Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Síða 12

Læknablaðið - 15.11.2009, Síða 12
 FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Nálgun kostnaöarvirknigreiningar á meðferð við nýrnabiiun á lokastigi. Samanburður ígræðsla nýra úr lifandi gjafa á Islandi, ígræðsla nýra úr lifandi gjafa í Danmörku og skilun (blóðskilun og kviðskilun) Tegund greiningar Kostnaðarvirknigreining Sjónarhorn Samfélagslegt Afvöxtun Lágmarksvextir Ibúðalánasjóðs árið 2006 4,7%, 0%, 3% og 6% Helstu forsendur Ferðakostnaður sjúklinga vegna ígræðsluaðgerðar á fslandi er áætlaður 0; fórnarkostnaður aðstandenda (annarra en gjafa) vegna ígræðsluaðgerðar á Islandi er áætlaður 0; einstaklingar með nýrnabilun eru taldir með jafnar Iffslikur og aðrir íslendingar ef undan er skilin nýrnabilun og fylgikvillar hennar. Talið er að um 2% af heilbrigðisútgjöldum Vesturlandaþjóða sé varið til meðferðar loka- stigsnýrnabilunar sem hrjáir innan við 0,1% manna.8' 9 Sívaxandi kostnaður vegna þessarar meðferðar verður mikil áskorun fyrir margar þjóðir á næstu árum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að ígræðsla nýra er hagkvæmari en skilun, hvort sem litið er til beins sjúkrakostnaðar eða ávinnings fyrir sjúklinga.3'10-11 Brýnt er að nýta skynsamlega þá fjármuni sem varið er til forvama og meðferðar sjúkdóma. I því skyni er gagnlegt að meta kostnaðarvirkni dýrra meðferðarúrræða við ákvarðanatöku í heilbrigðisþjónustunni. Kostnaðarvirknigreining (cost-effectiveness analysis) byggist á þeirri hugmynd að æskilegt sé að leggja áherslu á meðferðartegundir sem hafa mest áhrif á hið almenna markmið, heilsu og lífgæði, fyrir hverja krónu útlagðs kostnaðar.12 Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta og bera saman kostnað við mismunandi tegundir meðferðar við nýrnabilun á lokastigi og vega hann á móti virkni og ávinningi meðferðarinnar. Efniviður og aðferðir Sjúklingar í meðferð vegna nýrnabilunar á lokastigi Rannsóknin náði til allra sjúklinga á íslandi sem voru í skilunarmeðferð eða gengust undir ígræðslu nýra frá lifandi gjafa frá 1. janúar til 31. desember 2006. Það ár voru að meðaltali 38 sjúklingar í blóðskilim og 17 í kviðskilun. Átta sjúklingar fengu ígrætt nýra frá lifandi gjafa. Hér á landi fer meðferð við lokastigsnýmabilun eingöngu fram á Landspítala og voru upplýsingar um umfang og kostnað fengnar úr skrá nýrnalækningaeiningar, sjúklingabókhaldskerfi (LEGU) og kostnaðarkerfi (FRAMTAKI) spítalans. Þar sem ígræðslur nýrna frá lifandi gjöfum fóru ekki lengur fram erlendis eftir að þær hófust á Landspítala í desember 2003, voru notaðar kostnaðarupplýsingar frá Sjúkratryggingum íslands um 10 sjúklinga sem fengu ígrætt nýra frá lifandi gjafa á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á árunum 2000-2003. Við mat á lifun og lífsgæðum sjúklinga var stuðst við erlendar vísindagreinar. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd Land- spítala. Kostnaðarvirknigreining á meðferð vegna nýrnabilunar á lokastigi Kostnaðarvirkni skilunarmeðferðar og ígræðslu nýra frá lifandi gjafa var metin með kostn- aðarnytjagreiningu, það er kostnaður mismun- andi meðferðarúrræða var reiknaður á hvert unnið lífsgæðavegið lífár (Quality-Adjusted Life Year, QALY).13 Þar sem nýrnaígræðslur höfðu aðeins farið fram á íslandi í þrjú og hálft ár var nauðsynlegt að styðjast að hluta við forsendur sem byggjast á erlendum rannsóknum. Nálgun kostnaðar- virknigreiningarinnar og gefnar forsendur má sjá í töflu I. Allur kostnaður var reiknaður á verðlagi ársins 2006. Mikilvægt er að taka tillit til þess að ekki þarf að greiða allan kostnað á þeim tíma er ákvörðun um meðferð er tekin. Sá kostnaður sem til fellur yfir æviskeið sjúklingsins var núvirtur eins og venja er. Við núvirðingu var miðað við lægstu vexti íbúðalánasjóðs árið 2006 (4,7%), en algengt er að nota vexti af öruggri fjárfestingu, svo sem húsnæði eða vexti ríkisskuldabréfa.14 Því fylgir sá annmarki að breytileiki milli ára getur gert samanburð á greiningum frá mismunandi tímum erfiðan. Ráðgjafahópur um kostnaðarvirknigreiningu á sviði heilsu og læknisfræði hefur mælt með 3% vaxtaviðmiðun til þess að auka samanburðarmöguleika á milli rannsókna.15 Því var einnig miðað við 3% vexti og niðurstöður sýndar án núvirðingar og miðað við 6% afvöxtun. Framangreindur ráðgjafahópur hefur lagt til 0% og 5% núvirðingu við næmis- greiningu en sökum vaxtaskilyrða á Islandi hafa höfundar sambærilegra greininga16 og hér er gerð kosið að hækka efri mörkin upp í 6% og var þeirri hefð fylgt. Eftirfarandi jafna var notuð við núvirðingu kostnaðar: Núvirtur kostnaður = kostnaður sem fellur í framtíð (1 + vaxtaprósenta) Ara,'ðldi ,rá núvirðin9arán Samanburður á kostnaði vegna ígræðslu nýra á íslandi og í Danmörku Kostnaður vegna ígræðslu nýra frá lifandi gjafa er fólginn í skurðaðgerðum gjafa og þega ásamt undirbúningi þeirra og sjúkrahúslegu, ferðum gjafa, þega og fylgdarmanna til Kaupmannahafnar, vinnutapi gjafa, þega og fylgdarmanna og meðferð eftir ígræðslu. Aðgerðarkostnaður tekur til áhalda, tækja, lyfja og rannsókna, launa, húsnæðis og reksturs þess, gjörgæsluþjónustu og kostnaðar vegna komu skurðlæknis erlendis frá. 748 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.