Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 36
UMRÆÐUR O G FRÉTTI NÝR FORMAÐUR LÍ R Róttæk einstaklingshyggja, jafnaðarmennska og einkarekstur Hún segist vera holdgervingur 68 kynslóðarinnar. Róttæk í mennta- skóla og sótti fundi Æskulýðsfylkingarinnar. Hún hefur rekið sjálfstætt fyrirtæki í 15 ár. Hún er talsmaður einkareksturs í heil- brigðisþjónustu. Hún er fimm barna móðir. Hún segist vera jafn- aðarmaður og vilja að allir eigi jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og enginn eigi að njóta forgangs vegna stöðu sinnar eða efnahags. Hún heitir Bima Jónsdóttir röntgenlæknir og er fyrsta konan sem gegnir formennsku í Læknafélagi Islands. Birna er fædd og uppalin í Reykjavík dóttir hjónanna Lilju Pedersen og Jóns Sigurðssonar og útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 1970. „Það var fyrsti árgangur stúdenta sem útskrifaðist þaðan og sá árgangur er dálítið merkilegur vegna þess að í honum var óvenjuhátt hlutfall af elstu systkinum úr sínum systkinahóp. Það stafaði af því að MH þótti ekki eins fínn og MR á þeim tíma og margir sem átt höfðu eldri systkini í MR grenjuðu sig þar inn en við sem áttum ekki slík tengsl fórum í MH." Birna var atkvæðamikil á menntaskólaárun- um, hún var gjaldkeri nemendafélagsins og gekk Keflavíkurgöngur og lækkar róminn þegar hún segir: „Ég var á fundum í Æskulýðsfylkingunni en ég var aldrei skráð í Fylkinguna. Mamma sagði mér að það gæti komið mér í koll síðar ef ég ætlaði til náms í Bandaríkjunum. Ég fór að ráðum hennar þó ég færi annað í nám síðar. Þá var kalda stríðið í algleymingi og ég var róttæk. Ég er róttæk ennþá í þeim skilningi að það er mér ekki keppikefli að viðhalda status quo. Ég er ekki hrædd við breyt- ingar." Fyrsta konan formaður LÍ Hún skýrir hugmyndir sínar um hvað felst í orð- inu róttækur með því að segjast trúa á kraftinn í einstaklingnum til að hafa áhrif á samfélagið og knýja fram jákvæðar breytingar. „Þetta hefur ekk- ert með pólitík að gera, ég er ekki kommúnisti Hávar en ég er mikil jafnaðarmanneskja, ég er kvenrétt- Sigurjónsson indakona og ég hugsa og þess vegna er ég fem- ínisti. Ég hef vissulega gaman af þeirri staðreynd að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í LI en það rekur mig ekki áfram og var ekki ástæða þess að ég sóttist eftir starfinu. Ég hef verið í stjórn Læknafélagsins í 6 ár og formennskan leggst afskaplega vel í mig." Hvað varð til pess að stúdentinn Bima Jónsdóttir ákvað að læra læknisfræði? „Það er einmitt vegna þess hvað ég hafði sterka sjálfstæðis- og jafnréttistilfinningu strax sem barn og unglingur. Ég var alveg ákveðin í því að ég skyldi geta séð fyrir mér sjálf í lífinu og unnið fyrir minni fjölskyldu. Efnahagslegt sjálf- stæði er grundvöllur að sjálfstæði einstaklingsins. Þegar ég svo stóð fyrir utan Háskóla íslands og velti fyrir mér hvaða grein ég ætti að velja mér þá var ég viss um að ég fengi sömu laun og strák- arnir ef ég yrði læknir. Ég hafði líka fyrirmyndir því mamma mín Lilja Pedersen og frænka mín Guðrún Agnarsdóttir voru báðar læknar. Læknar voru fleiri í fjölskyldunni fjarskyldari og fram í ættir. Svo var líka sagt að þetta væri erfitt nám og clausus var í gangi og ég þoldi ekki þessa ögrun, ég varð að sigrast á henni. Ég var líka orðin mamma þegar þetta var og flestir spáðu því að þetta yrði mér of erfitt. Ég naut reyndar mikillar aðstoðar fjölskyldu minnar, sérstaklega mömmu sem passaði barnið fyrir mig." Löngunin til að líkna sjúkum hefur þá ekki riðið baggamuninn? Birna horfir sposk á mig og spyr á móti hvort hún hafi minnst á slíka löngun í viðtalinu. Nei, reyndar ekki. „Það er alltaf mjög mikilvægt hvað 848 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0023-7213
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
938
Skráðar greinar:
Gefið út:
1915-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Undirtitill frá 59. árg. 1973: The Icelandic medical journal
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 12. tölublað (15.12.2007)
https://timarit.is/issue/378553

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. tölublað (15.12.2007)

Aðgerðir: