Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 49
Frá CPME UMRÆÐUR O G F R É T T I R C P M E Katrín Fjeldsted katrin. fjeidsted@efsta.hg.is Fulltrúi Læknafélags Islands hjá CPME, Comité permanent des médecins européens, fastanefnd evrópskra lækna Hinn 1. janúar 2008 tók Michael Wilks við sem for- seti CPME, Breti sem verið hefur nokkuð sýnileg- ur í brezka læknafélaginu BMA vegna starfa sinna í siðfræðinefnd þess og hefur nafn hans birzt í því samhengi í British Medical Journal, ekki sízt fyrir ötult starf að velferð fanga og stríðshrjáðra fórn- arlamba sem veita þarf læknisþjónustu hvernig sem aðstæður kunna að vera. Þannig stóð brezka sendinefndin í CPME fyrir tilstilli Michaels að því að samþykkt var samhljóða harðorð ályktun um meðferð fanga í Guantanamo, svo eitthvað sé nefnt. 30 lönd í CPME, skrifstofa í Briissel Aðildarlönd CPME eru orðin 30 talsins. Lönd úr Austur-Evrópu hafa komið inn hvert á fætur öðru, Eystrasaltslönd sömuleiðis, nú síðast sótti Lettland um aðild og var boðið velkomið. Unnið er að því að fá löndin á Balkanskaga með, þau eru hluti af evrópsku fjölskyldunni. CPME er í hópi frjálsra félagasamtaka og rekur skrifstofu í Brussel í samræmi við vilja að- ildarfélaganna en um 90% læknafélaga álfunnar studdu að komið yrði á fót Domus Medica í Brússel í stað þess að flytja starfsemina milli landa á tveggja ára fresti við forsetaskipti. Samstarf CPME einkum við önnur læknasamtök á vett- vangi Evrópu er mikið. Fjórar undirnefndir starfa innan CPME eins og áður. Nýr formaður siðfræðinefndar, er Dr. Ný stjórn í Félagi ungra lækna Talsverðar breytingar urðu á stjórn Félags ungra lækna sem haldinn var í Hlíðarsmára 18. september. Alger skipti urðu í embættum stjórnar og nýtt fólk kom inn sem meðstjórnendur og í varastjórn. Þau tíðindi áttu sér stað að kjósa þurfti leynilegri kosn- ingu um gjaldkeraembættið og er það í fyrsta sinn í langan tíma sem fleiri en einn bjóða sig fram til hvers embættis. Hlýtur að mega draga þá ályktun að áhugi á málefnum félagsins hafi aukist að undanfömu. Talsverðar umræður urðu um kjaramál á fundinum og ljóst að einhugur er meðal unglækna um að bæta kjör sín. Stjórn fyrir 2008-2009 Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður, Sigurður Benediktsson, ritari, Benedikt Ámi Jónsson, gjaldkeri. Meðstjómendur: Sólrún Björk Rúnarsdóttir, Guðrún Dóra Clarke, Tryggvi Þorgeirsson, Hólmfríður Lydia Ellertsdóttir. Varamenn: Árdís Ármannsdóttir, Sigrún Perla Böðvarsdóttir, Kristján Dereksson Fulltrúar lækmnema: Katrín Jónsdóttir formaður FL og Valentínus Valdemarsson. Janbu frá Noregi, formaður norska læknafélags- ins. Dr. Podmanicky frá Ungverjalandi tók við nefnd um fyrirbyggjandi læknisfræði, Daniel Mart fráfarandi forseti er nýr formaður nefndar um skipulag heilbrigðisþjónustu og Dr. Stehlikova frá Tékklandi stýrir nefnd um læknanám. CPME-ESB Þriðjungi af fjárhagsáætlun CPME er varið í kynningarstarf og bein/óbein afskipti af öllu því sem viðkemur heilbrigðismálum og mál- efnum sem lækna getur varðað um á borði Evrópusambandsins. Arangur þar af verður að teljast góður. Framámenn hjá ESB hafa komið á fundi CPME og haldið þar ræður og erindi, nú síðast kommissarinn Kyprianou sem ávarpaði aðalfund samtakanna í október 2007. Þann fund sótti nýkjörinn formaður LÍ, Birna Jónsdóttir, ásamt mér og var afar ánægjulegt þegar fjölgaði í íslenzku sendinefndinni. Lyfjamál Samskipti við lyfjaiðnaðinn eru ofarlega á dagskrá. Hvernig á að koma upplýsingum um lyf og lyfja- meðferð á framfæri við almenning? Iðnaðurinn vill taka þátt í slíkri upplýsingagjöf og heldur því fram að allir nema þeir megi setja hvaða upplýs- ingar sem er á netið. Mikil andstaða hefur verið gegn því að breyta þessu vegna hættu á að þetta verði auglýsingar til almennings. í Svíþjóð er heimasíðan www.fass.se með stífum reglum og eftirliti, yfirvöld bera ábyrgð á að uppfæra hana sem er mikil vinna og erfið. Heimsóknir munu vera 4-5 milljónir á mánuði. Hjá IMI (Innovative Medicines Initiatives) eru grurtnrannsóknir á lyfjum áður en af samkeppni um lyfjaframleiðslu verður. Þar er boðið upp á myndarlega styrki sem fjármagnaðir eru með fram- lagi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Iðnaðurinn leggur fram sömu upphæð á móti. Eftirlit er sameiginlega hjá framkvæmdastjóm ESB og EFPIA. Mikilvægi samvinnu innan EMEA (European Medicines Agency) fer vaxandi. A vegum EMEA vinna hátt í 450 manns, þar em sex vísindanefndir. Sumir segja að 40 mismunandi yfirvöld í aðild- arlöndum ESB hafi áður haft með lyfin að gera. Fara þurfti í gegnum flókið ferli í hverju landi fyrir sig þannig að augljóslega dregur þessi samvinna úr kostnaði. Einföldun á ferlinu kemur öllum til góða. LÆKNAblaðið 2008/94 697
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.