Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 43
R E
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
YNSLUSAGA HEIMILISLÆKNIS
læknastofur og voru þar aðstæður allt aðrar en
ég hafði orðið vitni að á sjúkrahúsinu. Af bílaflot-
anum fyrir utan varð mér ljóst hverjir hefðu
aðgang að þessari þjónustu. Þarna var ég meðal
annars viðstaddur fæðingu sem fór fram við
sómasamlegar aðstæður en um leið varð manni
hugsað til þeirra fjölda mæðra sem ekki hafa að-
gang að slíkri þjónustu því flestar konur fæða við
frumstæðar aðstæður í heimahúsum án aðgangs
að hreinu vatni. Mæðra- og ungbarnadauði er
að sama skapi hár. Það er ekki tilviljun að börnin
í Spes barnaþorpinu hans Njarðar í Lomé hafa
mörg hver misst móður sína.
I Tógó er engin skipulögð heilsugæsla og
aðgengi efnalítils almennings að læknaþjónstu og
lífsnauðsynlegum lyfjum er nánast ekkert. Fólkið
leitar í andatrúna og sá ég merki þess á 5 ára
dreng sem hafði greinilega verið illt í maganum,
en hann var alsettur öramunstri á kviðnum. Gerð
hafði verið tilraun til að hrekja illa anda út úr
iðrum drengsins með því að skera með hnífi stri-
kamunstur í kviðhúðina. Maður getur rétt ímynd-
að sér þjáningar barna sem fá ekki einfalda með-
ferð við amöbu- og ormasýkingum í þörmum.
Algengasta dánarorsök barnanna er niðurgangur
og ofþornun.
I fylgd með túlkinum fór ég í nokkrar vitjanir
í heimahús. Ég heimsótti fjölskyldu, hjón með 2
börn (2ja ára og 4ra ára) sem bjó í 10 fermetra her-
bergi, veggir voru steyptir en þakið úr einföldu
bárujárni sem leiðir mjög vel hitann frá brennandi
sólinni svo að innandyra var kæfandi hiti. Öll
sváfu þau í sama rúminu en voru svo lánsöm að
hafa net yfir rúminu til varnar moskítófiugunni.
Malaría er skæð pest fyrir börn undir 5 ára aldri
og má minnka dánartíðni barna vegna malaríu
um allt að 40% ef notast er við slíkt net sem kost-
ar kringum 10 dollara. Hægt er að gefa slíkt net ef
farið er inn á slóðina www.malarianomore.com
Það spurðist fljótt að kominn væri læknir í
heimsókn í hverfið og fólk dreif hvaðanæva að.
Kona kom með hita, þrem vikum eftir barnsburð,
hún kvartaði um slappleika og svitinn bogaði af
henni, hún var trúlega með þvagfærasýkingu og
ég bjó svo vel að eiga nokkur amoxicillin hylki
í töskunni. Börnin kvörtuðu aðallega um maga-
pínu og miðaldra kona kom með kvartanir sem
samrýmdust við skoðun sykursýki og háþrýst-
ingi. í nálægu apóteki fann ég ódýrustu lyfjameð-
ferðina við háþrýstingi sem kostar nálægt hálfum
mánaðarlaunum sjúklingsins.
Ríkum löndum ber skylda til að efla heil-
brigðisþjónustu í fátækum löndum eins og Tógó.
Fátækt verður ekki útrýmt nema heilbrigðisþjón-
usta mjög fátækra landa sé stórbætt, sem er ein
af undirstöðum þess að efnahagsframfarir geti
átt sér stað. Meðalaldur er rétt um fimmtíu ár og
dánartíðni ungs fólks á vinnufærum aldri hefur
lamandi áhrif á þróun efnahags þó Tógóbúar séu
ennþá það lánsamir að geta brauðfætt sig og búi
ekki við hungur.
í þessu sambandi er rétt að minna á háleit
þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna (The
Millennium Development Goals) sem miða að
því að útrýma mikilli fátækt og að draga úr
ungbarna- og mæðradauða auk þess að hefta
útbreiðslu HIV og malaríu með markvissum
aðgerðum til ársins 2015. Þar er sérstaklega
kveðið á um samábyrgð allra jarðarbúa við að ná
fram þessum markmiðum. í sárri fátækt þrífst
öfgakennd hugmyndafræði sem ógnar öryggari
allra jarðarbúa, jafnt ríkra sem fátækra. Fjármagn
til hernaðarumsvifa gerir heiminn ekki öruggari,
þvert á móti væri þeim fjármunum betur varið
til þróunaraðstoðar. Óskandi væri að íslendingar
létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.
Vitjun í úthverfi Lomé.
Ljósmynd: Madjid
Agbamba.
LÆKNAblaðið 2007/93 855