Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 31
______FRÆÐIGREINA
HJARTAENDURHÆFIN
Tafla II. Samanburöur á algengi þunglyndis/ kvíöa meöal karla og kvenna viö komu.
Karlar Konur Samtals
N=151 % N=49 % N=200 % p-gildi
Saga um þunglyndi 29 19,2% 10 20,4% 39 19,5% 0,85
Saga um kvíða 17 11,3% 6 12,2% 23 11,5% 0,85
Þunglyndi, klínísk greining 24 15,9% 13 26,5% 37 18,5% 0,15
Kvíði, klínísk greining 40 26,5% 16 32,7% 56 28,0% 0,51
Þunglyndi HAD >11 15 9,9% 4 8,2% 19 9,5% 0,93
Kvíði HAD >11 15 9,9% 7 14,3% 22 11,0% 0,56
eða meira bendir til þunglyndis/kvíða. Læknir
og hjúkrunarfræðingur báru síðan saman bækur
sínar og skráðu niður sameiginlegt álit. Ef aðilar
voru ekki sammála var skráð niðurstaða þess sem
hærra gaf. Skráð var hvort sjúklingurinn hafi áður
verið greindur með þunglyndi eða kvíðasjúkdóm.
Síðan var HAD spurningalisti þunglyndis og
kvíða lagður fyrir sjúklinginn og aftur í lok dvalar.
Ekki var breytt viðbrögðum varðandi meðferð frá
því sem tíðkaðist fyrir rannsóknina þó sjúkling-
urinn greindist þunglyndur og/eða kvíðinn. Fyrir
útskrift var síðan skráð öll ný geðmeðferð í dvöl-
inni.
Tölfræði
Gildi eru birt sem meðaltöl með einu staðalfráviki
(standard deviation, SD). Samanburður á hópum
var gerður með kí-kvaðrat prófum en sam-
anburður á þunglyndi og kvíða samkvæmt HAD
kvarða sem samfelldri breytu, var gerður með
Wilcoxon matched-pairs signed-ranks test, þar
sem niðurstöður voru ekki normaldreifðar. Til að
kanna fylgni þunglyndis og kvíða samkv HAD
og aldurs var notað Spearman rank correlation.
Tölfræðiforrit var GraphPad InStat version 3,05.
Niðurstöður
Af 200 þátttakendum voru 151 karl og 49 konur.
Meðalaldur karlanna var 61,7 (SD 10,8) ár en
kvennanna 62,7 (SD 10,1) ár. Flestir komu í kjölfar
kransæðaaðgerða eða annarra áfalla eða einkenna
kransæðasjúkdóms en nokkur hluti einnig vegna
annarra hjartasjúkdóma (tafla I).
Fyrri sögu um þunglyndi höfðu 39 manns og 23
höfðu áður greinst með kvíðavandamál. í komu-
viðtölum greindust 37 þunglyndir (18,5 %), en 19
(9,5 %) samkvæmt niðurstöðum HAD kvarða. Á
samsvarandi hátt voru 56 greindir klínískt með
kvíða (28,0%) en 22 (11%) voru með kvíða sam-
kvæmt HAD. Enginn marktækur munur var á
tíðni þunglyndis eða kvíða milli karla og kvenna,
hvort sem litið var til fyrri sögu, klínískrar grein-
ingar eða svörunar á HAD kvarða (tafla II).
Ekki var marktækt samband milli aldurs og
þunglyndis á HAD, Spearman r =0,0012, p=0,986,
en hins vegar reyndist allsterk neikvæð fylgni
milli aldurs og kvíða á HAD, r = -0,22, p=0,0014,
það er meiri kvíði hjá þeim yngri.
Fremur lítil skörun reyndist vera milli þeirra
sem höfðu fyrri sögu um þunglyndi og kvíða og
jákvæðrar greiningar samkvæmt HAD prófi við
komu (mynd 1). Þannig má ætla að talsvert af
þeim einkennum sem voru til staðar við komu hafi
verið nýtilkomin og ekki greind áður.
Af þessum 200 sjúklingum sóttu 87 námskeið
um jafnvægi í daglegu lífi. Til viðbótar hefðbund-
inni hjartaendurhæfingu var einnig veitt sérhæfð
meðferð við geðrænum einkennum eftir þörfum.
Níu manns fóru aukalega í viðtöl hjá geðlækni og
þrír hjá sálfræðingi, 14 fengu þunglyndislyf, 18
kvíðalyf og fimm fóru í hugræna atferlismeðferð.
Til að reyna að meta breytingu á geðrænum ein-
kennum á meðferðartímanum voru bornar saman
niðurstöður á HAD prófunum bæði við komu og
við brottför. Horft var til breytinga á fjölda þeirra
sem voru yfir greiningarmörkum í hvort skipti
og eins var gerður samanburður á tölulegum nið-
urstöðum kvarðanna sem samfelldri breytu.
Algengi þunglyndis og kvíða reyndist mun
lægri við lok hjartaendurhæfingar en við komu,
þannig hafði algengi þunglyndis lækkað úr 9,5
% í 3% eða um 72% og algengi kvíða á sama hátt
lækkað úr 11,0% í 2,5 % eða 77% (tafla III).
Þegar niðurstöður HAD prófsins voru metnar
sem samfelld breyta, lækkaði meðaltalið á með-
ferðartímanum fyrir þunglyndi úr 4,79 í 3,61,
(parað Wilcoxon próf p<0,0001) og meðaltal HAD
fyrir kvíða lækkaði á samsvarandi hátt úr 4,66 í
3,30 (p<0,0001).
Mikil fylgni var milli þunglyndis og kvíða, 11
Tafla III. Algengi þunglyndis og kvíða, mælt með HAD kvarða, við upphaf og lok
hjartaendurhæfingar á Reykjalundi.
Þunglyndi Kvíði
Koma Brottför Koma Brottför
Jð 19 9,5% 6 3,0% 22 11,0% 5 2,5%
Mögulega 27 13,5% 12 6,0% 26 13,0% 16 8,0%
Nei 154 77,0% 182 91,0% 152 76,0% 179 89,5%
LÆKNAblaðið 2007/93 843