Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREIN METÝLFENÍD var algengið 57,2 %o hjá 10 ára drengjum og 20,1 %o hjá 10 ára stúlkum þegar þrjár eða fleiri lyfjaávís- anir eru notaðar sem viðmið fyrir metýlfenídat- notkun. Sama ár leystu 20,1 af hverjum 1000 17 ára drengjum og 6,4 af hverjum 1000 stúlkum út metýlfenídat þrisvar eða oftar. Á mynd 4 má sjá algengi metýlfenídatnotkunar meðal barna á íslandi árið 2006 greint eftir búsetu. Það ár var algengið hæst á Suðurnesjum meðal bæði drengja (48,9%o) og stúlkna (17,8%») en lægst á Vestfjörðum meðal drengja (24,4 %o) og stúlkna (9,1 %o). Á höfuðborgarsvæðinu var algengið meðal drengja 37,6%o en 12,3%o meðal stúlkna. í töflu I kemur fram hvar marktækur munur var á meðalársalgengi eftir landshlutum fyrir tímabilið 2004 til 2006. Meðal drengja á Suðurnesjum og stúlkna á Norðurlandi vestra var notkunin hins vegar marktækt meiri en á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili. I töflu II er sérlyfjum á íslenskum markaði sem innihalda metýlfenídat skipt upp eftir verk- unartíma lyfjanna. Á árunum 1965 til 2002 var Rítalín® eitt á markaði í flokki lyfja sem innihéldu metýlfenídat. Síðan 2002 hafa langverkandi form metýlfenídats verið á íslenskum markaði. Á mynd 5 sést hvernig þróun algengis stuttverkandi og langverkandi lyfja var frá 2003 til 2006. A fjórum árum lækkaði algengi stuttverkandi lyfja meðal barna á íslandi úr 18,7%o í 6,8%o. Samsvarar þetta því að 1466 börn hafi árið 2003 fengið útleyst stuttverkandi metýlfenídat einu sinni eða oftar, en 542 börn árið 2006. Lækkunin er aðallega vegna minni notkunar Rítalíns®, 1466 böm árið 2003, en 532 árið 2003. Frá 2003 til 2006 hækkaði algengi langverkandi metýlfenídatlyfja úr 14,4 %o í 24,6 %o. Árið 2006 var algengast að barnalæknar ávís- uðu metýlfenídati á börn. Á töflu III má sjá skipt- ingu metýlfenídatnotkunar barna árið 2006 eftir sérgreinum lækna sem ávísuðu lyfjunum, bæði með tilliti til magns (DDD) og fjölda einstaklinga. Umræða Niðurstöðurnar sýna fram á að notkun metýlfení- dats meðal barna á íslandi hefur aukist mikið á síðustu árum. Þó virðist sem ákveðnu jafnvægi hafi verið náð um árið 2004 og notkunin haldist nokkuð stöðug í kjölfarið. Margar orsakir liggja eflaust að baki aukningunni, meðal annars meiri þekking á eðli og þróun ADHD ásamt betra aðgengi að greiningu og lyfjunum sjálfum. Árið 2001 lagðist af sértækt opinbert eftirlit með ávísun metýlfenídats. Gagnreynd og árangursrík meðferð varð til þess að útgáfu sérstakra heimildarkorta fyrir metýlfenídat var hætt. Eftir breytinguna KK - a-m-k «in tyfjaávísun —KK - a.m.k. þrjár lyfjaávísanír KVK • a.m.k. ein lyfjaávlsun_____________________________-A- KVK - a.m.k. þrjár lyfjaávsisanir Mynd 3. Kynskipt algengi metýlfenídatnotkunar eftirfjölda innleystra lyfjaávísana meðal barna (0-18 ára) á íslandi árið 2006. Ferningslínur merkja eina eðafleiri lyfjaávísun, þrí- hyrndar línur merkja þrjár eða fleiri lyfjaávísanir á ári. Fjöldi notenda á hverja 1000 íbúa. Mynd 4. Landshlutaskipt algengi metýlfenídatnotkunar meðal barna (0-18 ára) á tslandi árið 2006. Fjöldi notenda á hverja 1000 íbúa. Mynd 5. Algengi metýlfenídatnotkunar meðal barna (0-18 ára) á íslandi 2003-2006, skipt eftir verkunartíma lyfs. Fjöldi notenda á hverja 1000 íbúa. héldust lyfin enn sem áður eftirritunarskyld í samræmi við reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. TR tekur ekki LÆKNAblaðið 2007/93 829
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 12. tölublað (15.12.2007)
https://timarit.is/issue/378553

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. tölublað (15.12.2007)

Aðgerðir: