Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 39
U M R Æ Ð U N Ý R R O G FRÉTTIR FORMAÐUR LÍ [8 BmL/ |// /7 f hvorki betur né verr eftir því hjá hverjum þeir vinna. Öll læknisfræði getur staðið utan hins opinbera. Það er sama hvar borið er niður. Hjarta- og heilaskurðlækningar, öldrunarlækn- ingar, bráðaþjónusta, hvað eina. Það er búið að reikna út samkvæmt DRG kostnaðargreiningu hvað tilteknar aðgerðir og læknisþjónusta kost- ar á íslandi. Landspítalinn á að fara að vinna samkvæmt þessu kerfi. Úr því að þessi greining liggur fyrir þá þarf ríkið ekki að standa í rekstri. Það getur einfaldlega samið við aðra um að veita þessa þjónustu á þessu verði. Þannig hef ég selt Tryggingastofnun ríkisins verk í 15 ár. Það er reyndar ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að koma í veg fyrir að ríkið reki ekki heilbrigðisþjón- ustu. Ég held hins vegar að aðrir geri það miklu betur og þó ég sé orðin formaður Læknafélags íslands þá hef ég ekkert skipt um skoðun á því." Telurðu aðþetta sé almenn skoðun meðal lækna? „Ég held að hún sé mjög algeng en læknar eru mjög ólíkur hópur innbyrðis og hagsmunir þeirra eru ólíkir. Sumir eru launþegar á meðan aðrir eru í eigin rekstri en það er líka staðreynd að flestir læknar eru hvorutveggja en í mjög mis- jöfnum hlutföllum. Landspítalinn er langstærsti vinnuveitandi lækna á íslandi en þar vinna nærri 500 læknar og það má áætla að allt að helmingur þeirra sé líka í hlutastarfi hjá sjálfum sér. f lækna- félaginu eru á tíunda hundrað læknar og meira en helmingur þeirra starfar hjá einum og sama vinnuveitanda. Þetta setur auðvitað svip á stétt- ina og mótar að talsverðu leyti starf félagsins. Hið opinbera er um leið eini kaupandi læknisþjónustu á íslandi. Einokunin birtist á tvennan hátt, annars vegar í því að fjölmargir læknar geta ekki valið um vinnustað því hið opinbera er eini vinnuveit- andinn sem til greina kemur og hins vegar geta sjúklingar heldur ekki valið um hvert þeir vilja sækja þjónustuna. Þeir verða að þiggja hana af þeim eina aðila sem býður hana. Þetta er einokun af versta tagi." Viltu sjá heilbrigðisþjónustu á sömu forsendum og rekin er í Bandaríkjunum? „Ég vil ekki sjá hana. Ég vil alls ekki mismuna fólki eftir efnahag. Með sterku almannatrygg- ingakerfi og skýrt skilgreindu DRG kerfi eiga ein- staklingar að geta notið bestu mögulegu þjónustu þó aðrir en ríkið sinni henni. Það er grundvall- arhugsun mín." Spítalar verða kvennavinnustaðir Konum fer sífellt fjölgandi í læknastétt og nú þegar eru konur í læknanámi fleiri en karlar. Hvernig sérðu þessa þróun? „Sumir hafa viðrað þá skoðun að eftir því sem konum í læknastétt fjölgi aukist líkurnar á því að þetta verði láglaunastétt. Ég sé það ekki gerast. Ég hef engar haldbærar skýringar á því hvers vegna konur sækja svo stíft í læknanám en það er ljóst að það verður að taka tillit til þess við rekst- ur sjúkrastofnana. í því nýja spítalaumhverfi sem verið er að byggja upp verður að horfa á það með augum kvenna og viðurkenna að spítalar verða að mestu leyti kvennavinnustaðir." Birna segir að lokum að það sé lífsstíll að vera læknir og það hafi áhrif á allt líf viðkomandi. „Það er ekki hægt að vera læknir hluta úr sól- arhringnum. Maður er alltaf læknir hvar og hve- nær sem er." „Núverandi hús- næði Læknafélagsins í Hlíðasmára 8 í Kópavogi er stórt og nýtist sérlega illa. Ég hefhug á því að kanna aðra hagkvæm- ari kosti," segir Birna Jónsdóttir. Öll efsta hæðin í þessu húsi er í eigu læknafélaganna. LÆKNAblaðið 2007/93 851
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 12. tölublað (15.12.2007)
https://timarit.is/issue/378553

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. tölublað (15.12.2007)

Aðgerðir: