Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 49

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 49
Frá CPME UMRÆÐUR O G F R É T T I R C P M E Katrín Fjeldsted katrin. fjeidsted@efsta.hg.is Fulltrúi Læknafélags Islands hjá CPME, Comité permanent des médecins européens, fastanefnd evrópskra lækna Hinn 1. janúar 2008 tók Michael Wilks við sem for- seti CPME, Breti sem verið hefur nokkuð sýnileg- ur í brezka læknafélaginu BMA vegna starfa sinna í siðfræðinefnd þess og hefur nafn hans birzt í því samhengi í British Medical Journal, ekki sízt fyrir ötult starf að velferð fanga og stríðshrjáðra fórn- arlamba sem veita þarf læknisþjónustu hvernig sem aðstæður kunna að vera. Þannig stóð brezka sendinefndin í CPME fyrir tilstilli Michaels að því að samþykkt var samhljóða harðorð ályktun um meðferð fanga í Guantanamo, svo eitthvað sé nefnt. 30 lönd í CPME, skrifstofa í Briissel Aðildarlönd CPME eru orðin 30 talsins. Lönd úr Austur-Evrópu hafa komið inn hvert á fætur öðru, Eystrasaltslönd sömuleiðis, nú síðast sótti Lettland um aðild og var boðið velkomið. Unnið er að því að fá löndin á Balkanskaga með, þau eru hluti af evrópsku fjölskyldunni. CPME er í hópi frjálsra félagasamtaka og rekur skrifstofu í Brussel í samræmi við vilja að- ildarfélaganna en um 90% læknafélaga álfunnar studdu að komið yrði á fót Domus Medica í Brússel í stað þess að flytja starfsemina milli landa á tveggja ára fresti við forsetaskipti. Samstarf CPME einkum við önnur læknasamtök á vett- vangi Evrópu er mikið. Fjórar undirnefndir starfa innan CPME eins og áður. Nýr formaður siðfræðinefndar, er Dr. Ný stjórn í Félagi ungra lækna Talsverðar breytingar urðu á stjórn Félags ungra lækna sem haldinn var í Hlíðarsmára 18. september. Alger skipti urðu í embættum stjórnar og nýtt fólk kom inn sem meðstjórnendur og í varastjórn. Þau tíðindi áttu sér stað að kjósa þurfti leynilegri kosn- ingu um gjaldkeraembættið og er það í fyrsta sinn í langan tíma sem fleiri en einn bjóða sig fram til hvers embættis. Hlýtur að mega draga þá ályktun að áhugi á málefnum félagsins hafi aukist að undanfömu. Talsverðar umræður urðu um kjaramál á fundinum og ljóst að einhugur er meðal unglækna um að bæta kjör sín. Stjórn fyrir 2008-2009 Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður, Sigurður Benediktsson, ritari, Benedikt Ámi Jónsson, gjaldkeri. Meðstjómendur: Sólrún Björk Rúnarsdóttir, Guðrún Dóra Clarke, Tryggvi Þorgeirsson, Hólmfríður Lydia Ellertsdóttir. Varamenn: Árdís Ármannsdóttir, Sigrún Perla Böðvarsdóttir, Kristján Dereksson Fulltrúar lækmnema: Katrín Jónsdóttir formaður FL og Valentínus Valdemarsson. Janbu frá Noregi, formaður norska læknafélags- ins. Dr. Podmanicky frá Ungverjalandi tók við nefnd um fyrirbyggjandi læknisfræði, Daniel Mart fráfarandi forseti er nýr formaður nefndar um skipulag heilbrigðisþjónustu og Dr. Stehlikova frá Tékklandi stýrir nefnd um læknanám. CPME-ESB Þriðjungi af fjárhagsáætlun CPME er varið í kynningarstarf og bein/óbein afskipti af öllu því sem viðkemur heilbrigðismálum og mál- efnum sem lækna getur varðað um á borði Evrópusambandsins. Arangur þar af verður að teljast góður. Framámenn hjá ESB hafa komið á fundi CPME og haldið þar ræður og erindi, nú síðast kommissarinn Kyprianou sem ávarpaði aðalfund samtakanna í október 2007. Þann fund sótti nýkjörinn formaður LÍ, Birna Jónsdóttir, ásamt mér og var afar ánægjulegt þegar fjölgaði í íslenzku sendinefndinni. Lyfjamál Samskipti við lyfjaiðnaðinn eru ofarlega á dagskrá. Hvernig á að koma upplýsingum um lyf og lyfja- meðferð á framfæri við almenning? Iðnaðurinn vill taka þátt í slíkri upplýsingagjöf og heldur því fram að allir nema þeir megi setja hvaða upplýs- ingar sem er á netið. Mikil andstaða hefur verið gegn því að breyta þessu vegna hættu á að þetta verði auglýsingar til almennings. í Svíþjóð er heimasíðan www.fass.se með stífum reglum og eftirliti, yfirvöld bera ábyrgð á að uppfæra hana sem er mikil vinna og erfið. Heimsóknir munu vera 4-5 milljónir á mánuði. Hjá IMI (Innovative Medicines Initiatives) eru grurtnrannsóknir á lyfjum áður en af samkeppni um lyfjaframleiðslu verður. Þar er boðið upp á myndarlega styrki sem fjármagnaðir eru með fram- lagi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Iðnaðurinn leggur fram sömu upphæð á móti. Eftirlit er sameiginlega hjá framkvæmdastjóm ESB og EFPIA. Mikilvægi samvinnu innan EMEA (European Medicines Agency) fer vaxandi. A vegum EMEA vinna hátt í 450 manns, þar em sex vísindanefndir. Sumir segja að 40 mismunandi yfirvöld í aðild- arlöndum ESB hafi áður haft með lyfin að gera. Fara þurfti í gegnum flókið ferli í hverju landi fyrir sig þannig að augljóslega dregur þessi samvinna úr kostnaði. Einföldun á ferlinu kemur öllum til góða. LÆKNAblaðið 2008/94 697

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.