Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR
METÝLFENÍDAT
eru í ósamræmi við aldur og þroska. Ýmsar far-
aldsfræðilegar rannsóknir á almennu þýði sýna 5-
10% algengi ADHD hjá börnum og unglingum, en
4-5% meðal fullorðinna (1-4). Einnig hefur verið
sýnt fram á að ADHD er tvöfalt til fjórfalt algeng-
ara meðal drengja en stúlkna (1, 2, 5).
Örvandi lyf voru fyrst notuð í læknisfræðileg-
um tilgangi árið 1937 (6). Það var þó ekki fyrr en
á sjötta áratug síðustu aldar að fyrstu tvíblindu
rannsóknirnar voru gerðar en þær staðfestu virkni
lyfjanna (7). Síðan hafa verið gerðar vel á þriðja
hundrað rannsóknir (7, 8). Á síðustu árum hefur
notkun örvandi lyfja aukist á íslandi líkt og víðast
hvar á Vesturlöndum (9). Umræða um gagnsemi
og mögulega skaðsemi lyfjanna hefur verið áber-
andi. Einnig hafa vaknað spurningar um ofnotkun
þeirra.
Örvandi lyf eru adrenhermandi lyf sem líkjast
katekólamímum. Þau draga úr kjarnaeinkennum
athyglisbrests, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Á Islandi
eru fjögur sérlyf metýlfenídats á markaði, Rítalín®
og Equazym®, sem eru stuttverkandi form, en
langverkandi eru Rítalín Uno® og Concerta®.
Einnig er önnur tegund örvandi lyfs á markaði
amfetamín, Amfetamín®, en það er sjaldan notað
við ADHD hérlendis. Atomoxetín, Strattera®, er
nýtt lyf með sömu ábendingu og metýlfenídat
en alls óskylt örvandi lyfjum. Atomoxetín hemur
endurupptöku noradrenalíns í taugaenda. Lyfið
var markaðssett í Bandaríkjunum árið 2003 en á
íslandi í ágúst 2006. Þar sem amfetamín og ato-
moxetín eru ekki til skoðunar í þessari rannsókn
verður ekki fjallað nánar um þau. Hið sama á við
um önnur lyf sem notuð eru í sjaldgæfum tilvik-
um við ADHD, svo sem þríhringlaga þunglynd-
islyf og klónidín.
Útbreiðsla og notkun örvandi lyfja til með-
ferðar við ADHD hefur verið rannsökuð í
töluverðum mæli en flestar rannsóknir koma
frá Bandaríkjunum þar sem lyfið er mest notað.
Notkun lyfjanna meðal bandarískra barna (0-18
ára) jókst fjórfalt frá árinu 1987 (6%o) til ársins
1996 (24%o) (10). Frá 1997 hægði á aukningunni og
var algengið árið 2002 áætlað 29%o (11). í flestum
löndum Norður-Evrópu hefur notkun örvandi
lyfja einnig aukist síðustu ár. Sala metýlfenídats
á Englandi þrefaldaðist frá 1998 til 2006 (12). í
Noregi varð á 10 ára tímabili rúm 11-földun á
notkun lyfja við ADHD meðal barna, úr 0,3 skil-
greindum dagskömmtum á hver 1000 börn á dag1
árið 1996 í 3,7 árið 2006 (13). Þrefalt fleiri börn í
Danmörku fengu metýlfenídat árið 2006 en árið
2002 (14). Notkun örvandi lyfja er minni í Suður-
Evrópu. Metýlfenídat (Rítalín®) var nýlega skrá-
sett á Ítalíu og vitað er að að notkunin í Frakklandi
1 DDD/1000 íbúar/dag
og á Spáni er mjög takmörkuð.
Þrátt fyrir gagnsemi er deilt um réttmæti notk-
unar örvandi lyfja. Hætta á misnotkun lyfjanna
og vöntun á líffræðilegum og lífeðlisfræðilegum
prófum til að greina ADHD kynda þar undir. Auk
þess hefur skortur á rannsóknum sem varða lang-
tímaáhrif lyfjanna vakið deilur.
í ljósi umræðu og vísbendinga um fjölþjóð-
lega aukningu á notkun örvandi lyfja er rann-
sókn þessi gerð. Engin heildstæð úttekt hefur
áður verið gerð á umfangi og þróun notkunar
metýlfenídats á íslandi. Má að einhverju leyti rekja
það til skorts á gögnum en nýr lyfjagagnagrunn-
ur Landlæknisembættisins og tölfræðigrunnur
Tryggingastofnunar ríkisins um lyfjanotkun hafa
opnað tækifæri til rannsóknar sem þessarar.
Einnig er nákvæm skráning um sérstök heim-
ildarkort fyrir metýlfenídat (gulu kortin) lögð til
grundvallar í þessari rannsókn.
Markmið rannsóknarinnar er að lýsa þróun
metýfenídatnotkunar á íslandi frá árinu 1989 til
og með ársins 2006. Dreifing metýlfenídatnokunar
er greind með tilliti til verkunartíma lyfs, kyns,
aldurs og búsetu sjúklinga. Einnig er skipting
lyfjaávísana á metýlfenídat milli sérgreina lækna
könnuð. Rætt er um þróun notkunar með tilliti
nýrra lyfjaforma á markaði og breyttra reglna um
ávísanir lækna á örvandi lyf.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin er lýsandi áhorfsrannsókn (descript-
ive observational study) sem byggir á gögnum
úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins, töl-
fræðigrunni Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og
eftirlitsgögnum Landlæknisembættisins um lyf
undir sérstöku eftirliti. Rannsóknartímabilið nær
frá 1. janúar 1989 til og með 31. desember 2006.
Þýði rannsóknar eru íslensk börn á aldrinum 0-18
ára á rannsóknartímabili.
Gögn
Eftirlitsgögn Landlæknisembættisins vegna met-
ýlfenídatnotkunar fela í sér fjölda útgefinna heim-
ildarkorta til einstaklinga frá upphafi árs 1989 til
loka árs 2000. Samkvæmt ákvæðum auglýsinga,
nr. 230/1976, 293/1978 og 84/1986, um takmark-
anir á ávísun lækna á amfetamín og nokkur
fleiri lyf sóttu læknar um sérstök heimildarkort
til landlæknis fyrir einstaklinga sem þurftu á
metýlfenídatmeðferð að halda. Með hliðsjón af
að um gagnreynda lyfjameðferð var að ræða, var
kortaútgáfu fyrir metýlfenídati hætt árið 2001
samkvæmt reglugerð nr. 233/2001.
Bæði lyfjagagnagrunnur Landlæknisembætt-
826 LÆKNAblaðiö 2007/93