Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL uppi blóöslóð eftir særða bráð og koma þeir helst að gagni í skóglendi þar sem auðvelt er að missa sjónar á bráðinni. Labradorinn varð fyrir valinu „Eg var auðvitað búinn að velta fyrir mér ýmsum hundategundum og hafði augastað á einni tegund sem handleiðarinn minn í sérnáminu í Svíþjóð átti. Það var þýskur bendir, sem kallast Munsterlander, og er mjög skemmtilegur hundur en þeir eru ekki til hér á landi og ég held reyndar að þeir þoli mun síður bleytu og kulda en labradorinn. Það eru hins vegar til nokkrar tegundir af bendandi veiðihund- urn hér og menn hafa verið ná góðum árangri í ræktun og þjálfun þeirra en á endanum varð labradorinn fyrir valinu og við sjáum ekki eftir því. Það vó líka þungt að hundinum er Iíka ætlað að vera fjölskylduhundur og í því hlutverki blómstrar labradorinn algjörlega. Dóttirin stakk reyndar upp á því að við fengjum okkur Chiahua smáhund en ég tók það ekki í mál; ef fjölskyldan fengi sér hund þá yrði hann að geta uppfyllt væntingar okkar allra, veitt með mér og verið svo gæludýr þess utan.” Það má nefnilega ekki gleyma því að þó veiðar séu stundaðar af kappi þá er talsvert drjúgur tími af árinu sem ekki er hægt að fara á veiðar og þá er eins gott að hundinum lyndi við fjölskylduna. „Við fjölskyldan stundum talsverða útivist bæði vetur og surnar, förum í gönguferðir og útilegur og Skuggi fylgir okkur auðvitað í allar slíkar ferðir. Hann fer létt með það.” Torfi og Skuggi eru nýbúnir að ljúka síðara veiðiþjálfunarnámskeiðinu sem eigendum sækj- andi veiðihunda býðst á vegum Hundaræktarfélags íslands. „Þessu námskeiði lauk með prófi um dag- inn og Skuggi er núna útskrifaður sem veiðihundur þó margt sé ennþá ólært. Það kemur með stöðugri þjálfun og aukinni veiðireynslu.” Frá því á vorin og fram eftir sumri stendur Hundaræktarfélagið fyrir veiðiprófum fyrir sækj- andi veiðihunda þar sem keppt er í þremur styrk- Ieikaflokkum, byrjendaflokki, opnum flokki og úrvalsflokki. Þetta hefur gefið mörgum aukið tæki- færi og metnað til að viðhalda þjálfun hunda sinna og fá árangurinn metinn til einkunnar.Torfi kveðst stefna á þátttöku með Skugga í fyrsta veiðiprófinu í sumar en ýmislegt þurfi að snurfusa og laga áður en þeir félagarnir eru tilbúnir í þann slag. Fjölbreytt þjálfun Ekki var þó annað að sjá en Skuggi væri búinn að læra öll undirstöðuatriðin þegar þeir Torfi féllust á að hitta mig til myndatöku í Heiðmörkinni á Torfieróspará hrósið dögunum. „Hann þarf að þekkja og hlýða nokkr- t>e8ar Skuggifœrir honum um skipunum alveg skilyrðislaust. Hlýðniþjálfun fenginn. er forsenda þess að veiðiþjálfunin geti hafist. Hann þarf að koma þegar kallað er á hann, standa og sitja kyrr og ganga við hæl eigandans. Veiðiþjálfunin gengur í sem stærstum dráttum útá að kenna honum að leita uppi, staðsetja og sækja bráðina. Við æfingarnar er notuð svokölluð gerfibráð, (dummies) sem eru þessar appels- ínugulu rúllur sem sjást á myndunum. Hann þarf einnig að þekkja og hlýða bendingum til hægri og vinstri og áfram og afturábak, en það er kölluð stýrivinna þegar svo ber undir að veiðimaðurinn veit nákvæmlega hvar bráðin liggur og vill koma hundinum umsvifalaust að henni. Við þessa þjálf- un er hundaflautan ómissandi þar sem ekki er alltaf hægt að beita röddinni vegna fjarlægðar við hundinn eða hróp og köll myndu fæla væntanlega bráð í burtu.” Torfi segir að þjálfun hundsins sé ekki síður skemmtileg en veiðarnar sjálfar, þannig skapist nánari tengsl milli hunds og manns og svo sé líka ágætan félagsskap að hafa af öðrum veiðihunda- eigendum þar sem þeir hittist gjarnan við þjálf- unina og beri saman bækur sínar þess á milli. Hann tekur að lokum heilshugar undir kjörorð þeirra sem kynnst hafa veiðum með hundum: Engar veiðar án hunds. Læknablaðið 2007/93 437
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.