Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 52
UMRÆÐUR O G FRETTIR
ÁLYKTUN U M RISTILSKIMUN
Fylgt úr hlaði
Á Alþingi íslendinga síðastliðið vor var samþykkt þingsálykt-
unartillaga um skipulagða leit eða skimun eftir krabbameini í ristli og
endaþarmi, sem hefja skal árið 2008. ítarleg greinargerð fylgir þingsá-
lyktunartillögunni, þar sem rakinn er hinn vísindalegi bakgrunnur sem
styður tillöguna.
Lengi hefur verið deilt um árangur slíkrar leitar og hvaða leitarað-
ferðum best er að beita. Aðeins ein aðferð hefur verið skoðuð í stórum
samanburðarrannsóknum (með þátttöku 240 þúsund einstaklinga),
en það er athugun á blóði í hægðum (FOBT) og síðan alristilspeglun
(colonoscopy) fyrir þá einstaklinga þar sem blóð finnst. Sýnt hefur
verið fram á lækkun dánartíðni (mortality) í 20-25% tilfella þar sem
aðferðinni er beitt. Niðurstöður hafa leitt til þess að í mörgum löndum
Evrópu hefur skimun hafist, bæði með skipulögðum og óskipulögðum
hætti og mismunandi rannsóknaraðferðum.
Leitað er að nákvæmari skimunaraðferðum. Alristilspeglun er vænt-
anlega nákvæmasta rannsóknaraðferðin og ef eitthvað finnst, til dæmis
kirtilæxli (adenomatous polyp) sem er forstig flestra illkynja meina í
ristli, má fjarlægja það í leiðinni. Hér skortir hins vegar vandaðar sam-
anburðarrannsóknir, alristilspeglun til stuðnings sem skimunaraðferð.
íslendingar eiga að vera þátttakendur í slíku starfi, enda er álykt-
unin, um skimun eftir krabbameini í ristli og endaþarmi sem hér fer á
eftir, vitnisburður um samstöðu fagfélaga og annarra aðila í baráttunni
gegn þessum illvíga sjúkdómi.
Ásgeir
Theodórs
Tryggvi
Stefánsson
Ályktun um forvarnir gegn krabbameini í ristli og endaþarmi.
Hér á landi greinast á hverju án um 120 einstaklingar með krabbamein i nstli og endaþarmi. Mcöalaldur þcina er um
70 ár og na:r helmingur þeina devT innan 5 ára af völdum sjúkdómsins. Um það bil 90 þeirra fara í aðgerð í þeim
tilgangi að lækna sjúkdóminn en 30 hafa meinvörp og ólæknandi sjúkdóm og er þá öðruin meðferðarúrræðum beitt.
árslok 2004 voru á lifi 775 cmstaklingar, scm höfðu grcinst mcð krabbamcin i risth og cndaþarmi. Talið cr að beinn
kosmaður vegna þessa krabbameins á íslandi sé a.m.k. 500 milljónir króna á ári. Vegna tilkomu nýua lyfja hcfur hfun
sjúklinga ineð ólæknandi ristilkrabbamein aukist mikið. Kostnaður við þá meðferð er hins vegar gríðarlegur og stendur
samfélagið nú ffammi tyrir þeim vanda að ákvcða hversu dýr sú mcðfcrð má vera. Framtíðarspár um fjölda sjúklinga
með krabbamein í ristli og endaþarmi segja að það vcrði 166 ný tilfelli árið 2020. Meðferðarkostnaðunnn á þvi efttr að
aukast verulega í framtíðinni.
Það er mikilvægt að greina sjúkdóminn strax á forstigum til þess að koma i veg fyrir þjáningu og ótímabær dauösfóll.
það hefur verið staðfest I þrem stórum rannsóknum aö skimun með leit að blóöi I hægðum og nstilspeglun a þeim sem
eru jákvæðir lækkar dánartíðni af völdum krabbamcins í ristli og cndaþarmi um 20%.
Fræðilega er hægt að koma i veg fyrir myndun 80% af krnbbameinum f ristli og endaþanni vegna þess að þessi æxli
hafa forstig, scm cru góðkynja separ eða kirtilæxli (ristlinum. Sepana cr hægt að tjarlægja mcð ristilspcglun. Það hctur
engin framsýn rannsókn verið gerð, sem sýnir gildi ristilspeglunar sem skimunaraötérðar. Það er brýnt að slík rannsokn
sé gerð. Ef nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi lækkaði um 80% þá yrðu 24 tilfeUi af krabbameininu a an á
íslandi borið’saman við 120 við óbreytt ástand. Jafnvel þó að árangurinn yrði aðeins 40% lækkun á nýgengi þá væri það
mikill árangur I baráttunni við ein af algcngari krabbameinum meðal íslendinga.
Hópur visindamanna á Norðurlöndum, scm kallar sig NordlCC (Nordic Initiatíve on Colorectal Cancer) helur lagt
fram hugmynd um framsýna slembirannsókn til að rannsaka hvaða gildi ristilspeglun hefur sem skimunaraðterð.
Ráðgert er að 4000 islendingar taki þátt í þessari áhugaverðu visindarannsókn.
Undirritaðir cru sammála um cftirfarandi:
1. Aö strax verði liafin skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með leit aö blóði í hægðum, sem er ema
aðferðin er sannað hcfur gildi sitt til að lækka dánartiðni vcgna þcssa krabbamcins. .....
2 Að lýsa yfir stuðningi viö framkvæmd á framsýnni slcmbirannsókn. sem NordlCC hópurinn hefur undirbuið til aö
öðlast vitncskju um hvaða gildi ristilspeglun hcfur sem skimunaraðferð fvnr krabbantcini i nstli og cndaþarmi.
Þessi grein og ályktun var
birt í Læknablaðinu í október.
Endurbirt nú í stækkaðri
mynd til að auðvelda lestur
skjalsins.
Reykjavik 15.03.2007
^rabbamein^Fflág Ís|a<íffs _
Si^ufður Bjönissopt" t'onnaður
tthías Halldórssoh, landlæknir
/ Lýðheilsustöð ,
knir / Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjfiri
Ásgeir er sérfræðingur í
meltingarsjúkdómum og
Tryggvi er skurðlæknir
Félag íslejfíkra heimili
.iLÆtÁýfeÁ" .-rf
■ Elinborg Bárðartjói
ótjir, formaður
/___
v
864 LÆKNAblaöið 2007/93