Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FUNDUR LR UM PÓLITÍK Fögur fyrirheít í heilbrigðismálum - um pólitík á kosningavori Texti og myndir Hávar Sigurjónsson „Það er til skammar hvernig geðheilbrigðisþjón- usta fyrir ungt fólk er á íslandi, það er til skammar hvernig öldruðum er sinnt og það er til skammar hvernig farið hefur verið með Landspítalann þar sem aðbúnaður sjúklinga og starfsfólks er fyrir neðan allar hellur,” sagði Ragnar Daníelssen hjartalæknir er hann steig í pontu á fundi sem Læknafélag Reykjavíkur og Félag kvenna í lækna- stétt efndu til með frambjóðendum allra flokka fimmtudagskvöldið 26. aprfl til viðræðna um heil- brigðis- og jafnréttismál. Fleiri úr hópi lækna tóku í sama streng og lýstu niðurlægjandi aðstæðum og sífellt auknum kröfum sem heilbrigðisstarfsfólk reyndi að bregðast við með því einfaldlega að „hlaupa hraðar,” einsog Hlynur Níels Grímsson krabbameinslæknir komst að orði. Fyrir svörum sátu Siv Friðleifsdóttir heilbrigð- isráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, Margrét Sverrisdóttir fyrir íslandshreyfinguna, Magnús Þór Hafsteinsson fyrir frjálslynda flokkinn, Asta R. Jóhannesdóttir fyrir Samfylkinguna, Álfheiður Ingadóttir fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, Pétur Blöndal og Ásta Möller fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Heilbrigðismálin hafa kannski ekki verið efst á blaði í umræðum í aðdraganda kosninganna þó sumir flokkar hafi viljað halda því fram að þessar kosningar snúist um velferðarmál og hvert þjóðin stefni í því efni. Vissulega hafa orðið breytingar á heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum, og sýnist þar sitt hverjum um hvort þær hafi orðið til hins betra eða verra. Stefnuyfirlýsingar flokkanna í heilbrigðismálum bera sannarlega góðum hug vitni og úr þeim má auðvitað lesa að allir vilja öllum vel og að heilbrigði þjóðarinnar skuli tryggt sem best en hvernig ná skuli þeim markmiðum er tekist á um. Allir eru flokkarnir sammála um að heilbrigð- isþjónustan eigi að standa öllum til boða, óháð félagslegri stöðu eða efnahag. Hvernig þeim jöfn- uði skuli náð eru skoðanir hinsvegar skiptar. Segja má að meginmunurinn í áherslum flokkanna felist í þvi hversu stórum hlut þeir telji að hið opinbera eigi að sinna við rekstur og umsjón þjónustunnar. Þá leggja flokkarnir mismunandi áherslur á vægi einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni sem og hvort eða hversu stóran kostnaðarhlut sjúklingar eigi að bera sjálfir. Álflieiður Ingadóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir hlýða á Sif Friðleifsdóttur mœra heilbrigðiskerfið. 428 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.