Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 16
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI Algengi (%) Tfmabil (ár) Engin gögn tiltæk fyrir þetta tlmabil Mynd 1. Aldursstaðlað algengi SS2 samkvœmt greiningarskilmerkjum ADA .97 eftir kyni ásamt 95% öryggismörkum. Aldursbil 45-64 ára. Tímaleitni táknuð með láréttum línum. LÞS<25 LÞS-29,9 LÞS>30 Mynd 2. Algengi SS2 hjá þeim sem teljast innan kjörþyngdar (LPS<25), þeim sem teljast of þung- ir (LÞS 25-29,9) oghjá þeim sem teljast offeitir (LÞS>30) ásamt 95% ör- yggismörkum. Aldursbil 45-64 ára. (95% CI: 1,9-3,9) sem er hækkun um 53%. Munur á milli algengi SS2 á fyrsta og síðasta tímabilinu var ekki marktækur hjá konum. Samt sem áður er tímaleitnin marktæk bæði hjá körlum (p=0,003) og konum (p=0,001). Marktækur munur var á algengi sykursýki hjá körlum og konum á tímabilunum 1967-72 (p=0,001), 1985-91 (p=0,011) og 1997-02 (p=0,017) en á tímabilunum 1974-79 og 1979-84 var ekki marktækur munur á kynjum. Algengi SS2 eykst með auknum aldri sem veldisvísisfall (exponential curve). Hjá körlum nærri tvöfaldast algengið fyrir hvern aldursáratug en algengi SS2 vex hægar með auknum aldri hjá konum. Með áður óþekkta sykursýki voru þeir sem sögðust samkvæmt spurningalista ekki vera með sykursýki en greindust svo með sykursýki á blóðsykursprófunum. Með þekkta sykursýki voru þeir sem sögðust samkvæmt spurningalista vera með sykursýki. Algengi þekktrar sykursýki á tímabilinu 1997-02 er 1,6%. Heildaralgengi metið með WHO’99 greiningarskilmerkjum er 4,7%. Hlutfall óþekktrar sykursýki er því 0,66 og gildir því að fyrir hvern einn með þekkta sykursýki eru tveir sem eru ógreindir. Mynd 2 sýnir algengi SS2 eftir kyni og líkams- þyngdarstuðli (LPS). Algengi SS2 hjá þeim sem teljast of feitir (LÞS>30) er 10,6% (95% CI: 8,6- 12,6) hjá körlum og 7,1% (95% CI: 5,5-8,7) hjá konum. Munur milli kynja er marktækur hjá öllum hópunum. Til þess að athuga áhrif greiningarskilmerkja á algengi SS2 var algengið fundið út með skilmerkj- um WHO’85, ADA’97 og WHO’99. Á mynd 3 sést að með WHO’99 greinast flestir og WHO’85 greinir ívið fleiri en ADA’97, en munurinn er ekki tölfræðilega marktækur. Fyrir tímabilið 1967-72 er munurinn á WHO ’99 og hinum greiningarskil- merkjunum á mörkum þess að teljast marktækur (p=0,051). Við það að skipta úr WHO’85 í ADA’97 lækkar algengi SS2 að meðaltali yfir allt tímabilið um 6%. Við það að skipta úr ADA’97 í WHO’99 hækkar hinsvegar algengi SS2 um 24%, en breytingin úr WHO’85 í WHO’99 er um 16% hækkun að með- altali. Þannig að algengi SS2 fyrir fólk á aldrinum 45-64 ára óháð kyni með greiningarskilmerkjum WHO’99 fyrir tímabilið 1997-02 væri líklega um 4,7% og með WHO ’85 skilmerkjunum um 4,4%. Umræða Algengi SS2 er um 3,8% fyrir bæði kynin á aldrin- um 45-64 ára samkvæmt ADA’97 skilmerkjum og hækkaði um 50% á rannsóknartímabilinu en væri um 24% hærri með WHO’99 skilmerkjum eða um 4,7%. Hér á íslandi gildir nú næstum að fyrir hvern einn með þekkta SS2 eru um tveir ógreindir. Ljóst er að sykursýki er vaxandi vandamál ekki bara úti í heimi heldur hérlendis einnig. Algengi SS2 jókst um 50% á tímabilinu sem skoðað var en það er mun minna en gerst hefur í öðrum löndum eins og til dæmis Bandaríkjunum þar sem þessi þróun hefur verið mun hraðari (18, 19). Einnig er tíðnin hér á íslandi með því lægsta sem þekk- ist eins og sést í töflu II þar sem algengi SS2 í nokkrum löndum er borin saman. Ástæður þess að algengi SS2 virðist lægra hér á landi eru ekki að fullu þekktar en breyttar neysluvenjur og aukið kyrrsetulíf (20) sem er grunnur fyrir vaxandi offitu er að öllum líkindum sá þáttur sem stuðlar að auk- inni tíðni SS2. Algengi SS2 er marktækt hærri hjá körlum á þremur af fimm tímabilum sem skoðuð voru. Talið er að fleiri konur en karlar hafi SS2 ef litið 400 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.