Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 15

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR við einstök líffærakerfi og afgerandi áherslu- breytingar við framkvæmd krufninga hafa ekki orðið á tímabilinu. Hins vegar hefur sjúkra- húskrufningum fækkað verulega og hfutfall réttarkrufninga þar með hækkað þótt nákvæmar tölur um þetta liggi ekki fyrir. Gera má ráð fyrir að meðalaldur í réttarkrufningum sé lægri en í sjúkrahúskrufningum. Því er ekki hægt að útiloka að þetta gæti haft áhrif á niðurstöður okkar til einhverrar lækkunar á tíðni krufningagreindra nýmakrabbameina á síðari hluta tímabilsins. í nýlegri evrópskri rannsókn21 á krufninga- greindum nýrnafrumukrabbameinum var sýnt fram á vaxandi tíðni sjúkdómsins sem er andstætt okkar niðurstöðum. Ofangreind rannsókn var þó ekki án vankanta, til dæmis náði hún eingöngu til tilfella frá tveimur sjúkrahúsum á 10 ára tímabili. Auk þess vom vefjasýni ekki yfirfarin og grein- ingar því aðeins byggðar á krufningaskýrslum. Niðurstöður okkar em betur í takt við niður- stöður rannsóknar frá Iowa í Bandaríkjunum.20 Þar var sýnt fram á óbreytta tíðni krufningagreindra nýmafmmukrabbameina á tveimur tímabilum, annars vegar fyrir tíma tölvusneiðmynda og ómskoðana (1955-1960) og hins vegar eftir að þessar rannsóknir komu til sögunnar (1991- 2001). Líkt og í rannsókn okkar var leiðrétt fyrir fækkun krufninga. Tilgáta höfunda var sú að vegna aukningar í tilviljanagreiningu ætti krufn- ingagreindum æxlum að fækka þar sem æxlin ættu að hafa greinst í auknum mæli fyrir andlát. í ljós kom að tíðni krufningagreindu æxlanna hafði ekki lækkað. Alyktuðu höfundar því að í raun væri um að ræða aukningu í nýgengi nýma- frumukrabbameins. Veikleiki við þessa rannsókn er að hún náði ekki til heillar þjóðar heldur byggðist eingöngu á tilfellum frá einni stofnun. Tíðni kmfningagreindra æxla hefur haldist nánast óbreytt hér á landi á sama tíma og til- viljanagreining hefur tekið stökk upp á við. Til dæmis greindist helmingur tilfella fyrir tilviljun árið 2005.6 Því má færa rök fyrir því, líkt og í bandarísku rannsókninni, að nýgengi nýrna- frumukrabbameins, óháð tilviljanagreiningu í lifandi greindum, sé vaxandi hér á landi. Þessi aukning er þó lítil og skýrir ekki nema hluta af þeirri aukningu sem orðið hefur í nýgengi sjúk- dómsins hér á landi á síðustu tveimur áratugum. Aukið nýgengi verður því að langmestu leyti skýrt með æxlum sem greinast fyrir tilviljun, aðal- lega vegna tölvusneiðmyndatöku og ómskoðana á kviðarholi. Áður hefur verið sýnt fram á að tilviljanagreindu æxlin eru minni og greinast á lægri stigum og gráðu en einkennagreind tilfelli.4 Þar sem dánarhlutfall (mortality) nýrnafrumu- krabbameins hefur nánast staðið í stað á síðustu áratugum hafa lífshorfur þessara sjúklinga vænk- ast. I eldri rannsóknum hér á landi hefur ekki tekist að sýna fram á að tilviljanagreining per se sé sjálfstæður áhættuþáttur lífshorfa þessara sjúk- linga.22 Frumniðurstöður á stærri sjúklingaefniviði (n=913) virðast þó benda til þess að svo geti verið6, en svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst er- lendis.8-23 Þetta gæti rennt stoðum undir þá tilgátu að einhver eðlismunur sé á æxlum eða hluta þeirra æxla sem greinast fyrir tilviljun og þeim sem greinast vegna einkenna. Lokaorð Rannsóknin sýnir að nýmafrumukrabbamein greinast á lægri stigum og gráðum við krufningu en æxli sem greinast hjá lifandi sjúklingum. Sama á við þegar krufningagreindu æxlin eru borin saman við æxli greind fyrir tilviljun hjá lifandi sjúklingum, enda þótt þar sé munurinn minni. Tíðni krufningagreindra nýrnafrumukrabbameina hefur að mestu staðið í stað síðustu áratugina. Aukið nýgengi nýrnafrumukrabbameina á síðasta áratug skýrist því ekki af aukningu tilfella sem greinast við krufningu. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir, skrif- stofustjóri á skurðdeild Landspítala, fyrir hjálp við öflun gagna, Helgi Sigvaldason verkfræð- ingur og Martin Ingi Sigurðsson læknanemi fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu og Jón Gunnlaugur Jónasson, prófessor í meinafræði, fyrir gagnlegar ábendingar. Heimildir 1. Jónasson JG, Tryggvadóttir L. Cancer in Iceland. The 50th Anniversary of The Icelandic Cancer Registry. Reykjavik: Icelandic Cancer Society, 2004. 2. Ferlay J, Bray P, Pisani P, Parkin D. GLOBOCAN 2000: Cancer Incidence, Mortality and Prevalence Worldwide. Version 1.0. IARC CancerBase No.5. Lyon: IARCPress, 2001. 3. Thoroddsen Á, Einarsson GV, Guðbjartsson T. Nýma- frumukrabbamein á íslandi - yfirlitsgrein. Læknablaðið 2007; 93: 283-97. 4. Guðbjartsson T, Thoroddsen A, Pétursdóttir V, Harðarson S, Magnússon J, Einarsson GV. Effect of incidental detection for survival of patients with renal cell carcinoma: results of population-based study of 701 patients. Urology 2005; 66: 1186-91. 5. Chow WH, Devesa SS, Warren JL, Fraumeni JF, Jr. Rising incidence of renal cell cancer in the United States. Jama 1999; 281:1628-31. 6. Pálsdóttir HB, Harðarsson S, Pétursdóttir V, et al. Tilviljanagreining er sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa hjá sjúklingum með nýmafmmukrabbamein: Niðurstöður úr íslenskri rannsókn sem nær til 913 sjúklinga á 35 ára tímabili (ágrip). Læknablaðið 2008; 94/ Fylgirit, E-36. 7. Konnak JW, Grossman HB. Renal cell carcinoma as an incidental finding. J Urol 1985; 134:1094-6. 8. Lee CT, Katz J, Fearn PA, Russo P. Mode of presentation of renal cell carcinoma provides prognostic information. Urol Oncol 2002; 7:135-40. LÆKNAblaðið 2008/94 81 1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.