Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 31
YFIRLITSGREIN / LOFTBRJÓST Sjálfkrafa loftbrjóst -Y firlitsgrein Tómas Guðbjartsson1,3 Brjóstholsskurðlæknir Guðrún Fönn Tómasdóttir2 Læknanemi Jóhannes Björnsson1'2 Meinafræðingur Bjarni Torfason1,3 Hjartaskurðlæknir 'Hjarta- og lungnaskurödeild, 2rannsóknarstofu í meinafræði Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. tomasgud@landspitali. is Lykilorð. sjálfkrafa loft- brjóst, faraldsfrœði, orsakir, meingerð, einkenni, greining, meðferð, skurðaðgerð, brjóst- holsskurður, brjóstholssjá, brjóstholskeri, yfirlitsgrein. Ágrip Sjálfkrafa loftbrjóst er tiltölulega algengur sjúk- dómur sem oftast greinist hjá ungu og annars hraustu fólki. Horfur eru yfirleitt góðar og flesta er hægt að lækna með brjóstholskera sem tengdur er við sog. Endurtekið loftbrjóst og viðvarandi loftleki eru þó tíðir fylgikvillar eftir slíka meðferð og getur þurft að grípa til skurðaðgerða. Hér eru rakin einkenni sjálfkrafa loftbrjósts, aðferðir til greiningar og meðferð. Sérstök áhersla er lögð á mismunandi meðferðarúrræði og ábendingar fyrir skurðaðgerð. Skilgreining og faraldsfræði Loftbrjóst kallast það þegar loft safnast fyrir innan fleiðruholsins. Arlegt aldursstaðlað nýgengi á Vesturlöndum er í kringum 7,4-18/100.000 fyrir karla og 1,2-6/100.000 fyrir konur (1, 2). Þessar tölur miðast eingöngu við sjúklinga sem ekki hafa þekktan lungnasjúkdóm, en að þeim viðbættum er tíðni sjálfkrafa loftbrjósts allt að tvöfalt hærri (2). Flestir sjúklingar eru á bilinu 20-30 ára og karlmenn í meirihluta (3, 4). Loftbrjóst er einnig mun algengara hjá reykingafólki (1), eða allt að 20 sinnum algengara en hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Hér á landi eru ekki til nákvæmar tölur um nýgengi loftbrjósts. Nokkrar íslenskar rannsóknir eru þó til, þar á meðal doktorsritgerð eftir Jón G. Hallgrímsson frá árinu 1978 (5), og tvær rannsókn- ir birtar í Lœknablaðimi. í þeirri fyrri var greint frá afdrifum 118 sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð vegna loftbrjósts á Landspítalanum á tímabilinu 1975-1984 (6). Síðari greinin birtist í þessu tölublaði Læknablaðsins og er yfirlit yfir árangur loftbrjóstaðgerða á Landspítala á árunum 1991-2005 (7). Lífeðlisfræði, meingerð og orsakir loftbrjósts Undir venjulegum kringumstæðum er neikvæður þrýstingur í fleiðruholi sem eykst við innöndun. Þessi neikvæði fleiðruholsþrýstingur er meiri við lungnatoppa en neðar í fleiðruholi. I hávöxnu fólki er þrýstingsmunur enn meiri og getur hugs- anlega skýrt hærri tíðni loftbrjósts hjá þeim (8). Þegar samgangur verður á milli loftvega lungna og fleiðruhols flæðir loft í átt að neikvæðum þrýstingi uns hann jafnast út. Loft getur borist í fleiðruhol með þrennum hætti. Langalgengast er að rof verði á yfirborði lunga og loft streymi út um yfirborð þess vegna rofs á lungnablöðrum. I öðru lagi getur loft borist í gegnum brjóstvegg vegna utanaðkomandi áverka á brjóstholi, til dæmis eftir hnífstungu. í þriðja lagi getur sýking í fleiðruholi með gasmyndandi sýklum myndað loft í fleiðru. Sjúklingar með sjálfkrafa loftbrjóst geta haft þekktan lungnasjúkdóm sem á þátt í orsök þess (secondary pneumothorax, SSP) (8). Tíðni loft- ENGLISH SUMMARY Guöbjartsson T, Tómasdóttir GF, Björnsson J, Torfason B Spontaneous pneumothorax: A review article Læknablaðið 2007; 93: 415-24 Spontaneous pneumothorax is a relatively common disease primarly affecting young and otherwise healthy individuals. Chest pain and dyspnea are the most common presenting symptoms and in majority of cases only a chest X-ray is needed to confirm the diagnosis. The initial treatment usually consist of a chest tube drainage, however, persistent airleakage and recurrent pneumothorax are frequent, these patients often requiring surgery. Open thoracotomy was the most common surgical approach with wedge resection of the leaking part of the lung. Today, video-assisted thoracoscopic surgery has in most centers replaced open surgery for spontaneous pneumothorax. In this article the presentation, diagnosis and treatment of spontaneous pneumothorax, including different surgical strategies, are reviewed in an evidence-based approach. Key words: spontaneous pneumothorax, epidemiology, pathophysiology, symptoms, diagnosis, treatment, surgery, thoracotomy, VATS, chest tube, review. Correspondence: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali. is Læknablaðið 2007/93 415
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.