Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 61
UMRÆÐUR OG FRÉTTIR Á LÆKNADÖGUM Málþing um hjartaendurhæfingu Magnús R. Jónasson magnusrj@mmedia. is læknir Reykjalundi Eftir hádegi mánudaginn 21. janúar 2008 verður haldið á Læknadögum Læknafélags íslands mál- þing um endurhæfingu hjartasjúklinga. Tekist hefur að fá hingað til lands fjóra af þekktustu vísindamönnum á sviði hjartaendurhæfingar í Evrópu til að fjalla um efnið frá ýmsum sjón- arhornum. Verður hér í stuttu máli gerð grein fyrir þeim og eru áhugasamir hvattir til að koma og hlusta og skiptast á skoðunum við þá í pallborði í lok málþingsins. Dr. Hugo Saner er fyrstur á mælendaskránni. Hann er prófessor í hjartasjúkdómafræði við háskólann í Bern í Sviss og er yfirmaður hjarta- endurhæfingarinnar við háskólasjúkrahúsið þar. Hann er mikill áhugamaður um forvarnir gegn hjartasjúkdómum og endurhæfingu hjartasjúk- linga og er nú einn af ritstjórum European Journal of Cardiovascular Prevention and Rehabilitation. Hann nefnir sinn fyrirlestur „The impact of cardiac rehabilitation on morbidity and mortality in CAD patients: What evidence do we have?" Hannah McGee er prófessor í sálfræði í Dublin á írlandi. Árum saman hefur hún haft mikinn áhuga á mati á lífsgæðum hjartasjúklinga og vitna rannsóknir hennar og skrif um það. Hún vinnur nú ásamt öðrum að gerð evrópsks mælitækis til að meta lífsgæði hjartasjúklinga (HeartQoL), sem lengi hefur vantað við rannsóknarvinnu. Efni hennar á málþinginu verður: „Quality of life assessment in cardiac populations". Dr. Stephan Gielen er dósent við háskólann í Leipzig og yfirlæknir í hjartasjúkdómafræði við Herzzentrum í Leipzig. Hann hefur verið þátt- takandi í öflugri rannsóknarstarfsemi í Leipzig og hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á áhrifum þjálfunar á hjartabilaða. Hans erindi heitir: „Resistance exercise in patients with chronic heart failure - is exercise the key to prevention and treatment?" Síðastur á mælendaskránni er dr. Rainer Ham- brecht. Hann er prófessor í hjartasjúkdómafræð- um við háskólann í Leipzig og leiðir þar öfluga rannsóknarstarfsemi. Hann er sérstaklega þekktur fyrir rannsóknir sínar og skrif um áhrif þjálfunar á æðaþel kransæða hjá sjúklingum með kransæða- sjúkdóma og hjartabilun. Hans framlag á þessu málþingi heitir „Exercise training and endothelial dysfunction in coronary heart disease and chronic heart failure. From molecular biology to clinical benefits". Allt eru þetta áhugaverð efni flutt af þeim sem fremst standa í rannsóknum og skrifum um þessi málefni í Evrópu. Eftir erindin verða pallborðs- umræður með fyrirlesurum og fundarstjóri verður dr. Guðmundur Þorgeirsson, sviðstjóri lækninga á lyflæknissviði 1 á Landspítala. LÆKNAblaðið 2007/93 873
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.