Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 41
R UMRÆÐUR O G FRÉTTIR EYNSLUSAGA HEIMILISLÆKNIS Reynslusaga heimilislæknis íTógó Nýlega gafst mér tækifæri til að heimsækja Tógó í Vestur-Afríku. Landið er helmingi minna en ísland, íbúafjöldi um fimm milljónir og landið eitt hið þétt- býlasta í Afríku. íbúarnir búa við mikla fátækt, meðaltekjur eru einn dollari á dag, en slíkt er hlutskipti sjötta hluta jarðarbúa. I Tógó ríkir efnahagsleg stöðnun og miklir örð- ugleikar við að brjóta sér leið út úr vítahring fátæktar þrátt fyrir jákvæða þróun stjórnarhátta í átt til lýðræðis undanfarin ár. Ég slóst í för með Skoppu og Skrítlu ásamt fylgdarliði, en dóttir mín Katrín hefur aðstoðað við leiksýningarnar sem nú átti að sýna mun- aðarlausum börnum í Tógó. Einnig var samferða fólk frá hjálparsamtökunum SPES en íslandsdeild samtakanna sem Njörður P. Njarðvík stýrir hefur einbeitt sér að Tógó og starfrækir þar í höfuð- borginni heimili fyrir munaðarlaus börn af mikl- um myndarskap. Ég hafði áður verið í símasam- bandi við innfæddan lækni sem ætlaði að gera sitt besta til að kynna fyrir íslenska heimilislækninum starfsaðstöðu kollega sinna í Tógó. Ég bað um að fá að heimsækja sjúkrahús, læknastofur og ef möguleiki væri að fylgja læknum að störfum. Þann 25. september sl. komum við til höfuð- borgarinnar Lomé sem er hafnarborg við gömlu þrælaströndina og eru íbúar hennar um 700 þús- und. Fyrstu tvo dagana gafst tóm til að skoða sig dálítið um. Borgin iðar af lífi og alls staðar sést glaðvært og vingjarnlegt fólk. Umferðin er þétt og farartækin aðallega mótorhjól innan um hrörleg- an bílaflota, fjölmennt er líka á hverju hjóli og flestir án hjálms. Það er eins og öllum liggi lífið á og flautan er óspart notuð til að greiða för. Ekki að undra að slysin séu tíð. Það er skrítið hversu umferðin er áköf, því mannlífið meðfram veg- unum er fremur rólyndislegt. Þar er ekki að sjá skipulagða sorphreinsun og ruslahaugar safnast upp hér og þar. Þar má sjá börn að leik í draslinu, einstaka geit að snuðra og hænur á vappi með unga sína. Ég varð var við að Tógóbúum virtist almennt heldur illa við að láta taka myndir af sér, sem kannski hefur eitthvað með andatrúna að gera - nema börnin, þau þyrptust að manni glöð og kát og höfðu aldrei séð annað eins undur og myndavél. Loks kom að því að lækningaforstjóri háskóla- sjúkrahússins í Lomé hafði samband og með að- Greinarhöfundur í vitjun hjá fjölskyldu sem býr við erfiðar aðstæður ífátækra- hverfi Lomé, höfuðborgar Tógó. Ljósmynd: Lena Magnúsdóttir (ritari SPES samtakanna) Eyjólfur Guðmundsson eyjolfur.gudmundsson@ gmail.com Höfundur er heimilislæknir L. LÆKNAblaðið 2007/93 853
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.