Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 3
Ljósmynd Dagný Heiðdal
Læknadagar 2008
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL
www. laeknabladid. is
Aðsetur
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Símar
564 4104-564 4106 (fax)
Ritstjórn
Bryndís Benediktsdóttir
Engilbert Sigurðsson
Tómas Guðbjartsson
Þóra Steingrímsdóttir
Jóhannes Björnsson,
ábm. og ritstjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Brynja Bjarkadóttir
brynja@iis.is
Læknadagar 2008 verða haldnir á Hótel Sögu dagana 22.-26. janúar og fylla heila viku að venju.
Dagskráin er birt í heild sinni á bls. 896-890 og kennir þar fjölmargra grasa en líklega er þó einna
óvenjulegust málstofa um háfjailalæknisfræði þar sem innlendir og erlendir læknar sem gengið
hafa á hæstu fjöll veraldar lýsa reynslu sinni af háfjallaveiki og fara ofan í saumana á meðferð
við henni. - Myndin er tekin í september innan við 100 metra frá hæsta tindi Kilimanjaro og sýnir
aðframkomna íslenska lækna á uppleið.
■■HHi LISTAMAÐUR M Á N AÐ A R I N S
Sara Björnsdóttir (1962) efndi til sýningar í Berlín
nú í lok nóvember. Þar sýndi hún verk sem eru
einkennandi fyrir fjölbreytta nálgun hennar í mynd-
listinni, Ijósmyndir, myndbandsverk auk þess sem
að á opnun var hún með gjörning. Þemað var gefið
til kynna í titlinum, „Intoxication" (víma), en eins og
hún segir sjálf frá vildi hún gera
rauðvíni hátt undir höfði: „Auk
þess að veita líkamlega vellíðan
og gáskafullan unað þá hefur það
einnig læknisfræðilega eiginleika,
enda talið mjög gott fyrir hjartað
og æðakerfið auk þess að hafa
örvandi áhrif á meltinguna." Les-
endur Læknablaðsins ættu að
geta metið þessa fullyrðingu lista-
mannsins á faglegum forsendum.
Hitt er víst að Bakkus hefur löngum verið yrkisefni í
listum og Sara fetar í fótspor þeirra fjölmörgu sem
hafa leikið sér með samlíkingu áfengisvímu og list-
sköpunar. Þannig má segja að rétt eins og drykkja
losar um hömlur ku listin hafa tök á að opna gáttir
tilfinninga eða leiða menn að áður ókönnuðum
sjónarhornum. Um leið vinnur Sara í anda þeirra
listamanna sem þaulkanna þá hluti sem eru þeim
fyrir sjónum dag frá degi. Má sérstaklega hugsa til
kyrralífsmálara fyrri alda sem fóru höndum þannig
um einföldustu hluti að eftir standa verk sem sýna
okkur allt annað og meira en myndefnið gefur til
kynna.
Ljósmyndaverk Söru, Intoxication (2007), sýna
barmafull rauðvínsglös sem skoðuð eru í gegn um
kviksjá. Þannig kemur fram mynstur sem virðist
hvort tveggja í senn vísa til
upphafinnar gleðivímu og
veruleikabrenglunar. Sams
konar tvískinnungs gætir í
myndbandsverkinu „Salem
Lights" sem hún sýndi einn-
ig á ofangreindri sýningu.
Myndbandstökuvélinni var
beint að reyk frá sígarettu
sem brennur upp þannig að
úr varð fagurt sjónarspil sem
um leið byggir á eins heilsuspillandi fyrirbæri og
hugsast getur. í báðum tilvikum tekur hún venjulega
hluti sem allir kannast við og gerir þá abstrakt, að
myndum sem standa einar og sér. Rauðvínsglas og
sígaretta eru mörgum hversdagslegur gleðigjafi og
bakgrunnur samskipta manna í millum og þannig
vísa þessi nýjustu verk Söru einnig til eldri verka
hennar þar sem hún vinnur með tilfinningar og sam-
skipti.
Markús Þór Andrésson
Blaðamaður
Hávar Sigurjónsson
havar@iis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
6.840,- m. vsk.
Lausasala
700,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt
til að birta og geyma efni
blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita
með neinum hætti, hvorki
að hluta né í heild án leyfis.
Prentun og bókband
og pökkun
íslandsprent ehf.
Steinhellu 10
221 Hafnarfirði
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2007/93 815