Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 48
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR SKIMUN í RISTLI Skimun mun bjarga mannslífum Skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá ald- urshópnum 55-70 ára mun vonandi hefjast í byrjun árs 2009 sam- kvæmt þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í mars síðastliðnum. Ásgeir Theodórs sérfræðingur í meltingarsjúkdóm- um og yfirlæknir á Meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala- Sólvangi í Hafnarfirði hefur haft veg og vanda af undirbúningi þessa verkefnis og með henni er baráttumál hans í aldarfjórðung að ná fram að ganga. „Ég skrifaði grein og síðan greinargerð fyrir Krabbameinsfélag íslands árið 1982 um nauðsyn þess að hefja undirbúning að skimun fyrir rist- ilkrabbameini og hef verið talsmaður þess allar götur síðan en hlutirnir taka sinn tíma og það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli hafa tekið þetta skref nú," segir Ásgeir í samtali við Læknablaðið. „Krabbameinsfélagið mun sjá um ákveðna þætti skimunarinnar og m.a. halda utan um allar nauðsynlegar upplýsingar og byggja þar á langri og farsælli reynslu af skipulagi við leit að krabba- meini í brjóstum og leghálsi sem það hefur annast til margra ára." Krabbamein í ristli og endaþarmi er annað til þriðja algengasta krabbameinið í báðum kynjum meðal íslendinga. „Það greinast um 115 ein- staklingar með þessi krabbamein á ári hverju og 50-55 sjúklingar deyja á hverju ári vegna þessa sjúkdóms sem er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Meðalaldur þeirra sem greinast eru um 70 ár, en nýgengi byrjar að aukast um 50 ára aldurinn. Um 90% þeirra sem greinast eru 50 ára og eldri. Þessi krabbamein eru heldur algengari hjá körlum. Nýgengi sjúkdóms- ins fer vaxandi og spáð er verulegri fjölgun tilfella á næstu áratugum," segir Ásgeir. Þjóðin er að eldast og þess vegna er mjög mikilvægt að hefja aðgerðir gegn þessum vágesti sem er „dauðans alvara". Áhættuþættirnir vel þekktir Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en Hávar þeir vega ekki allir jafn þungt. Meira en þrjú af Sigurjónsson hverjum fjórum tilfellum greinast hjá fólki með meðaláhættu (hafa enga sérstaka áhættuþætti), þar sem hækkandi aldur skiptir mestu máli. Margir þeirra sem greinast með ristilkrabbamein eru á besta aldri og eru að að hefja ánægjulegt ævikvöld þegar „hinn þögli morðingi" sem þetta krabbamein hefur verið nefnt ber að dyrum. „Flest þessara krabbameina eru stakstæð (sporadic) en 15-20% þeirra má rekja til þekktra áhættuþátta. Þar á meðal er um að ræða ákveðin heilkenni, HNPCC, APC og önnur skyld afbrigði, fjölskyldusögu, bólgusjúkdóma í ristli (colitis ulcerosa, Crohn's sjúkdóm), og fyrri sögu um góðkynja kirtilæxli (adenomatous polyp) eða fyrri sögu um ristilkrabbamein", segir Asgeir. Aukin áhætta að fá þetta krabbamein hefur verið tengd mikilli neyslu á rauðu kjöti, fitu og neyslu á trefja- og kalksnauðri fæðu. Vísbendingar eru um að reykingar, mikil áfeng- isneysla og hreyfingarleysi geti aukið líkur á að fá ristilkrabbamein. Ásgeir segir ekki deilt um það lengur að mögulegt sé að fyrirbyggja þetta krabbamein. „í flestum tilvikum má finna góðkynja forstig, sem nefnt er kirtilæxli (adenomatous polyp). Um 25-30% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa þegar myndað þessi kirtilæxli, en ekki nema lítill hluti þeirra (6-7%) verður illkynja. Þar sem þetta for- stig er oftast einkennalaust, eins og reyndar byrj- andi krabbamein í ristli, þarf að leita að þessum meinsemdum hjá fólki sem er án einkenna og er að öðru leyti heilbrigt. Það skiptir sköpum að greina meinið snemma og þarna skilur á milli lækningar og alvarlegra veikinda vegna krabbameins sem hefur náð að sá sér til aðlægra eitla eða fjarlægari líffæra en þá minnka lífslíkur verulega. Því miður greinist meira en helmingur sjúklinga með slíka útbreiðslu á meininu og eru komnir með einkenni sem eru tilefni skoðunar. Megin ástæðan fyrir hárri dánartíðni vegna þessa krabbameins er að við erum ekki að greina sjúk- dóminn nógu snemma og þannig hefur það verið undanfarna áratugi þrátt fyrir stórbætta rann- sóknartækni. Þessu viljum við breyta með því að skima fyrir þessu krabbameini og finna það áður en það gefur einkenni og helst fyrirbyggja flest þeirra." Á fjárlögum næsta árs eru ætlaðar 20 milljónir króna væntanlega til undirbúnings á verkefninu. 860 LÆKNAblaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.