Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 50
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
SKIMUN í RISTLI
Ásgeir Theodórs yfirlæknir á koma í veg fyrir hugsanlegt krabbamein og hins
St. Jósefsspítala. vegar ef allt reynist eðlilegt þarf viðkomandi
ekki að koma í ristilskoðun aftur fyrr en eftir 8
til 10 ár. Ef viðkomandi reynist með kirtilæxli þá
er það fjarlægt og síðan þarf að koma í skoðun
með reglulegum hætti eins og getið er um hér að
framan."
Fræðsla samhliða átakinu
Ásgeir segir að fræðsla og kynning sé lykilatriði
til að átakið nái tilætluðum árangri. „Þrátt
fyrir að það sé í rauninni afskaplega einfalt að
taka hægðasýni heima hjá sér og koma því til
Krabbameinsfélagsins þá vex það eflaust mörgum
í augum og finnst það ógeðfellt. Það þarf því að
fræða og upplýsa fólk um hversu mikilvægt þetta
er. Á árunum 1984-1986 gerði Krabbameinsfélagið
takmarkaða forkönnun varðandi skimun hjá 6000
einstaklingum en þátttaka var rétt rúmlega 40%.
Þá var reyndar hvorki umræða í þjóðfélaginu
um þessa skimun né markviss fræðsla en núna
er fólk miklu meira meðvitað um slíkar forvarn-
araðgerðir og víða þar sem fólk er á ferðalagi eru
auglýsingar með hvatningu til almennings um að
fara í slíka skoðun til að koma í veg fyrir þetta ill-
víga krabbamein. í mörgum löndum er skipulögð
leit hafin (Finnlandi og Englandi) að ristilkrabba-
meini og víða annars staðar er leitin óskipuleg
en áberandi engu að síður því heilbrigðisyfirvöld
hvetja til og taka þátt í kostnaði varðandi hinar
ýmsu skimunaraðgerðir sem beitt er.
í langan tíma hefur mikil fræðslustarf-
semi verið í gangi um krabbamein í ristli í
Bandaríkjunum. Þar hefur jafnframt verið mælt
með ákveðnum rannsóknaraðferðum til að greina
þetta krabbamein fyrr en ella og hefur fólk verið
hvatt til að halda vöku sinni í þessu efni. Þar
hefur verið rætt á skýran hátt um áhættuþætti og
einkenni sem hugsanlega geta gefið til kynna for-
stig eða fyrstu stig þessa krabbameins.
Nú er ljóst að þar sem þessi fræðsla hefur
verið áberandi, sést lækkun í dánartíðni t.d. í
Bandaríkjunum, en nýgengi hefur verið að aukast
í flestum öðrum löndum þar sem fræðsla eða
skimun hefur ekki verið eins áberandi.
Þessi viðleitni og árangur er skýr skilaboð til ann-
arra landa í Evrópu um hvað hægt er að gera með
í barátttunni gegn þessu krabbameini.
Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að
halda úti stöðugri fræðslu og upplýsingagjöf til
almennings samhliða svona skimunaraðgerðum.
Þar er ég að tala um blaðagreinar, sjónvarpsþætti,
aðgengilegt fræðsluefni á netinu og umfjöllun
af öllu tagi sem heldur vöku fólks og gerir það
meðvitað um mikilvægi þess að taka þátt í slíku
verkefni. í þingsályktunartillögunni sem nú hefur
verið samþykkt er einmitt gert ráð fyrir að ásamt
með skimuninni verði í framkvæmd skipulagt
fræðsluátak."
Ásgeir segir að gerð hafi verið rannsókn
nýlega í Evrópu á viðhorfum fólks í til leitar
að ristilkrabbameini og þar hafi verið spurt
nærgöngulla spurninga um hægðavenjur og
ristilskoðanir. „Þar kemur í ljós að þetta virðist
ekki vera feimnismál hjá íslendingum. Við erum
meðal þeirra þjóða þar sem þetta virðist ekki vera
neitt viðkvæmt efni. í Finnlandi er þetta hins-
vegar mikið feimnismál en þar hefur samt komið
í ljós að þeir skila sér ágætlega í skimun eftir
ristilkrabbameini (rúmlega 70 %) en Finnar hafa
verið með skipulega leit í gangi undanfarin tvö
ár eins og við stefnum að hér á landi. Vonandi má
hafa það til marks um hversu viljugir íslendingar
munu verða að taka þátt þegar við hefjum skim-
un eftir þessu krabbameini."
Þegar tekin er ákvörðun um hvort hefja eigi
skimun af þessari stærðargráðu meðal þjóðarinn-
ar fer ekki hjá því að fólk velti fyrir sér kostnaði
við skimunina annars vegar og hins vegar kostn-
aði samfélagsins af því að halda að sér höndum
og gera ekkert. Ásgeir segir tölurnar í þessu efni
alveg ótvíræðar. „Það kostar um 150 milljónir
á ári að framkvæma skimunina en kostnaður
862 LÆKNAblaðið 2007/93