Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2007, Side 11

Læknablaðið - 15.05.2007, Side 11
LEIÐAR Skurðlæknafélagsins mörg andans prúðmenni, sem sýnna var um að láta verkin tala fremur en mörg orð. Nokkuð hefur þetta markmið verið útvíkkað í áranna rás en tæplega orðum aukið. Skurðlæknafélag íslands hefur sama tilgang og áður og tilvist þess hefur þýðingu fyrir alla lækna en ekki síst almenning. Það er hlutverk félagsins að efla starfsþroska skurðlækna, bæta starfs- aðstæður þeirra og að glæða áhuga ungra lækna á að leggja fyrir sig skurðlækningar. Þetta verkefni hvílir einnig á herðum heildarsamtaka lækna og annarra þeirra, sem ráða örlögum einstakra sér- greina læknisfræðinnar á Islandi. Það er öllum ljóst, að nokkrar blikur eru á lofti í þessum efnum. Starfið er erfitt, kröfurnar miklar, vinnutíminn miskunnarlaus og umburð- urlyndið lítið þegar eitthvað fer úrskeiðis. En umbunin er ríkuleg og jafnan ósvikin eftir vei heppnað læknisverk, þegar sjúklingi er líknað og honum jafnvel hjálpað til bata. Bjarna Pálssonar er að litlu getið, þegar skurðlækningar eru ann- ars vegar. Hann skar þó til sullar í kviðarholi og byggði á áræðni sinni og gamalli þekkingu. Þessi færni hvarf með honum úr íslenskri læknastétt og kom ekki fram fyrr en mörgum áratugum síðar. Skurðlækningarnar eru önnur meginstoð lækning- anna. Dæmi Bjarna er áminning um að þekking og færni eru brothættir gripir, sem varðveita þarf í hverju menningarsamfélagi. Með þessum orðum vil ég flytja félögum mínum í Skurðlæknafélagi íslands hamingjuóskir stjórnar Læknafélags fslands með þessi fimmtíu ár, sem að baki eru. Ég óska þess, að í félaginu ríki sú skapandi samstaða, sem nauðsynleg er til að það verði sú brjóstvörn skurðlækninga á íslandi, sem samfélagið þarfnast. Heimildir 1. Jónsson V.Thorvaldsen og Oehlenschlager. Læknablaðið 1955; 39:124-39. 2. Stefánsson K. GuðmundurThoroddsen sjötugur. Læknablaðið 1957;41:99-100. 3. Sveinsson S. Árni Björnsson læknir. Læknablaðið 2004; 90: 799. Á nýliðnu þingi Skurðlœknafélags voru þessir félagar heiðraðir: Sigurður E. Þorvaldsson, Höskuldur Baldursson, Gunnar H. Gunnlaugsson og Kristinn R.G. Guðmundsson. Mynd Inger Helene Bóasson. Læknablaðið 2007/93 395

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.