Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 58
■ UMRÆÐA & FRÉTTIR / 50 ÁRA AFMÆLI SKÍ Tómas Guðbjartsson Hátíðarávarp formanns SKI, í tilefni af 50 ára afmæli Skurðlæknafélags íslands 31. mars 2007 í hátíðarsal Háskóla íslands Hœstvirtur ráðherra, formaður Háskólaráðs, formaður Lœknafélags íslands, kollegar og aðrir gestir. Hvatamaður að stofnun Skurðlæknafélags íslands og fyrsti formaður var prófessor Snorri Hallgrímsson. Félagið var stofnað 19. mars 1957 á Landspítalanum og voru 17 læknar á stofnfundi. I ræðu Snorra sem vísað er til í Gjörðabók félagsins segir „að æskilegt væri að skurðlæknar hér á landi hefðu með sér félagsskap, bæði til þess að fylgjast með málum, sem einkum varðar þennan starfshóp lækna, en einnig til að hafa samband við skurð- lækna annarra landa, einkum Norðurlandanna." Þessi markmið eiga enn við 50 árum síðar, þegar Skurðlæknafélagið er lögformlega orðið stéttarfélag næstum 100 félagsmanna. A stofn- fundi voru samin fyrstu lög félagsins og þar kom fram að „félagar geta þeir orðið sem hafa sér- fræðiviðurkenningu í skurðlækningum, beina- og liðasjúkdómum, kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp og þvagfærasjúkdómum, svo og þeir, sem eru að ljúka sérnámi í þessum fræðum“. Nú hafa nýjar sérgreinar bæst við, má þar nefna lýtalækningar, heila- og taugaskurðlækningar og hjartaskurð- lækningar. Við lestur Gjörðabókarinnar, sem gefin hefur verið út í tilefni afmælisins, er áberandi hversu mikill hugur og metnaður í félaginu frá upphafi. Aðstæður til að stunda skurðlækningar þá voru allt aðrar og frumstæðari en við þekkjum í dag. Einangrun skurðlækna var meiri, vinnuálag gríðarlegt og örfáir menn sinntu því sem tugir skurðlækna gera í dag. Við þessar erfiðu aðstæður náðu frumkvöðlar félagsins engu að síður að funda reglulega og þétta hópinn. í>ótt ekki hafi allir verið sammála er samheldni skurðlækna áberandi. Þetta má ekki gleymast í dag á tímum sérhæfingar og síaukins fjölda undir- sérgreina. Það er skoðun mín að við skurðlæknar, í hvaða líffæri eða hluta líkamans sem við krukkum, eigum meira sameiginlegt hver með öðrum en við aðrar sérgreinar. Þegar litið er hálfa öld aftur í tímann er ljóst að gríðarlegar framfarir hafa orðið í skurðlækningum. Með bættum verkfærum er unnt að framkvæma mun flóknari aðgerðir en áður og árangursríkar aðgerðir nútímans á veiku og öldruðu fólki hefðu þótt djarfar fyrir 20-30 árum síðan. Skurðlæknar geta þó ekki þakkað sér einum bættan árangur því framfarir í gjörgæslu- og svæfingalækningum og stórbætt myndgreiningartækni eiga ekki síður þátt í þessari jákvæðu þróun. Irnynd skurðlæknisins hefur breyst, við erum hluti af stóru teymi, frekar en einhvers konar guðir, líkt og forverar okkar virtust vera á fyrstu árum Skurðlæknafélagsins. Starfið er gefandi en líka krefjandi og langar aðgerðir og tíðar vaktir með bráðaútköllum taka sinn toll. Ekki er sjálfgefið að skurðlækningar séu jafn vinsælar í dag og þær voru. Ungir læknar vilja fjölskylduvænna starf og ríkari áhersla er lögð á frítíma. Því má gera ráð fyrir að í framtíðinni verðum við að hafa meira fyrir því að lokka til okkar bestu ungu læknana. Við þurfum að aðlaga greinina breyttum aðstæðum og kröfum nútímans. Annars dögum við uppi sem eins konar „dínósárar“ í eigin heimi, einir á vakt! Það er nefni- lega ekki sjálfgefið að það sé toppurinn „að vera á tvískiptum“. Michael DeBakey, einn frægasti núlifandi skurðlæknir, á einhvern tíma að hafa sagt að „gallinn við tvískiptar vaktir er að þá sjá unglæknarnir einungis helminginn af nýju tilfellun- um!“ Það er vissulega gaman að svona sögum en staðreyndin er sú að margir hér í salnum upplifðu svipaðar sögur í sérnámi sínu og þá voru þær ekki sagðar í gríni. Á stórafmæli er eðlilegt að líta til baka og velta fyrir sér hverjar stærstu framfarirnar hafa verið. Þótt erfitt sé að gera upp á milli atburða kemur fyrsta hjartaaðgerðin árið 1986 upp í hugann, fyrsta gallblöðrutakan með kviðsjá árið 1991 og fyrsti nýrnaflutningurinn tveimur árum síðar. Mikilvægur þáttur í þróun greinarinnar er hversu víða íslenskir skurðlæknar hafa sótt menn- tun sína, oft til bestu staða erlendis. Bakgrunnur okkar er því fjölbreyttur og mismunandi viðhorf hafa fengið að njóta sín. Þjálfun í sjaldgæfum 442 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.