Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2007, Page 52

Læknablaðið - 15.05.2007, Page 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Farinn í hundana Torfi Fjalar Jónasson hjartalæknir er einn þeirra skotveiðimanna sem er farinn í hundana því hann fékk sér labradorsækinn Skugga fyrir tveimur árum og hefur varið drjúgum tíma í þjálfun hans síðan, sótt tvö ítarleg veiðiþjálfunarnámskeið og stendur nú uppi með vel þjálfaðan veiðihund, ómissandi félaga á veiðum og frábæran fjölskyldumeðlim þar fyrir utan. Hávar Hundafólk tekur sumsé svona til orða um þá sem c. • ^ hafa ánetjast hundasportinu, að þeir séu farnir í Sigurionsson J , , v , , ,, hundana, og er það sannarlega vel meint og a ekk- ert skylt við uppruna orðtaksins. „Eg hef stundað skotveiðar um árabil og það leið ekki langur tími frá því að fjölskyldan flutti heim frá Svíþjóð fyrir fjórum árum að við fengum okkur hundinnsegir Torfi. Hann segir að aðstæður við þær veiðar sem hann stundi hafi beinlínis kallað á veiðihund! „Við eigum okkar fasta veiðistað á haustin við tjarnir þar sem er gljúpur leirbotn. Vatnið nær manni í Torfi Fjalar Jónasson ásamt labradorsœknum Skugga. hné og síðan sekkur maður annað eins í leirinn. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig er að eltast við særðar gæsir við þessar aðstæður, ekki síst eftir að farið er skyggja á kvöldin. Þetta eru hins vegar kjöraðstæður fyrir veiðihund enda sannaði Skuggi strax ágæti sitt í fyrrahaust en þá var hann í fyrsta sinn tekinn með í veiðitúr.” Ýmsar tegundir veiðihunda Þessi saga er samhljóða því sem margir skotveiði- menn hafa sagt er þeir eru spurðir hvers vegna þeir fengu sér veiðihund. Sumir taka dýpra í árinni og segjast hafa verið orðnir þreyttir á að „synda” sjálfir á eftir bráðinni út í sjó eða vötn; aðrir nefna að þeim hafi þótt ótækt að finna ekki fallna bráð en særðar gæsir og endur eru glúrnar að fela sig og þá ekki nokkur leið að finna þær nema lyktarskyn- ið sé því betra. Þar kemur hundurinn sterkur inn. Torfi er ekki einn um þá tilfinningu að finnast ótækt að vita af föllnum eða særðum fugli en finna hann ekki. „Það er í rauninni ekki verjandi að stunda fuglaveiðar að kvöldlagi á haustin án þess að vera með hund,” segir hann með áherslu. En nothæfur veiðihundur stekkur ekki alskap- aður úr móðurkviði þó eðlið sé sterkt og þjálf- unin gangi út að að beina því í réttan og jákvæðan farveg. Hefðbundið eðli veiðihunda er þríþætt og hafa tegundirnar ýmist verið ræktaðar með einn eða fleiri eðlisþætti í huga. Labradorinn er úr hópi sækjandi veiðihunda en þeir eru stundum kall- aðir skothundar (gun-dogs) þar sem þeir fylgja veiðimanninum, nota sjónina til að staðsetja hvar bráðin fellur til jarðar við skot og beita síðan sjón og lyktarskyni til að finna hana og færa hana síðan í hendi veiðimannsins. Bendandi veiðihundar (pointing dogs) vinna á allt annan hátt, þeir hlaupa lausir og beita lyktarskyninu til að finna lifandi fugl og taka sér síðan stöðu og „benda“ með nef- inu á fuglinn þar sem hann situr. Veiðimaðurinn kemur síðan að hundinum, gefur honum merki um að reka fuglinn upp, reisa hann, og þá er skotið og síðan sækir hundurinn fuglinn og færir veiðimann- inum hann. Hér á landi er einungis hægt að stunda rjúpnaveiðar á þennan hátt þar sem aðrar fugla- tegundir sem kalla á þessa veiðiaðferð eru ekki til staðar hérlendis. I Evrópu eru möguleikarnir mun fleiri þar sem fjölbreytnin í villtum hænsnfuglum er meiri. Þá má nefna í þriðja lagi hunda sem þefa 436 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.