Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2007, Side 26

Læknablaðið - 15.05.2007, Side 26
FRÆÐIGREINAR / LOFTBRJÓST fram að hér er eingöngu um að ræða endurtekin loftbrjóst sem kröfðust enduraðgerðar, en minni síðkomnum loftbrjóstum sem ekki kröfðust sér- stakrar meðferðar eða meðferðar með brjósthols- kera var sleppt. Tíðni enduraðgerða er sambærileg við erlendar rannsóknir hvað varðar opnu aðgerðirnar en yf- irleitt er tíðnin helmingi lægri en eftir aðgerðir framkvæmdar með brjóstholssjá (14,16-18). í þess- um sömu rannsóknum er tíðni enduraðgerða eftir brjóstholsspeglunaraðgerðir oftast á bilinu 3-6% (tafla VI). Okkar tíðnitölur (7,5%) eru því heldur í hærri kantinum, einnig samanborið við sænsku rannsóknina sem vitnað var í áður (5,8%) (19). í þessu sambandi er rétt að taka fram að tíðni end- uraðgerða er háð því hvaða ábendingar eru hafðar til hliðsjónar þegar tekin er ákvörðun um hvort framkvæma eigi enduraðgerð eða ekki. Aðrir meðferðarkostir koma til greina við endurtekið loftbrjóst, til dæmis brjóstholskeri sem tengdur er við sog. Á Landspítala hefur verið stefnan að taka sjúklingana frekar til enduraðgerðar, enda dugar meðferð með kera og sogi oft skammt í þessum tilfellum. Annar valkostur er að sprauta inn efnum í gegnum kerann sem örva samvaxtamyndun í fleiðruholi, til dæmis talkúmi. Talkúmi má einn- ig sprauta inn í fleiðruholið með aðstoð lítillar brjóstholssjár (medical thoracoscopy) þar sem sjúklingurinn er vakandi (20). Ókostur við þessi ertandi efni, og þá ekki síst talkúm, er að þau geta valdið töluverðum verkjum (21-24), sérstaklega á fyrsta sólarhringnum. Skurðaðgerð þarf því ekki að vera meira rask fyrir sjúklinginn en slík með- ferð. Loks er kostur við skurðaðgerð að hægt er að greina ástæðuna fyrir loftbrjóstinu, til dæmis blöðrur eða leka frá heftilínum. Þegar verið er að bera saman mismunandi skurðaðgerðir er mikilvægt að sjúklingahóparnir séu sambærilegir. Slembiröðun (randomization) er besta leiðin til þess að tryggja að hóparnir séu sem líkastir. Þessi rannsókn var ekki slembuð. Hins vegar voru aðgerðirnar framkvæmdar af aðeins sjö skurðlæknum sem hver um sig framkvæmdi annað hvort opna aðgerð eða brjóstholsspeglun (með fáeinum undantekningum). Val á aðgerðartækni (opin aðgerð vs. speglunaraðgerð) fór því eftir því hvaða læknir var á vakt hverju sinni þegar sjúkling- arnir voru lagðir inn. Þetta minnkar svokallaða valskekkju (selection bias) í sjúklingahópunum sem verið er að bera saman. Sjúklingahóparnir reyndust einnig mjög sambærilegir í þessari rann- sókn, bæði hvað varðar aldur og kyn. Ábendingar fyrir aðgerð voru einnig sambærilegar þótt reyndar væru heldur fleiri sjúklingar með lungnasjúkdóm (SSP) í opna hópnum. Ef eitthvað er eru því fleiri sjúklingar með alvarlegan lungnasjúkdóm í opna hópnum þar sem búast má við að tíðni endurtekins loftbrjósts og viðvarandi loftleka sé hærri. Annað sem hugsanlega hefði getað haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar er ef sjúklingarnir 17 sem snúið var í opna aðgerð hefðu verið taldir með brjóstholsspeglunarhópnum í stað þess opna. Þá er fylgt svokallaðri „intention-to-treat“ að- ferðafræði. Þetta var ekki gert í þessari rannsókn og þessir 17 sjúklingar breyttu litlu um tölfræði- legar niðurstöður nema hvað aðgerðartími fyrir opna hópinn lengdist lítillega. Athyglisvert er að hlutfall sjúklinga með lungnasjúkdóm er mjög lágt í þessari rannsókn (5,6%) samanborið við svipaðar rannsóknir erlendis þar sem hlutfall þessara sjúklinga er í kringum 20-30% (3,4). Skýring á þessu liggur ekki fyrir. Nýgengi alvarlegra lungnasjúkdóma er ekki ljóst hér á landi, enda þótt vitað sé að reykingar eru ekki jafn algengar hér og víða erlendis (25). Að öðru leyti voru ábendingar skurðaðgerða í þessari rannsókn sambærilegar við aðrar rannsóknir (4, 7,8). Há tíðni enduraðgerða eftir brjóstholsspegl- un er áhyggjuefni og getur haft þýðingu þegar velja á aðgerð, til dæmis hjá sjúklingum þar sem endurtekin loftbrjóst eru mjög óæskileg (svo sem hjá flugmönnum og köfurum) eða hættuleg (sjúklingar með alvarlegan lungnasjúkdóm). Það er þó ekki þar með sagt að brjóstholsspeglunar- aðgerðir eigi ekki rétt á sér. Þessar aðgerðir eru yfirleitt taldar þægilegri fyrir sjúklingana þar sem þær valda minni verkjum (14,15) og ör eru minni. Hvort tveggja hefur stuðlað að því að speglunar- aðgerðir hafa rutt sér til rúms á síðustu árum á kostnað hefðbundinna aðgerða. í þessari rann- sókn var ekki litið sérstaklega á verki eftir aðgerð eða verkjalyfjanotkun en fjöldi annarra rannsókna hefur sýnt fram á minni verki og verkjalyfjanotkun sjúklinga eftir speglunaraðgerðir (14, 15). í nið- urstöðum okkar sést að sjúklingarnir sem fóru í brjóstholsspeglun eru komnir heim einum degi fyrr en sjúklingar eftir opnar aðgerðir. Má því gera ráð fyrir að þeir séu eitthvað sprækari, en einn legudagur sparar umtalsvert fé og vegur upp á móti auknum kostnaði við enduraðgerðir og lengri aðgerðartíma (20 mín, miðgildi). Má í þessu sambandi nefna að legudagur á Landspítala kostar í kringum 72 þúsund krónur (apríl 2007). Einnig eru til rannsóknir sem sýna að þessir sjúklingar hafa minni fjarvistir úr vinnu sem skiptir máli bæði fyrir sjúklinga og vinnuveitendur, enda yfirleitt um tiltölulega unga einstaklinga að ræða (8,14). Nokkrar skýringar eru hugsanlegar á hærri tíðni endurtekins loftbrjósts eftir brjósthols- speglun. Til dæmis er erfitt að lekaprófa lungað við aðgerðina en lekapróf er alltaf framkvæmt í A 410 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.