Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 15
FRÆÐIGREINAR / SYKURSYKI gögn voru tiltæk fyrir tímabilið 1992-96. Gögn Afkomendarannsóknarinnar og Rannsóknar á ungu fólki mynda síðasta tímabilið. I töflu I er til- greindur fjöldi þátttakenda eftir kyni og úr hvaða rannsókn þeir koma, samtals 16.393 einstaklingar. Allir þátttakendur svöruðu stöðluðum spurn- ingalista þar sem spurt var um heilsu, lyfjanotkun og aðra félagslega þætti (15). Mæliaðferðir Tekið var háræðablóðsýni úr eyrnasnepli allra ein- staklinga að morgni eftir föstu frá kvöldinu áður. Bæði var tekið fastandi sýni og einnig framkvæmt sykurþolspróf sem fór þannig fram að blóðsykur var mældur 90 mínútum eftir inntöku á 50g af glúkósa en greiningarskilmerki miða hinsvegar við 120 mínútur eftir 75g af glúkósa. Sykurþolspróf var ekki framkvæmt í Afkomendarannsókninni og Rannsókn á ungu fólki og því eru engar slíkar mælingar til taks fyrir tímabilið 1997-02. Þar var fastandi sykur mældur í bláæðasermi.Til þess að fá sambærileg blóðsykursgildi voru háræðablóðsyk- ursgildi umreiknuð yfir í samsvarandi gildi fyrir bláæðasermi. Jafna var fengin fram með línulegri aðhvarfsgreiningu á 2609 gildispörum úr gagna- grunni Hjartaverndar þar sem þekkt var bæði gildi í háræðaheilblóði og bláæðasermi fyrir hvern ein- stakling. Jafna línunnar er: Bláæðasermi=0,81+1,05 (Háræðaheilblóð). Þessi jafna er mjög í samræmi við niðurstöður ann- arra rannsókna (16). Mælitækjum og aðferðum sem notuð voru við framkvæmd mælinganna hefur verið lýst ítarlega áður (15). Greiningarskilmerki Notast er við greiningarskilmerki ADA sökum þess að á tímabilinu 1997-02 voru ekki fram- kvæmd sykurþolspróf heldur var sykursýki greind með fastandi blóðsykurgildum og þar af leiðandi einungis hægt að styðjast við greiningarskilmerki ADA. Við samanaburð á greiningarskilmerkjum var algengi SS2 var metið samkvæmt þremur greiningarskilmerkjum sem gefin voru út af eft- irfarandi samtökum: • WHO árið 1985 (11) • ADA árið 1997 (9) • WHO árið 1999 (12) Ásamt því að nota ofangreind skilmerki voru þeir taldir hafa SS2 sem samkvæmt spurningalista sögðust vera með sykursýki, taka töflur við syk- ursýki eða vera á sérstöku fæði fyrir sykursjúka. Einnig voru þeir sem notuðu insúlínsprautur og voru greindir eftir fertugt taldir vera með SS2, Tafla 1. Þýði. Tímabil Fjöldi þátttakenda Rannsókn Karlar Konur 1967-72 3023 3328 Áfangar 1 og II úr Hóprannsókninni 1974-79 1672 1664 Áfangi III úr Hóprannsókninni 1979-84 1091 1298 Áfangi IV úr Hóprannsókninni 1985-91 890 915 Áfangi V úr Hóprannskókninni 1997-02 1176 1336 Afkomendarannsókn og Rannsókn á ungu fólki Heildarfjöldi 7852 8541 Tafla II. Samanburður á algengi SS2 samkvæmt WH0'99 skilmerkjum í nokkrum löndum. Algengi (%) Þekkt SS2 Óþekkt SS2 Samtals Hlutfall óþekktrar SS2 Aldursbil Ár ísland 1,6 3,1 4,7 0,66 45-64 1997-02 Svíþjóð (31) 2,6 4,7 7,3 0,64 40-70 1994 Ástralía (32) 5,4 1,9 7,3 0,26 >25 2001-03 írland (33) 7,0 2,2 9,2 0,24 >40 1997-98 BNA (19) 6,6 3,3 9,9 0,33 40-59 1999-02 Spánn (14) 4,0 7,3 11,3 0,65 30-75 1998-99 hinir sem notuðu insúlínsprautur og greindust yngri en 40 ára voru ekki taldir með því líklegt er að þeir hafi tegund 1 af sykursýki. Tölfræði Til þess að gera öll rannsóknartímabilin sambæri- leg hvert við annað var beitt beinni aldursstöðlun þar sem miðað var við aldurskiptingu íslensku þjóðarinnar fyrir aldurinn 45-64 ára 31. desember 2003. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til þess að fá út jöfnu til þess að umreikna blóðsykursgildi í háræðarheilblóði yfir í samsvarandi gildi fyir bláæðasermi. Til þess að meta tímaleitni (time trend) var notað Cochran-Armitage próf (17). Töflræðileg marktækni var reiknuð með kí kvaðrat prófi. Marktektarkrafa miðaðist við 5%. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í Minitab og Microsoft Excel. Leyfi Persónuverndar er til staðar fyrir rannsóknir Hjartaverndar. Niðurstöður Algengi SS2 hefur á 30 ára tímabili vaxið úr 3,3% (95% CI: 2,6-4,0) í 4,9% (95% CI: 3,5-5,3) hjá körlum á aldrinum 45-64 ára sem samsvarar 49% hækkun (p=0,039, mynd 1). Hjá konum á sama aldri fór algengið úr 1,9% (95% CI: 1,4-2,5) í 2,9% Læknablaðið 2007/93 399
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.