Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Síða 15

Læknablaðið - 15.12.2008, Síða 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR við einstök líffærakerfi og afgerandi áherslu- breytingar við framkvæmd krufninga hafa ekki orðið á tímabilinu. Hins vegar hefur sjúkra- húskrufningum fækkað verulega og hfutfall réttarkrufninga þar með hækkað þótt nákvæmar tölur um þetta liggi ekki fyrir. Gera má ráð fyrir að meðalaldur í réttarkrufningum sé lægri en í sjúkrahúskrufningum. Því er ekki hægt að útiloka að þetta gæti haft áhrif á niðurstöður okkar til einhverrar lækkunar á tíðni krufningagreindra nýmakrabbameina á síðari hluta tímabilsins. í nýlegri evrópskri rannsókn21 á krufninga- greindum nýrnafrumukrabbameinum var sýnt fram á vaxandi tíðni sjúkdómsins sem er andstætt okkar niðurstöðum. Ofangreind rannsókn var þó ekki án vankanta, til dæmis náði hún eingöngu til tilfella frá tveimur sjúkrahúsum á 10 ára tímabili. Auk þess vom vefjasýni ekki yfirfarin og grein- ingar því aðeins byggðar á krufningaskýrslum. Niðurstöður okkar em betur í takt við niður- stöður rannsóknar frá Iowa í Bandaríkjunum.20 Þar var sýnt fram á óbreytta tíðni krufningagreindra nýmafmmukrabbameina á tveimur tímabilum, annars vegar fyrir tíma tölvusneiðmynda og ómskoðana (1955-1960) og hins vegar eftir að þessar rannsóknir komu til sögunnar (1991- 2001). Líkt og í rannsókn okkar var leiðrétt fyrir fækkun krufninga. Tilgáta höfunda var sú að vegna aukningar í tilviljanagreiningu ætti krufn- ingagreindum æxlum að fækka þar sem æxlin ættu að hafa greinst í auknum mæli fyrir andlát. í ljós kom að tíðni krufningagreindu æxlanna hafði ekki lækkað. Alyktuðu höfundar því að í raun væri um að ræða aukningu í nýgengi nýma- frumukrabbameins. Veikleiki við þessa rannsókn er að hún náði ekki til heillar þjóðar heldur byggðist eingöngu á tilfellum frá einni stofnun. Tíðni kmfningagreindra æxla hefur haldist nánast óbreytt hér á landi á sama tíma og til- viljanagreining hefur tekið stökk upp á við. Til dæmis greindist helmingur tilfella fyrir tilviljun árið 2005.6 Því má færa rök fyrir því, líkt og í bandarísku rannsókninni, að nýgengi nýrna- frumukrabbameins, óháð tilviljanagreiningu í lifandi greindum, sé vaxandi hér á landi. Þessi aukning er þó lítil og skýrir ekki nema hluta af þeirri aukningu sem orðið hefur í nýgengi sjúk- dómsins hér á landi á síðustu tveimur áratugum. Aukið nýgengi verður því að langmestu leyti skýrt með æxlum sem greinast fyrir tilviljun, aðal- lega vegna tölvusneiðmyndatöku og ómskoðana á kviðarholi. Áður hefur verið sýnt fram á að tilviljanagreindu æxlin eru minni og greinast á lægri stigum og gráðu en einkennagreind tilfelli.4 Þar sem dánarhlutfall (mortality) nýrnafrumu- krabbameins hefur nánast staðið í stað á síðustu áratugum hafa lífshorfur þessara sjúklinga vænk- ast. I eldri rannsóknum hér á landi hefur ekki tekist að sýna fram á að tilviljanagreining per se sé sjálfstæður áhættuþáttur lífshorfa þessara sjúk- linga.22 Frumniðurstöður á stærri sjúklingaefniviði (n=913) virðast þó benda til þess að svo geti verið6, en svipuðum niðurstöðum hefur verið lýst er- lendis.8-23 Þetta gæti rennt stoðum undir þá tilgátu að einhver eðlismunur sé á æxlum eða hluta þeirra æxla sem greinast fyrir tilviljun og þeim sem greinast vegna einkenna. Lokaorð Rannsóknin sýnir að nýmafrumukrabbamein greinast á lægri stigum og gráðum við krufningu en æxli sem greinast hjá lifandi sjúklingum. Sama á við þegar krufningagreindu æxlin eru borin saman við æxli greind fyrir tilviljun hjá lifandi sjúklingum, enda þótt þar sé munurinn minni. Tíðni krufningagreindra nýrnafrumukrabbameina hefur að mestu staðið í stað síðustu áratugina. Aukið nýgengi nýrnafrumukrabbameina á síðasta áratug skýrist því ekki af aukningu tilfella sem greinast við krufningu. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir, skrif- stofustjóri á skurðdeild Landspítala, fyrir hjálp við öflun gagna, Helgi Sigvaldason verkfræð- ingur og Martin Ingi Sigurðsson læknanemi fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu og Jón Gunnlaugur Jónasson, prófessor í meinafræði, fyrir gagnlegar ábendingar. Heimildir 1. Jónasson JG, Tryggvadóttir L. Cancer in Iceland. The 50th Anniversary of The Icelandic Cancer Registry. Reykjavik: Icelandic Cancer Society, 2004. 2. Ferlay J, Bray P, Pisani P, Parkin D. GLOBOCAN 2000: Cancer Incidence, Mortality and Prevalence Worldwide. Version 1.0. IARC CancerBase No.5. Lyon: IARCPress, 2001. 3. Thoroddsen Á, Einarsson GV, Guðbjartsson T. Nýma- frumukrabbamein á íslandi - yfirlitsgrein. Læknablaðið 2007; 93: 283-97. 4. Guðbjartsson T, Thoroddsen A, Pétursdóttir V, Harðarson S, Magnússon J, Einarsson GV. Effect of incidental detection for survival of patients with renal cell carcinoma: results of population-based study of 701 patients. Urology 2005; 66: 1186-91. 5. Chow WH, Devesa SS, Warren JL, Fraumeni JF, Jr. Rising incidence of renal cell cancer in the United States. Jama 1999; 281:1628-31. 6. Pálsdóttir HB, Harðarsson S, Pétursdóttir V, et al. Tilviljanagreining er sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa hjá sjúklingum með nýmafmmukrabbamein: Niðurstöður úr íslenskri rannsókn sem nær til 913 sjúklinga á 35 ára tímabili (ágrip). Læknablaðið 2008; 94/ Fylgirit, E-36. 7. Konnak JW, Grossman HB. Renal cell carcinoma as an incidental finding. J Urol 1985; 134:1094-6. 8. Lee CT, Katz J, Fearn PA, Russo P. Mode of presentation of renal cell carcinoma provides prognostic information. Urol Oncol 2002; 7:135-40. LÆKNAblaðið 2008/94 81 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.