrif lækna á sjúkrastofn- unum? Eða er það angi af valdatafli sem tekur ekkert tillit til hagsmuna sjúklingsins og þá í þágu hverra? Um opinberar stofnanir eiga að gilda skýr lög. Lögmætisregla stjórnskipunarinnar á að tryggja að framkvæmdavald og forstöðumenn geti ekki tekið geðþóttaákvarðanir og að stofnanir starfi innan ramma laga. Lögin eiga að hindra spill- ingu og alræði embættis- og forstöðumanna. Um sjúkrastofnanir í almenningseign hafa með litlum breytingum gilt þau lög um heilbrigðisþjónustu sem sett voru upphaflega 1973. Lögin voru sett til að tryggja hagsmuni sjúklinga en ekki hagsmuni lækna, annarra starfsmanna eða rekstrarstjórn- enda. Þau eru fagleg í hugsun þótt sjálfsagt megi deila um einstök atriði. Þannig skilgreindi Alþingi með skýrum hætti annars vegar faglega stjórn lækna (það er sérgreinaskiptingu og yfirlækna) og hjúkrunarfræðinga (sem er ekki efni þessarar greinar) og hins vegar almenna rekstrarstjórn for- stjóra. Löggjafinn hafði einnig þá skýru sýn í þess- um lögum að fagleg stjórn yfirlækna fæli bæði í sér ábyrgð á lækningum og rekstrarlegri hagkvæmni, enda er slíkt fyrirkomulag grundvallaratriði í góðri stjórnun. Þá gera gildandi lög ráð fyrir full- trúastjórn eigenda (stjórnarnefnd) og faglegri, kjörinni ráðgjafarstjórn lækna (læknaráði). I gild- andi lögum felst því skipurit sem er faglegt, einfalt og dreifistýrt. Skynsamlegt er að fara varlega í að breyta því. Á það var bent vorið 2005 að stjórnendur Land- spítala hafi þrátt fyrir andmæli virt lögin að vettugi um árabil með innskoti nýrra ólögmætra stjórn- unarlaga í skipurit sem vinna gegn stjórnunar- áhrifum yfirlækna og læknaráðs og markmiðum laganna. Einnig var kvartað yfir óljósu hlutverki stjórnarnefndar. Formaður stjórnarnefndar ósk- aði á síðastliðnu ári eftir skýringu frá ráðuneyt- inu á hlutverki stjórnar sjúkrahússins því honum þótti hlutverk nefndarinnar vera lítið og óskýrt. Ráðuneytið hlustaði ekki á þessar faglegu um- kvartanir. Læknar fengu engan stuðning hjá heil- brigðisráðherra sem reis upp til varnar embætt- ismönnum en gegn læknum og þar með hugsanlega gegn hagsmunum sjúklinga. Álitamálinu var því vísað til umboðsmanns Alþingis og er úrskurðar að vænta á næstunni. En tveim mánuðum eftir að ráðuneytið svaraði umboðsmanni bréflega í þá veru að núverandi skipurit Landspítala væri löglegt, sendi það frá sér til kynningar ný lagafrum- varpsdrög þar sem gert er að tillögu að felldar verði úr gildi einmitt þær lagagreinar sem til um- fjöllunar eru hjá umboðsmanni auk þess sem stjórn- arnefndin verður lögð niður! Lagadrögin gera ráð fyrir grundvallarbreyting- um á gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu. Breytingarnar eru á engan hátt ásættanlegar lækn- isfræðinni sem þjónustu-, kennslu- og vísindagrein. í drögunum er rekstrarstjórn forstjóra styrkt og forstjóri fær (í skjóli ráðherra) alræðisvald til ákvörðunar skipurits og ráðningar lækna, þar með talinna einhverra óskilgreindra yfirmanna lækn- inga „hvaða nafni sem þeir munu nefnast' eins og segir í greinargerð. Gerð er tillaga um að ábyrg stjórnarnefnd Landspítala verði lögð niður, að forstjóri velji sjálfur hvaða málefnum sé vísað til umsagnar læknaráðs, að forstjóri setji læknaráði starfsreglurnar, og að yfirlæknar sérgreina verði lagðir niður í núverandi skilningi. Á það skal bent 260 Læknablaðið 2006/92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.