Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 22
F R Æ G Á T Ð I G R E I N A R_ |R Á GEÐDEILDUM að þeir eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum (2). Gátum er venjulega skipt í þrennt: 1) Fulla gát (sjálfsvígsgát), þar sem sjúklingur í sjálfsvígs- hættu, með aðra sjálfskaðandi hegðun eða óráð, hverfur aldrei úr augsýn starfsmanns, 2) yfirsetu, þar sem sjúklingur, sem er órólegur, árásargjarn eða með óráð, má hverfa úr augsýn starfsmanns, sem þarf þó alltaf að vita hvar hann er niðurkom- inn og hvað hann er að gera og 3) 5-15 mínútna gát, þar sem haft er reglulegt eftirlit með sjúklingi, sem lokið hefur sjálfsvígsgát eða yfirsetu, eða sjúklingi sem þarf að fylgjast með fyrst eftir innlögn. Gátir geta verið fyrirbyggjandi. Þær geta skap- að aðstæður fyrir minna áreiti, dregið úr sjálfskað- andi hegðun og ofbeldi, og skapað möguleika á að framkvæma nákvæmt mat á sjúklingi og mynda meðferðarsamband við hann (3). Þannig geta þær dregið úr stroki og ofbeldi og fækkað veikindadögum hjúkrunarfólks og haft í för með sér minni kostnað fyrir deildina samhliða auknu meðferðaröryggi fyrir sjúklinga. Á bráðageðdeildum Landspítala eru sjúkling- ar daglega á einhverjum ofannefndra gáta. Gríðarmikill tími fer í að sinna þeim og algengt er að nokkrir sjúklingar á sömu deild séu samtímis á gát. Dæmi eru um það erlendis að mælt sé með að setja sjúkling á gát í um fjórðung tilvika (5). Gátir geta því verið stór útgjaldaliður geðdeilda og þess eru dæmi að kostnaður vegna gáta nemi allt að 20% af heildarkostnaði hjúkrunar á geðdeildum (6). Þó gátir séu aðallega notaðar á geðdeildum eru þær einnig notaðar öðru hvoru á öðrum sjúkrahúsdeildum, svo sem öldrunardeildum, slysadeildum og lyflæknisdeildum, til dæmis vegna óráðs sjúklinga og fráhvarfs (7). Sjúklingar á gát geta haft ákveðnar skoðanir á því hvað hefur meðferðarlegt gildi fyrir þá (8, 9, 10). Sjúklingar telja til dæmis að gátir veiti þeim öryggi og stuðning, þær dreifi athyglinni og veki von um bata (1). Það sem ekki hafi meðferðarlegt gildi sé skortur á útskýringum, samkennd og umhyggju starfsfólks. Starfsfólk geðdeilda telur það hafa meðferð- arlegt gildi fyrir ákveðna sjúklinga að hafa þá tímabundið á gát (11) og þess vegna hlýtur að skipta máli hvernig gát er innt af hendi. Sjúklingur á gát er sviptur ákveðnum réttindum eins og ferðafrelsi og á fullri gát getur hann hvorki farið einn út af deild né verið einn á snyrtingu. Það ætti því að vera markmið að hafa gátir eins stuttar og mögulegt er og til þess að ná því markmiði skiptir framkvæmd þeirra máli. Á geðdeildum kemur það oftast í hlut þeirra starfsmanna sem hafa minnsta menntun að sinna sjúklingum á gát (12). Þessir starfsmenn hafa litla fræðilega þekkingu á viðfangsefninu þótt þeir búi oft yfir persónulegum hæfileikum sem nýtast vel í umönnun sjúklinga. Þótt gátir séu snar þáttur í starfsemi geðdeilda hafa tiltölulega fáar rannsóknir verið gerðar á þeim og engar á íslandi svo vitað sé. Rannsókn þessi var því gerð til að varpa ljósi á notkun og eðli gáta á fjórum bráðadeildum á geðsviði Landspítala. Aðferð Þátttakendur Sjúklingar Á þriggja mánaða rannsóknartímabili haustið 2005 voru 157 sjúklingar á fjórum bráðadeildum geðsviðs Landspítala, það er þremur almennum deildum og einni fjölkvilladeild fyrir vímuefna- neytendur, settir á gát, 65 (42%) karlar og 91 (58%) kona. Af þessum hópi náðist í 71 (45%) sjúkling, 29 (41%) karla og 42 (59%) konur. Meðalaldur karl- anna var 42,4 ár (sf=14,6) og kvennanna 38,7 ár (sf=13,6). Aldursmunur kynja var ekki marktækur. Enginn neitaði þátttöku í rannsókninni, en þeir 86 (55%), sem ekki náðist í, höfðu verið útskrifaðir eða fluttir til á sjúkrahúsinu. Starfsmenn Sextíu starfsmenn sem sinna gátum á deildunum fjórum (19 hjúkrunarfræðingar, 22 sjúkraliðar og 19 ófaglærðir) voru beðnir um að taka þátt í rannsókninni vorið 2006, 16 (27%) karlar og 44 (73%) konur. Meðalaldur karlanna var 37,7 ár (sf=16,3) og kvennanna 48,3 ár (sf=12,6) og reynd- ust konurnar marktækt eldri en karlarnir (t=2,64, p<0,05). Mælitæki Sjúklingar Teknar voru saman upplýsingar um aldur, kyn, fjölda daga frá innlögn og fyrri innlagnir á geð- deild, tegund gáta og ástæður, fyrir alla sjúklinga sem settir voru á gát á rannsóknartímabilinu. Auk þess var tekið við þá staðlað viðtal með 11 spurn- ingum stuttu eftir að gát lauk, til að kanna viðhorf þeirra. Spurningarnar skiptust í 5 opnar spurningar og 6 lokaðar: Opnar spurningar: 1. Hvað fannst þér hjálplegt/gagnlegt fyrir þig í meðferðinni á meðan þú varst á gát? 2. Hvað fannst þér ekki hjálplegt/gagnlegt fyrir þig í meðferðinni á meðan þú varst á gát? 3. Hvað fannst þér erfiðast við að vera á gát? 4. Hvað í fari starfsfólks fannst þér hjálplegt/ gagnlegt fyrir þig á meðan þú varst á gát? 834 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.